A A A

Valmynd

Fréttir

Trúbadorinn Gísli Rúnar

| 23. maí 2017

Trúbadorinn Gísli Rúnar er kannski ekki þekktasti og besti trúbbinn á landinu, en gæti hugsanlega verið sá skemmtilegasti.


Hann spilar gamla slagara í bland við nýrri lög, getur haldið uppi stuði á dansgólfinu tímunum saman en einnig búið til heljarinnar söngskemmtun ef stemning er fyrir slíku.

...
Meira

BMX brós á Hamingjudögum

| 19. maí 2017
Magnús Bjarki, Anton Örn og Benedikt mæta á Hamingjudaga en saman eru þeir þríeykið BMX-BRÓS.

BMX-BRÓS mæta á Hamingjudaga 2017 og bjóða ykkur adrenalínfulla og skemmtilega BMX-sýningu. 3 hjólagarpar, hjálmakynning, mismunandi gerðir stökkpalla, hjóla-þrautabraut og Mountain Dew í boði gera daginn ævintýralegan og að sýningu lokinni fá allir krakkar að spreyta sig á hjólunum. BMX-BRÓS svara síðan öllum þeirra spurningum og sjá til þess að allir séu brosandi út að eyrum. ...
Meira

Þátttaka á Hamingjudögum

| 18. maí 2017
Ýmislegt er farið að skýrast fyrir Hamingjudaga sem haldnir verða hátíðlegir í Strandabyggð 30. júní-2. júlí.

Ljóst er að fjölmargir ætla að taka virkan þátt í hátíðinni en fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök á svæðinu hafa verið dugleg við að bjóða fram aðstoð sína og jafnvel skipuleggja eigin dagskráliði....
Meira

Hamingjuverk

| 15. maí 2017
Á Hamingjudögum 2017 verður haldin sérstök Hamingjuverkakeppni.

Um er að ræða samkeppni hvers konar listaverka sem túlka eða tengjast hamingjunni á einhvern hátt. Hér er það aðeins ímyndunaraflið sem setur ykkur skorður enda má senda inn hljóðverk, málverk, leikverk, myndband, handverk, ljóð eða hvað sem er. Allir geta tekið þátt, óháð aldri, uppruna eða hamingjustuðli.

Þátttakendur þurfa að skrá sig á sýninguna eigi síðar en 12. júní.
Verkunum þarf svo að koma til tómstundafulltrúa í síðasta lagi 26. júní.

Verkin verða sýnd í Hnyðju á Hamingjudögum þar sem gestir og gangandi kjósa sín uppáhalds verk.

Allar nánari upplýsingar fást hjá tómstundafulltrúa í síma 849-8620.

Hamingjudagar 2017

| 25. nóvember 2016
Hamingjudagar 2017 eru helgina 30. júní - 2.júlí!

Að leiðar lokum

| 06. júlí 2016
Nú eru Hamingjudagar 2016 komnir að enda og ekki hægt að segja annað en allt hafi tekist vel og að gleði og hamingja hafi ráðið ríkjum í Strandabyggð helgina 30. júní til 3. júlí. Takk allir fyrir þátttökuna og takk allir sem komu að því að skipuleggja og framkvæma. 
Mæli með því að skoða myndir frá helginni hér og svo er hægt að skoða myndir undir myllumerkinu #hamingjudagar.


Ps. Óskilamunir eftir helgina er hægt að nálgast að skrifstofu Strandabyggðar t.d. kökubakkar og kökuspaðar. 

Hnallþóruhlaðborðið

Salbjörg Engilbertsdóttir | 04. júlí 2016
Flottasta kakan-Hjördís Inga Hjörleifsdóttir
Flottasta kakan-Hjördís Inga Hjörleifsdóttir
« 1 af 3 »
Eins og venja hefur verið undanfarin ár mættu íbúar og sumargestir með glæsilegar hnallþórur á kaffihlaðborð og buðu gestum Hamingjudaga.  Mikið magn af fallegum kökum og tertum bárust og valdi dómnefnd 3 kökur til verðlauna. Flottasta kakan kom frá Hjördísi Ingu Hjörleifsdóttur, girnilegasta kakan frá Ingibjörgu Fossdal og hamingjusamasta kakan kom frá Sigríði Óladóttur.  Í dómnefnd voru Ásta og Inga frá sveitarstjórn Strandabyggðar, Hafdís og synir voru fulltrúi gesta, Hilmar var fulltrúi ungu kynslóðarinnar og Snorri fulltrúi brottfluttra. Þökkum við þeim vel unnin störf.   

Myndir af öllum kökunum má sjá hér á facebooksíðu Hamingjudaga.

Næstu skref

| 01. júlí 2016

Gleðin heldur áfram!

Í kvöld er í boði að gleðjast saman í Kaffikvörn, spurningaleik fyrir alla fjölskylduna, á Sauðfjársetrinu í Sævangi, skella sér á girnilegt sjávarhlaðborð á Café Riis og skemmta sér fram á nótt við undirspil Alþýðulagabandsins á Café Riis. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Ég hvet alla til að kynna sér dagskrá morgundagsins vel. Hamingjumarkaðurinn hefur fokið yfir í Hnyðju þar sem fjölmargt fallegt og gómsætt verður til sölu. Allir sem keyra kassabíl eiga að mæta kl. 12:30 bak við Hólmadrang og sýna hvað í sér býr. Síðast en alls ekki síst er Hnallþóruborðið upp úr kl. 14:00. Það verðu vonandi troðfullt af kræsingum frá okkar kæru íbúum Strandabyggðar en Hnallþórunar á að afhenda á milli 13:00 og 14:00 á hátíðarsvæðinu. 

Sjáumst ;)

Hamingjudagar 2016 eru settir og Menningarverðlaun eru afhend

| 01. júlí 2016

Í dag voru opnaðar þrjár listasýningar sem verða opnar alla helgina.

Náttúrubarnið Dagrún Ósk Jónsdóttir opnaði ljósmyndasýninguna Náttúrubörn á Ströndum við yndislega stund í matsal KSH og boðið var upp á jurtaseyði. Fallegar ljósmyndir sem er vert að skoða.
Jón Halldórsson opnaði ljósmynda- og sölusýninguna sína í Esso N1 skálanum. Glæsilegar myndir og ég hvet alla til að næla sér í eina.
Andrea Kristín Jónsdóttir -AnKrJó- opnaði listaverkasýninguna sína Dillur í Hnyðju með mörgum skemmtilegum orðum. Litríkar og glaðlegar myndir sem geta veitt öllum hamingju.
Salbjörg Engilbertsdóttir setti Hamingjudaga 2016 og veitti Menningarverðlaun Strandabyggðar með miklum sóma og hlýjum orðum.
Sigríður Drífa Þórólfsdóttir og Birkir Þór Stefánsson voru veitt sérstök viðurkenning vegna menningarmála í Strandabyggð. 

Sigríður Drífa og Birkir hafa með einstakri elju varðveitt menningarminjar gamla kirkjugarðsins í Tröllatungu. Starf þeirra við umhirðu og fegrun kirkjugarðsins hefur orðið til þess að hann er staðarprýði og Ströndum og Strandamönnum til sóma. Útimessa hefur verið í garðinum síðustu ár á Hamingjudögum sem hefur gefið öllum kost á að njóta svæðisins og eiga þar kyrrðar- og friðarstund.
Sauðfjársetrið á Ströndum hlaut Menningarverðlaun Strandabyggðar vegna öflugrar aðkomu að menningu í sveitarfélaginu, vegna sýningahalds, ótal menningartengdra viðburða og sérstaklega fyrir verkefnið Náttúrbarnaskólinn á Ströndum sem er einstakt á heimsvísu en hann er byggður á hugmyndafræði um náttúrutúlkun og menntatengda ferðaþjónustu. Sauðfjársetur á Ströndum hefur verið sérstaklega öflugt síðasta árið og hefur verið eftir því tekið víða. Safnið var til dæmis í hópi þeirra tíu framúrskarandi menningarverkefni á á landsbyggðinni sem voru tilnefnd til verðlaunanna Eyrarrósarinnar á þessu ári. Aðstandendur Sauðfjárseturs á Ströndum byggja á þeirri hugmyndafræði að söfn og menningarstofnanir eigi að vera virkir þátttakendur í því samfélagi sem þær eru hluti af. Í tilviki Sauðfjársetursins hefur heppnast afar vel að byggja á þeim grunni.

Þessa frétt vil ég ljúka með sömu orðum og Salbjörg endaði ræðu sína og það er með Hamingjusamþykktinni okkar:

Hamingjan er eitt af leiðarljósum í áframhaldandi uppbyggingu í Strandabyggð. Lífsgæði íbúa á Ströndum skipta miklu máli og þau þarf að efla með fjölbreyttum ráðum.


Ræktum hamingjuna innra með okkur og stuðlum að aukinni gleði og lífsfyllingu hjá okkar nánustu, vinum og samferðamönnum, með orðum okkar og gjörðum. Munum að bros í amstri hversdagsins getur gert kraftaverk, það getur dimmu í dagsljós breytt. Hið sama gildir um hrós og þakklæti fyrir það sem vel er gert. Jákvæð og uppbyggileg hvatning til góðra verka er varða sem vísar veginn í átt að betra samfélagi.
 

Virk þátttaka hvers einstaklings í samfélaginu er keppikefli og miklu skiptir að jákvæðni, virðing og samkennd einkenni mannlíf á Ströndum. Íhugum öll, hvert og eitt okkar, með hvaða hætti við getum lagt okkar af mörkum.
 

Gleðjumst saman, höfum hamingjuna í hávegum. Gerum alla daga að hamingjudögum.


Til hamingju við með fallegu hátíðina okkar!

Fyrsti viðburður Hamingjudaga

| 30. júní 2016
Nemendur Náttúrubarnaskólans í leik
Nemendur Náttúrubarnaskólans í leik
« 1 af 2 »
Náttúrubarnaskólinn á Sauðfjársetinu í Sævangi var með hamingjuþema í dag í tilefni af Hamingjudögum. Farið var að skoða teistuunga í kössum á Langa tanga sem eru að klekja út, stoppað var við í Sagnahúsinu og hlustað á tröllasögur, svo var Brand Ara brandandarunganum gefið að borða, farið í leiki, sent út flöskuskeyti þar sem hamingjuboðskapnum var miðlað áfram og svo síðast en ekki síst bragðað sér á kökur. Mikil gleði og hamingja ríkti í Náttúrubarnaskólanum sem vonandi dreifist yfir Hamingjudaga alla helgina.

Dagskráin á morgun er glæsileg og hvetjum við alla til að mæta, sýna sig og sjá aðra. Viljum lika hvetja alla sem mæta til að taka myndir og merkja þær #hamingjudagar og þannig skrásetjum við hátíðina saman.
Eldri færslur

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón