A A A

Valmynd

Fréttir

Sýningar á Hamingjudögum 2016

| 24. júní 2016

Eftir viku mun hátíðin okkar Hamingjudagar 2016 vera formlega sett með afhendingu Menningarverðlauna Strandabyggðar í Hnyðju. Sama dag munu tvær glæsilegar sýningar vera opnar. 
Náttúrubörn á Ströndum er ljósmyndasýning sem endurspeglar magnaða og fjölbreytta náttúru og dýralíf á Ströndum. Sýningin verður opnuð á Hamingjudögum 2016 í sal Kaupfélagsins á Hólmavík. Náttúrubarnaskólinn á Sauðfjársetrinu í Sævangi stendur fyrir sýningunni og boðið verður upp á dýrindis hamingjujurtaseyði við opnunina. Sýningin verður svo opin alla helgina frá kl. 09:00 til kl. 22:30. Það er gaman að segja frá því að á sama stað í Hnyðju mun vera auður strigi og málning þar sem öllum er velkomið að taka upp pensil og mála. Saman munum við búa til Hamingjulistaverk.
Dillur er fyrsta einkasýning Andreu Kristínar Jónsdóttur - AnKrJó - á eigin verkum en áður hefur hún tekið þátt í nemendasýningu við Myndlistaskóla Mosfellsbæjar. Verkin eru ýmist unnin á krossvið eða bleyjuléreft og oftast notar hún akrílmálningu þótt önnur efni blandist við á köflum. Sýningin verður opin alla helgina frá kl. 12:00 til 18:00. 

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón