Innskráning

A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Húsnæði óskast

12. maí 2025 | Salbjörg Engilbertsdóttir
Strandabyggð leitar eftir húsnæði fyrir kennara skólaárið 2025-2026. Húsgögn mega fylgja og í íbúðinni þurfa að vera a.m.k 3 svefnherbergi. 

Svar þyrfti að berast fyrir 1. júní á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is, nánari upplýsingar í síma 4513510 eða hjá skólastjóra

Sveitarstjórnarfundur Strandabyggðar nr. 1377, 13.05.25

09. maí 2025 | Heiðrún Harðardóttir

Sveitarstjórnarfundur 1377 í Strandabyggð

Fundur nr. 1377 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn 13. maí 2025 í Hnyðju, Höfðagötu 3, Hólmavík.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

1. Ársreikningur Strandabyggðar 2024, seinni umræða ásamt endurskoðunarskýrslu

2. Viðauki I við fjárhagsáætlun 2025 ásamt stöðu í bókhaldi, 30.4.25

3. Aðalskipulag Strandabyggðar, seinni umræða

4. Húsnæðisáætlun Strandabyggðar

5. Innkaupareglur Strandabyggðar

6. Sumarleyfi sveitarstjórnar og sumarlokun skrifstofu Strandabyggðar

7. Erindi til sveitarstjórnar, Áskorun frá skólaráði, 9.5.25

8. Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd, fundargerð nr. 86, 29.4.25

9. Fræðslunefnd, fundargerð frá 8.5.25

10. Skóladagatal grunnskóla 2025-2026 til samþykktar

11. Skóladagatal leikskóla 2025-2026 til samþykktar

12. Vinnuskýrsla sveitarstjóra

13. Fræðslumiðstöð Vestfjarða, erindi um Samræmda móttöku sveitarfélaga á Vestfjörðum, 6.5.25

14. Vegagerðin, Endurskoðun samgönguáætlunar 2006-2030, 6.5.25, til kynningar

15. Skógfræðingafélag Íslands, ályktun aðalfundar 2025

16. Fjórðungssamband Vestfjarða, þinggerð 70. Fjórðungsþings að vori, 2.4.25 ásamt ársreikningi Fjórðungssambands Vestfjarða

17. Vestfjarðastofa og Fjórðungssamband Vestfirðinga, fundargerð 68. stjórnarfundar, 9.4.25

18. Heilbrigðisnefnd Vestfjarðasvæðis, fundargerð 152. fundar ásamt ársskýrslu 2024, 10.4.25

19. Hafnasamband Íslands, fundargerð stjórnarfundar nr. 472, 28.04.25 ásamt ársreikning 2024

20. Svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða, fundargerðir 15. og 16. fundar, 10.3.25 og 31.3.25

21. Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerðir 973., 974., 975., 976., 977. og 978 fundar stjórnar, 14.3.25, 19.3.25, 20.3.25, 4.4.25, 11.4.25 og 30.4.25

 

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

Þorgeir Pálsson

Grettir Örn Ásmundsson

Júlíana Ágústsdóttir

Matthías Sævar Lýðsson

Hlíf Hrólfsdóttir

 

Strandabyggð 9. maí

Þorgeir Pálsson oddviti

Laust starf í félagslegri liðveislu hjá Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps

06. maí 2025 | Heiðrún Harðardóttir

Starfsfólk óskast í félagslega liðveislu á starfssvæði félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps.

 

Um er að ræða hlutastörf á Drangsnesi, Reykhólum og  Hólmavík.

Markmið starfsins er að styðja við félagslega þátttöku og daglegt líf.


Laun eru samkvæmt kjarasamningum sambands íslenskra sveitarfélag og viðkomandi stéttarfélaga.


Upplýsingar eru veittar í síma 451-3510 og fyrirspurnir og umsóknir má einnig senda á felagsmalastjori@strandabyggd.is

Umsóknir sendist á Hlíf Hrólfsdóttur, félagsmálastjóra. Hafnarbraut 25.510 Hólmavík.


Laun eru samkvæmt samningum sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga

Við hvetjum áhugasama, óháð kyni og uppruna um að sækja um.

 

Umsóknarfrestur er til og með  18.maí 2025

 

Umsóknir ásamt fylgigögnum sendist Hlíf Hrólfsdóttur, félagsmálastjóra, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík.

 

Upplýsingar eru veittar í síma 451-3510 og fyrirspurnir og umsóknir má einnig senda á felagsmalastjori@strandabyggd.is

 

 

Laust starf í skammtímavistun Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps

06. maí 2025 | Heiðrún Harðardóttir

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps auglýsir eftir starfsfólki  í vaktavinnu í skammtímavistun og stuðningsþjónustu á Reykhólum. Mjög skemmtilegt og krefjandi starf í fallegu og rólegu umhverfi.


Starfshlutfall 50-100% og um er að ræða allar tegundir vakta.


Um framtíðarstörf er að ræða og stöður eru lausar strax eða eftir samkomulagi.


Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Aðstoð við þjónustunotendur til sjálfshjálpar og stuðla að þátttöku þeirra í samfélaginu
  • Aðstoða þjónustunotendur við athafnir daglegs líf og heimilishald
  • Setja sig inn í tjáningarform og sérstakar aðstæður þjónustunotenda
  • Fylgjast með andlegri og líkamlegri líðan þjónustunotenda og aðstoða við heilsufarslega þætti.
  • Vinnur eftir þjónustuáætlun í samvinnu við þjónustunotenda og yfirmann.

Hæfnikröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi er kostur
  • Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi, sveigjanleiki, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Íslenskukunnátta
  • Bílpróf
  • Hreint sakavottorð

Stöðurnar eru lausar strax eða eftir samkomulagi.

Laun eru samkvæmt samningum sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga

Við hvetjum áhugasama, óháð kyni og uppruna um að sækja um.

 

Umsóknarfrestur er til og með  18.maí 2025

 

Umsóknir ásamt fylgigögnum sendist Hlíf Hrólfsdóttur, félagsmálastjóra, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík.

 

Upplýsingar eru veittar í síma 451-3510 og fyrirspurnir og umsóknir má einnig senda á felagsmalastjori@strandabyggd.is

Verðfyrirspurn vegna leikskólalóðar

06. maí 2025 | Þorgeir Pálsson

Strandabyggð gerir hér með verðfyrirspurn vegna frágangs á leikskólalóð við leikskólann Lækjarbrekku á Hólmavík.  Verkið snýst um að leggja niður jarðvegsefni samkvæmt teikningu, helluleggja og steypa göngustíg samkvæmt teikningu, staðsetja leiktæki, sandkassa og geymsluskúr samkvæmt teikningu.

 

Öll gögn eru aðgengileg hjá VERKÍS og ber áhugasömum að hafa samand við Jóhann Birki Helgason, sími 898-3772.  Skilafrestur er 13.5 n.k. kl 16:00 og ber að skila tilboðum til Jóhanns Birkis Helgasonar, VERKÍS, netfang: jbh@verkis.is

 

Strandabyggð áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum eða taka því sem uppfyllir best væntingar og kröfur sveitarfélagsins.

Hreinsitækni á Hólmavík

06. maí 2025 | Heiðrún Harðardóttir
Í dag og á morgun, þriðjudag og miðvikudag, er bíll frá Hreinsitækni á svæðinu. 

Ef það er stífla eða trekki í fráveitu eða niðurföllum má hafa samband við Hreinsitækni. Einnig eru þeir með myndavél. 

Ef óskað er eftir aðstoð frá þeim þá má hringja í síma 841-0136.


Fleiri fréttir

Strandir.is - fréttir

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón