A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis- og skipulagsnefnd fundur 3. maí 2023

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar miðvikudaginn 3. maí 2023, kl. 17:00 í Hnyðju, Höfðagötu 3, á Hólmavík.

Fundinn sátu: Matthías Sævar Lýðsson formaður, Ragnheiður Hanna Gunnarsdóttir, Þröstur Áskelsson, Atli Már Atlason, Guðrún Elínborg Þorvaldsdóttir, Þorsteinn Óli Viðarsson, áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs og Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi og ritar hann fundargerð.


Dagskrá fundarins er eftirfarandi:


1. Umsókn um byggingarleyfi á Nauteyri – Seiðaeldisstöð, umsækjandi er Háafell ehf.
Umhverfis og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umsóknina.


2. Umsókn um byggingarleyfi á Nauteyri – Dæluhús, umsækjandi er Háafell ehf.
Umhverfis og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umsóknina.


3. Umsókn um byggingarleyfi á Nauteyri – Spennistöð, umsækjandi er Háafell ehf.
Umhverfis og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umsóknina.


4. Umsókn um niðurrifs- og byggingarleyfi á Kópnesbraut 6, ásamt ósk um breytta stefnu vegar, umsækjendur eru Sveinn I. Pálsson og Ágústa K. Ragnarsdóttir.
Umhverfis og skipulagsnefnd beinir því til við sveitarstjórn að heimila niðurrif bílskúrs á Kópnesbraut 6, að fenginni umsögn Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða.

Umhverfis og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingu nýs bílskúrs á Kópnesbraut 6, þegar fullnægjandi gögnum hefur verið skilað inn til byggingarfulltrúa.

Umhverfis og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillögu um götuna um Kópnesbraut, verði vísað til umfjöllunar í aðalskipulagsgerð Strandabyggðar.


5. Umsókn um stofnun lóðar á Stakkanesi, umsækjandi er Eggert S. Kristjánsson.
Umhverfis og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umsóknina.


6. Umsókn um byggingarleyfi, breytt útlit – Loka svölum vegna leka að Miðtúni 7, umsækjendur eru Jón T. Guðlaugsson og Hrafnhildur Þorsteinsdóttir.

Umhverfis og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið.


7. Málun gangbrautar við Höfðatún, umsækjandi er Strandabyggð.
Umhverfis og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að verða við erindinu hið fyrsta og taka til skoðunar nýjar gangbrautir á Hólmavík.


8. Umsókn um gerð flóttaleiðar í grunnskólanum á Hólmavík, umsækjandi er Strandabyggð.
Umhverfis og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið.


9. Stofnun lóðar – Víkurtún 19 – 25, umsækjandi er Strandabyggð
Umhverfis og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ráðist verði í skipulagsbreytingu, að breyta opnu svæði í íbúðarhúsabyggð. Jafnhliða verði farið í grenndarkynningu og íbúum kynnt fyrirliggjandi gögn.


10. Umsókn um byggingarleyfi í Víkurtúni – Raðhús, umsækjandi er Landsbyggðarhús.
Umhverfis og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að byggingarleyfi verði ekki gefið út fyrr en undangenginni skipulagsbreytingu og grenndarkynningu.


11. Önnur mál.
a. Umsókn um uppsetningu á starfsmannabúðum á Nauteyri, umsækjandi er Háafell ehf.
Umhverfis og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umsóknina og felur byggingarfulltrúa að afgreiða málið.

b. Landmótun sendir til sveitarfélagsins tillögur um hönnun leikskólalóðar, lagt fram til kynningar.

c. Umhverfis og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að sópa verði göturnar sem fyrst, til að ásýnd þorpsins verði snyrtilegri.


Fundi slitið kl 18:53

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón