A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur 1345 í Strandabyggđ 9.maí 2023

Sveitarstjórnarfundur nr. 1345 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 9. maí 2023 kl. 16:00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík. Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn: Þorgeir Pálsson, Jón Sigmundsson, Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir, Matthías Sævar Lýðsson og Hlíf Hrólfsdóttir. Salbjörg Engilbertsdóttir skrifstofustjóri sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.

Fundardagskrá er svohljóðandi:

1. Ástand Grunnskólabyggingar – til afgreiðslu
2. Tilboð í drenlögn við grunnskólann – til afgreiðslu
3. Húsnæðisáætlun Strandabyggðar – til afgreiðslu
4. Ársreikningur Byggðasamlags málaefna fatlaðra á Vestfjörðum 2022 – drög til kynningar
5. Ársreikningur Félagsþjónustu Stranda- og Reykhólahrepps – til kynningar
6. Húnaþing Vestra, breyting á aðalskipulagi – til kynningar
7. Tómstunda, íþrótta- og menningarnefnd fundargerð frá 24. apríl 2023 – til kynningar og afgreiðslu
8. Velferðarnefnd Stranda- og Reykhóla, fundargerð frá 26.apríl 2023 til kynningar og afgreiðslu
9. Umhverfis- og skipulagsnefnd, fundargerð frá 3. maí 2023 – til kynningar og afgreiðslu
10. Forstöðumannaskýrslur v. apríl – til umræðu og kynningar
11. Vinnuskýrsla sveitarstjóra v. apríl – til umræðu og kynningar
12. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða fundargerð nr. 143 frá 3. maí 2023 ásamt ársskýrslu – til kynningar
13. Samband sveitarfélaga fundargerð nr. 925 frá 28. apríl 2023 – til kynningar
14. Hafnasamband sveitarfélaga fundargerð nr. 452 frá 19. apríl 2023 – til kynningar
15. Samtök sjávarútvegsfyrirtækja fundargerð nr. 72 frá 19. apríl 2023 – til kynningar


Þorgeir Pálsson oddviti bauð fundarmenn velkomna og spurði hvort athugasemdir væru við fundarboðið.


A-listinn gerir athugasemd við fundarboðið og óskar eftir að samþykkt verði eftirfarandi afbrigði:


„Hér með óskar A-listinn að tekið verði á dagskrá sveitarstjórnarfundar 1345:

Umsókn um framlengingu á verkefninu Sterkar Strandir.“

Oddviti tekur til máls og útskýrir að gert verði ráð fyrir að umsóknarferlið, samkvæmt ráðleggingum Byggðastofnunar, fari í gang síðsumars.


Matthías Lýðsson tekur fram að þar sem sumarleyfi séu framundan þá þurfi að vinna þetta hratt og vel en kallar eftir því að afbrigðið verði samþykkt og greidd verði um það atkvæði.


A-listi leggur fram eftirfarandi bókun:


„Enn einu sinni hefur meiri hluti T-lista brotið á rétti sveitarstjórnarmanna A-lista með því að neita að taka mál á dagskrá fundarins, sem barst 6 dögum fyrir sveitarstjórnarfund. Oddviti sagðist hafa dagskrárvaldið og hann geti ákveðið hvaða mál verði á dagskrá sveitarstjórnarfunda án tillits til óska annarra sveitarstjórnarmanna. Nú hafa sveitarstjórnarmenn T-lista staðfest þessa ákvörðun oddvita sveitarfélagsins. Eftir að oddviti vitnaði til að hann hefði álit lögfræðings sveitarfélagsins á þessu atriði ákváðu sveitarstjórnarmenn A-lista að fá þetta staðfest frá Birni Jóhannessyni, hæstarréttarlögmanni. Í niðurstöðu Björns segir: „Hver og einn sveitarstjórnarmaður á rétt á því að mál sé sett á dagskrá sveitarstjórnarfundar enda séu uppfyllt eftirtalin skilyrði: 1) málið falli undir verksvið sveitarstjórnar og varði hagsmuni þess eða verksvið. 2) ósk þar að lútandi hafi borist framkvæmdastjóra sveitarfélagsins skriflega a.m.k. þremur sólarhringum fyrir fund. Víkja má frá þessu ef 2/3 hluti fundarmanna á fundi sveitarstjórnar samþykkja að málið sé tekið fyrir á viðkomandi fundi.“ Það er því alveg skýrt að með því að neita sveitarstjórnarmönnum að setja mál, löglega fram borin, á dagskrá sveitarstjórnarfundar brjóta oddviti og meirihluti T-lista sveitarstjórnarlög nr. 138/2011 og samþykktir um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins Strandabyggðar.“


Strandabandalagið leggur fram eftirfarandi bókun:


„Sífeldar aðdróttanir A lista um brot oddvita á sveitarstjórnarlögum varðandi dagskrá sveitarstjórnarfunda, eru með öllu ólíðandi. Oddviti hvetur fulltrúa A lista í sveitarstjórn til að láta af þessari hegðan, amk svo lengi sem ekki eru lagðar fram staðfestingar á lögbrotum. Oddviti hvetur fulltrúa A lista einnig til að kynna sér vel grein 10 í samþykktum um stjórn og fundarsköp Strandabyggðar, en þar kemur skýrt fram að það er oddviti sem ákveður dagskrá funda. Eins eru fulltrúar A lista hvattir til að leita lögfræðilegs álits, máli sínu til stuðnings. Frekari órökstuddum aðdróttunum í garð oddvita um þetta mál, verður mætt með aðstoð lögfræðinga.

Varðandi umsókn um framlengingu á verkefninu Sterkar Strandir, þá hefur það legið fyrir allan tímann, allt frá fundi með formanni verkefnastjórnar 6. mars sl. að Strandabandalagið styður umsókn um framhald samningsins og er þar algerlega samstíga A lista. Þessi ágreiningur snýst því að því er virðist, aðeins um skipulag dagskrár, nýtingu tíma á sveitarstjórnarfundum og að farið sé að ráðleggingum formanns verkefnastjórnar Sterkra Stranda.“


Oddviti telur þar með að umfjöllun um dagskrána sé lokið ef ekki eru fleiri athugasemdir við dagskrá.


Þá var gengið til dagskrár:


1. Húsnæðismál Grunnskólans og framtíðarlausnir – Til afgreiðslu
Oddviti sagði frá því að úthlutað hefði verið úr Fiskeldissjóði vegna umsóknar Strandabyggðar um kaup á færanlegum skólastofum og hljóðaði úthlutun upp á ríflega 24.000.000. Oddviti fór yfir stöðu mála samkvæmt minnisblaði.
Strandabandalagið leggur fram eftirfarandi tillögur:

1. Gerður verði verksamningur við VERKÍS á Ísafirði um ráðgjöf varðandi verkefnastjórn og hönnun yngri hluta grunnskólans
2. Kallað verði eftir verðhugmyndum meðal verktaka á svæðinu á viðgerð eða nýsmíði glugga, samkvæmt mati verktaka og VERKÍS
3. Kallað verði eftir verðhugmyndum meðal verktaka á svæðinu á innkaupum eða nýsmíði innihurða, samkvæmt mati VERKÍS
4. Kallað verði eftir verðhugmyndum meðal verktaka á svæðinu um niðurrif og lokun milligangs sem tengir eldri og yngri hluta grunnskólans
5. Gerð verði þarfa- og kostnaðargreining varðandi hitalagnir í gólf, varmadælur, gólfefni og frágang í samráði við VERKÍS. Í framhaldinu verði kallað eftir verðhugmyndum sem byggja á þessari greiningu
6. Kallað verði eftir verðhugmyndum meðal verktaka á svæðinu í málun yngri hlutans
7. Kallað verði eftir verðhugmyndum meðal verktaka á svæðinu í uppsetningu kerfislofts í yngri hlutanum.

Frekari verkþættir eru í mótun, og taka mið af ástandi byggingarinnar. Verður leitað verðhugmynda í þá á síðari stigum. Allir þessir verkþættir byggja á samningi við VERKÍS um verkefnstjórnun.

Matthías vill taka fram ánægju sína með úthlutun úr Fiskeldissjóði. Jafnframt vill hann taka fram að hann hafi stutt það, að gengið yrði lengra í endurbótum á grunnskólahúsnæðinu en upphafleg áætlun hljóðaði upp á.

Sveitarstjóra er falið að koma öllum tillögum í framkvæmd.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða þessar tillögur.

2. Tilboð í drenlögn við grunnskólann – til afgreiðslu
Tvö tilboð bárust frá verktökum á svæðinu. Oddviti leggur til að gengið verði til samninga við Bjart ehf. sem er með lægra tilboðið. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða.

3. Húsnæðisáætlun Strandabyggðar – til afgreiðslu
Oddviti rakti stöðuna. Áætluninni hefur verið skilað inn. Hér er um að ræða áætlun sem þarf að endurmeta árlega. Erfitt er að áætla margar breytur en hún ætti þó að gefa vísbendingar um þróun húsnæðismála í Strandabyggð.
Sveitarstjórn staðfestir Húsnæðisáætlun Strandabyggðar samhljóða.

4. Ársreikningur Byggðasamlags málaefna fatlaðra á Vestfjörðum 2022 – drög til kynningar
Oddviti rakti stöðu mála og ástæður tafa. Framundan er síðan endanlegt uppgjör vegna niðurlagningar Byggðasamlagsins. Lagt fram til kynningar.

5. Ársreikningur Félagsþjónustu Stranda- og Reykhólahrepps – til kynningar
Ársreikningurinn lagður fram til kynningar.

6. Húnaþing Vestra, breyting á aðalskipulagi – til kynningar
Lagt fram til kynningar.

7. Tómstunda, íþrótta- og menningarnefnd fundargerð frá 24. apríl 2023 – til kynningar og afgreiðslu
Oddviti gaf formanni TÍM nefndar orðið. Formaður rakti einstök mál fundarins. Hlíf tekur fram að gott væri ef hægt væri að bjóða upp á hádegisgæslu fyrir börn sem þess þurfi á sumarnámskeiðum.
Varðandi lið 5, önnur mál: Frístundastyrkir. Oddviti tekur fram að rétt sé að skoða vel tillögurnar um frístundastyrki og kalla eftir tillögum formanns TÍM nefndar og íþrótta- og tómstundafulltrúa og þær verði bornar saman við tillögur A-lista.
Matthías tekur fram að gott væri að skoða framkvæmd frístundastyrkja í öðrum sveitarfélögum.
Tillaga varðandi lið 5 er samþykkt samhljóða af sveitarstjórn og fundargerðin er lögð fram til kynningar að öðru leiti.

8. Velferðarnefnd Stranda- og Reykhóla, fundargerð frá 26.apríl 2023 til kynningar og afgreiðslu
Oddviti gaf formanni VEL nefndar orðið. Formaður rakti einstök mál fundarins. Oddviti bætir við að beiðni Strandabyggðar inn í Velferðarþjónustu Skagafjarðar hafi verið hafnað og því hafi umsókn verið send til Velferðarþjónustu Vestfirðinga sem tekin verði fyrir á næstu vikum. Strandabyggð er með frest út maí til að tryggja þjónustu á sviði barnaverndar og málefna fatlaðra. Farsældarrútan kemur 10. maí til að kynna nýju farsældarlögin.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

9. Umhverfis- og skipulagsnefnd, fundargerð frá 3. maí 2023 – til kynningar og afgreiðslu
Oddviti gaf formanni US nefndar orðið. Formaður rakti einstök mál fundarins.
Vegna liðar 1, byggingarleyfi á Nauteyri – seiðaeldisstöð. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða.
Vegna liðar 2, byggingarleyfi á Nauteyri – dæluhús. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða.
Vegna liðar 3, byggingarleyfi á Nauteyri – spennistöð. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða.
Vegna liðar 4, umsókn um niðurrif og byggingarleyfi að Kópnesbraut 6. Sveitarstjórn samþykkir tillögur US nefndar varðandi niðurrif og byggingarleyfi og felur sveitarstjóra að kalla eftir umsögn Heilbrigðiseftirlits. Samþykkt samhljóða.
Varðandi breytingu á akstursleið samþykkir sveitarstjórn að vísa tillögunni til aðalskipulagsvinnu. Samþykkt samhljóða
Vegna liðar 5, umsókn um lóð í landi Stakkaness. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða.
Vegna liðar 6, umsókn um byggingarleyfi, breytt útlit að Miðtúni 7. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða.
Vegna liðar 7, málun gangbrautar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða.
Vegna liðar 8, umsókn um gerð flóttaleiðar í grunnskólanum á Hólmavík. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða.
Vegna liðar 9, stofnun lóðar við Víkurtún. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða.
Vegna liðar 10, byggingarleyfi í Víkurtúni. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða.
Vegna liðar 11, önnur mál:
11.a Umsókn um uppsetningu á starfsmannaíbúðum á Nauteyri. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða.
11.c hreinsun gatna. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða.
Að öðru leiti er fundargerðin lögð fram til kynningar.

10. Forstöðumannaskýrslur v. apríl – til umræðu og kynningar
Lagðar fram til kynningar. Sveitarstjórn þakkar forstöðumönnum og öllum starfsmönnum fyrir vel unnin störf sem oft eru unnin í miklu álagi og í manneklu.


11. Vinnuskýrsla sveitarstjóra v. apríl – til umræðu og kynningar
Lögð fram til kynningar.

12. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða fundargerð nr. 143 frá 3. maí 2023 ásamt ársskýrslu – til kynningar
Lögð fram til kynningar.

13. Samband sveitarfélaga fundargerð nr. 925 frá 28. apríl 2023 – til kynningar
Lögð fram til kynningar.

14. Hafnasamband sveitarfélaga fundargerð nr. 452 frá 19. apríl 2023 – til kynningar
Lögð fram til kynningar.

15. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga fundargerð nr. 72 frá 19. apríl 2023 – til kynningar
Lögð fram til kynningar.


Fleira ekki fyrirtekið, fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 17.45


Þorgeir Pálsson (sign)
Jón Sigmundsson (sign)
Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir (sign)
Matthías Sævar Lýðsson (sign)
Hlíf Hrólfsdóttir (sign)

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón