A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Menningarmálanefnd - 2. júní 2010

Fundur var haldinn í Menningarmálanefnd, miðvikudag 2. júní 2010, á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann klukkan 19:30. Mætt voru: Rúna Stína Ásgrímsdóttir, Jón Halldórsson, Jóhanna Ása Einarsdóttir, Salbjörg Engilbertsdóttir og Guðrún Guðfinnsdóttir varamaður. Jóhanna Ása ritaði fundargerð. Einnig mætti Kristín S. Einarsdóttir framkvæmdarstjóri Hamingjudaga og stjórnaði hún einnig fundi. 

 

Dagskrá fundarins:

 

1.    Gjörningur í félagsheimilinu

2.    Hamingjudagar

3.    Önnur mál

 

1. Séra Gunnar í Digranesi hefur spurst fyrir um hvort hægt sé að fá félagsheimilið endurgjaldslaust til að hafa gjörning. Gjörningurinn yrði opinn öllum og frítt inn. Er þetta hópur sem kemur og er með mótorhjólamessu fyrr um daginn. Mælir menningarmálanefnd með því að félagsheimilið verði lánað endurgjaldslaust fyrir þessa dagskrá.

 

2.  Hamingjudagar það sem er komið eða þarf að skoða nánar:

    A. Börnin: Kristín hefur leitað tilboða til hopp og skopp í sambandi við hoppukastala. Einnig hefur hún haft samband við starfsmann skemmtigarðsins sem benti henni á starfsmanninn sem sér um þetta hjá þeim. Starfsmaðurinn taldi að þeir tækju ekki fast verð heldur einungis innkomu.

    B. Afþreying: Go kart og paintball fólk er ekki tilbúið að koma, þar sem að kostnaðurinn væri of mikill miðað við innkomu.

   C.  Hamingjulagið var valið á tónleikum tónskólans 18. maí sl. Ekki er búið að taka upp Kristín ætlar að hafa samband við sigurvegarann og ýta á eftir því að fara með lagið í upptökur.

   D.  Hljóðkerfi:  Ákveðið hefur verið að kaupa hljóðkerfi. Var ódýrara tilboðinu tekið, tvö tilboð höfðu borist, en þó með fyrirvara. Var ákveðið að kaupa hljóðkerfi ef það næðist að koma því hingað fyrir hamingjudaga. Bjarna falið að klára dæmið, er í einhverji bið. Þurfum að vita um málið sem fyrst ef þarf að leigja hljóðkerfi. Verður hægt að láta okkar gamla kerfi duga ef til kemur, samkvæmt upplýsingum frá hljóðmanni.

    E.  RUV: Er einungis með beinar útsendingar á hátíðum þar sem eru gerðir stórir auglýsingapakkar, Kristín fékk tilboð upp á 400.000 frá þeim.

   F.  Leyfi: Skemmtana- og varðeldsleyfi er í eðlilegum farvegi. Verið er að bíða eftir gæslulista björgunarsveitar þar sem að leyfi kemur ekki fyrr en kennitölur gæslumanna liggja fyrir.

   G.  Leikfélagið: Engin svör fengist frá formanni. Stjórnarfundur hjá þeim á morgun, þá skýrast málin. Möguleg formannsskipti framundan þar. Verið að skoða sagnatjald og búningaleiga fyrir furðufataballið.

   H.   Gúppakonan: Rut Ingólfsdóttir, hefur ekki náðst í hana. Kristín ætlar að halda áfram að reyna.

   I.    Deep purple: Er í farvegi, á einungis eftir að ákveða hverjir selja inn og eru í gæslu. 

   J.  Ljósmyndasýning: Ljósmyndasýning vegna 100 ára afmælis skólahalds á Hólmavík. Er mjög áhugavert. Kristín hefur sett sig í samband við Jón Jónsson sem vill hugmyndir um rými sem er verið að spá í undir sýninguna og umfang sýningarinnar í heild. Eðlilegast að sýningin yrði upp í grunnskóla, þar eru listar sem hafa verið settir upp í tengslum við aðrar sýningar á hamingjudögum. Væri mjög gaman að gera þetta, talið að of stuttur tími sé núna. Væri gaman að gera sýninguna klára í sumar og opna hana í haust á afmælinu sjálfu, hægt væri síðan að hafa hana opna á hamingjudögum næsta ár.

    K.      Hrynsmiðja: Arnar er til í hrynsmiðju. Ætlar að senda Kristínu nánari útfærslu á því þegar nær dregur. Arnar er ekki til í hagyrðingakvöld að sinni.

    L.       Leiktæki:  Eitthvað af leiktækjunum er komið á svæðið við galdrasýninguna en það vantar hluta af þeim ennþá. Ekki er vitað hvar allt er, þarf að ganga í málið og klára uppsetninguna.

   M.    Kassabílar: Hafþór tilbúinn.

   N.  Miðill:  Sú sem var í fyrra er upptekin. Hún hefur sett sig í samband við starfsfélaga til að athuga um áhuga annarra.

   O.     Seeds fólk:  Staðan er svolítið óljós.  Virðist vera í einhverji upplausn og enginn virðist vita neitt um málið. Það er enginn starfsmaður sem er að halda utan um komu þessa hóps. Ekki vitað hvort þau koma, hvar þau eiga þá að vera, hvað þau eiga að gera og hver á að vera umsjónarmaður.

   P.    Tónlistarfólk: Komið að því að herja á tónlistarfólk á svæðinu. Kristín ætlar að senda bréf á tónlistarfólkið eins og í fyrra. Hefur rætt við Bjarna um að fá atriði úr tónskólanum.

   R. Buff:  Allt of dýrt og tilboði frá Bros hafnað.

   S. Límmiðar:   Fáum tilboð í það á morgun. Tilboðið er frá Merkjalandi.

   T.  Veifur:  Er að bíða eftir tilboði frá Bros í veifur til að festa á ljósastaurana í stað blómanna. Hefur verið beint til vinnuskólans að gera veifur til að skreyta með við vigtarskúrinn og hafnarsvæðið. Semja við Félag eldri borgara eða Kvenfélagið um að gera veifur fyrir þetta svæði. Ákveðið að senda fyrirspurn til Félags eldri borgara fyrir aðalfund þeirra.

   U. Fiskmarkaðurinn: Allt klárt þar.

   V. Sölubásar:  Lions hefur haft samband og vill fá sölubás.

                        Karlotta Kristín Árnadóttir hefur óskað eftir sölubás til að selja skartgripi.

   W.  Kökumálið stóra:  Kristín ætlar að setja inn auglýsingu um hamingjukökurnar og minna fólk á að þær megi ekki móðgast þó enginn biðji þær formlega að baka.

   X.   Íbúafundur og súpuveislur: Lagt til að yrðu haldnir hverfafundir. Hafa þá sem fyrst og kjósa þar hverfisstjóra. Kristín leggur til 9., 10., 14. og 15. júní og þá einn í hverju hverfi.

   Y.   Viðurkenningar:  Lagt til að veita viðurkenningar fyrir vel unnin störf að menningarmálum, verðlaun verði afhent á hamingjudögum. Ákveðið að auglýsa strax á morgun á Strandir.is og Strandabyggd.is, eftir tilnefningum. Athuga hvort að Hafþór eigi einhvern verðlaunagrip og Inga Emils geri viðurkenningarskjal.

   Þ.    Bolir:  Ef bolirnir fara í sölu í upplýsingamiðstöðinni þá mun Strandagaldur leggja prósentur ofan á verðið. Trúlegast betra að reyna að selja þetta upp í íþróttamiðstöð á tilboðsverði í þeirri von að losna við þá, þar sem að bolirnir yrðu orðnir of dýrir ef þeir yrðu seldir í Upplýsingamiðstöð.

   Æ.   Leikskólinn:  Sýning leikskólans verður í íþróttamiðstöðinni líkt og í fyrra. Verður sennilegast sett upp í næstu viku.

   Ö.      Heit endurnýjuð:  Jón og Svanný hafa ekki gefið svar hvort þau vilji endurnýja heitin á hamingjudögum. Ákveðið að senda inn beiðni á aðalfund eldri borgara hvort mögulegt sé að einhver úr þeirra röðum sé tilbúinn í þetta.

 

3. Önnur mál:

      - Skiltamál: Jón minnir á pening sem er til. Það eru styrkir sem fengust úr pokasjóði til að vinna upplýsingaskilti fyrir ferðamenn. Þarf að ganga í málið og eyða peningunum í eitthvað viturlegt.

 

-     Næsti fundur:  Ákveðið að halda fund aftur 21. júní, klukkan 17:00.    

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:40.

 

Kristín Sigurrós Einarsdóttir (sign)    
Jón Halldórsson (sign)

Guðrún Guðfinnsdóttir (sign)           
Rúna Stína Ásgrímsdóttir (sign)    

Jóhanna Ása Einarsdóttir (sign)   
Salbjörg Engilbertsdóttir (sign)

ATH: Fundargerðin var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar 15. júní 2010.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón