A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggđar 1257 - 14. febrúar 2017

Fundur nr.  1257 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 14. febrúar 2017 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Auk Jóns Gísla sátu fundinn  Ásta Þórisdóttir (J) , Ingibjörg Emilsdóttir(J),  Jóhann Björn Arnrímsson (E) og Haraldur V. A. Jónsson (F). Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð. 

 

Jón Gísli leitar afbrigða við dagskrá og óskar eftir því að fjallað verði um fundargerð Ungmennaráðs Strandabyggðar frá 31/1/2017 undir dagskrárlið 12 og er það samþykkt samhljóða.  Einnig er leitað afbrigða við dagskrárlið 5 en þar var auglýst áður samþykkt fundargerð. Rétt fundargerð er frá fundi svæðisskipulagsnefndar DRS frá 11/1/2017 og er hún lögð fram í upphafi fundar og samþykkir sveitarstjórn að fjalla um hana á fundinum í dag.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 1. Erindi frá Félagsmálastjóra Stranda og Reykhólahrepps, varðar námskeiðið Uppeldi sem virkar, færni til framtíðar og mögulegur afláttur af leikskólagjöldum, dagsett 30/1/2017
 2. Samþykkt vinnufundar sveitarstjórnar varðandi seinni áfanga viðbyggingar við Leikskólann Lækjarbrekku á Hólmavík, frá 19/1/2017
 3. Undirbúningur og samþykkt sveitarstjórnar vegna stofnununar B-hlutafyrirtækis í tengslum við ljósleiðara í Strandabyggð – Veitustofnun Strandabyggðar
 4. Skýrsla sveitarstjóra og forstöðumanna fyrir desember 2016 og janúar 2017
 5. Fundargerð skjáfundar svæðisskipulagsnefndar DRS og Alta frá 13/12/2016
 6. Fundargerð 390. Fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands
 7. Fundargerðir stjórnar FV frá 14/12/2016 og  24/1/2017
 8. Fundargerð Samráðsvettvangs sveitarfélaga á Vestfjörðum frá 25/1/2017
 9. Fundargerð Fræðslunefndar frá 7/2/2017
 10. Fundargerðir Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 9/1/2017 og 9/2/2017
 11. Fundargerð Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefndar frá 9/2/2017
 12. Afbrigði: Fundargerð Ungmennaráðs frá 31/1/2017

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

 1. Erindi frá Félagsmálastjóra Stranda og Reykhólahrepps, varðar námskeiðið Uppeldi sem virkar, færni til framtíðar og mögulegur afsláttur af leikskólagjöldum, dagsett 30/1/2017

  María Játvarðardóttir félagsmálastjóri kynnir námskeiðið Uppeldi sem virkar, færni til framtíðar. Sveitarstjórn þakkar Maríu fyrir kynninguna og fjallar um erindið.  Sveitarstjórn leggur til að útfærslan verði þannig að námskeiðið verði haldið og foreldrum boðið gjaldfrjálst á námskeiðið en ekki verði veittur afsláttur af leikskólagjöldum.
 2. Samþykkt vinnufundar sveitarstjórnar varðandi seinni áfanga viðbyggingar við Leikskólann Lækjarbrekku á Hólmavík, frá 19/1/2017

  Jón Gísli Jónsson og Haraldur V. A. Jónsson víkja af fundi og Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir tekur sæti Haraldar.

  Sveitarstjórn staðfestir samþykkt vinnufundar frá 19/1/2017.

  Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir  víkur af fundi og Jón Gísli Jónsson og Haraldur V. A. Jónsson taka sæti sín á ný.

 3. Undirbúningur og samþykkt sveitarstjórnar vegna stofnununar B-hlutafyrirtækis í tengslum við ljósleiðara í Strandabyggð – Veitustofnun Strandabyggðar

  Sveitarstjórn fjallar um erindið.
  Sveitarstjórn Strandabyggðar telur aðgang íbúa sveitarfélagsins að háhraða nettengingu vera þjónustu sem hefur almenna, efnahagslega þýðingu. Vegna þessa samþykkir sveitarstjórnin, með vísan til ákvörðunar framkvæmdastjórnarinnar frá 20. desember 2011 um beitingu 2. mgr. 106. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins gagnvart ríkisaðstoð í formi bóta til tiltekinna fyrirtækja sem veita opinbera þjónustu sem hefur almenna efnahagslega þýðingu (2012/21/ESB), sem tekin var upp í EES-samninginn og aðlöguð að honum með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 66/2012 frá 30. mars 2012, eftirfarandi vegna fyrirhugaðrar lagningar ljósleiðara í sveitarfélaginu:
  Fyrirtækið sem sveitarstjórnin felur að annast lagningu ljósleiðara í Strandabyggð mun heita Veitustofnun Strandabyggðar. Veitustofnun Strandabyggðar verður rekið sem deild innan sveitarfélagsins og því alfarið á ábyrgð sveitarfélagsins. Sveitarstjórnin skal hafa yfirumsjón með Veitustofnun Strandabyggðar.
  Bókhaldi Veitustofnunar Strandabyggðar skal halda aðskildu frá bókhaldi sveitarfélagsins með skýrum hætti. Sveitarstjórnin skal fylgjast með rekstri, bókhaldi og fjárhagsstöðu verkefnisins. Í samræmi við góðar reikningsskilavenjur skal fara fram árleg endurskoðun á bókhaldi verkefnisins.
  Ljósleiðarakerfið verður alfarið í eigu sveitarfélagsins.
  Inntak hinnar opinberu þjónustu sem Veitustofnun Strandabyggðar er ætlað að framkvæma og veita, er að tengja heimili, fyrirtæki og sumarhús í sveitarfélaginu, sem svo kjósa, við ljósleiðaranet (FTTH, e. Fiber To The Home) og mun gera öllum íbúum sveitarfélagsins mögulegt að hafa aðgang að háhraða ljósleiðaratengingu a.m.k. næstu 25 árin. Það svæði sem verkefnið tekur til skal vera afmarkað við sveitarfélagið Strandabyggð.
  Engin sérstök réttindi eða einkaréttindi verða veitt vegna verkefnisins. Framkvæmdastjóri og prókúruhafi Veitustofnunar Strandabyggðar verður sveitarstjóri Strandabyggðar,  Andrea K. Jónsdóttir, kt. 070766-3299

  Samþykkt samhljóða.
   
 4. Skýrsla sveitarstjóra og forstöðumanna fyrir desember 2016 og janúar 2017

  Skýrsla lögð fram til kynningar.

 5. Fundargerð skjáfundar svæðisskipulagsnefndar DRS og Alta frá 13/12/2016

  Fundargerð skjáfundar svæðisskipulagsnefndar var áður samþykkt 10/1/2017. Nú er tekin fyrir fundargerð svæðisskipulagsnefndar frá 11/1/2017 og um hana fjallað.  Fundargerð lögð fram til samþykktar og er hún samþykkt samhljóða.

 6. Fundargerð 390. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands

  Fundargerð lögð fram til kynningar.

 7. Fundargerðir stjórnar FV frá 14/12/2016 og  24/1/2017

  Fundargerð lögð fram til kynningar.

 8. Fundargerð Samráðsvettvangs sveitarfélaga á Vestfjörðum frá 25/1/2017

  Fundargerð lögð fram til kynningar.

 9. Fundargerð Fræðslunefndar frá 7/2/2017

  Varðandi liði tvö og þrjú þá samþykkir sveitarstjórn að gengið verði til samninga við Tröppu vegna hlutverks fræðslustjóra.

  Varðandi lið fjögur þá mun sveitarstjórn fara yfir umbótaáætlun og verður hún lögð fram til samþykktar á næsta fundi sveitarstjórnar.

  Varðandi lið átta þá samþykkir sveitarstjórn að auglýsa núverandi skólabíl til sölu.

  Fundargerð lögð fram til samþykktar og samþykkt samhljóða.

 10. Fundargerðir Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 9/1/2017 og 9/2/2017

  Varðandi lið 5 í fundargerð frá 8/2/2017 þá óskar sveitarstjórn eftir nánari tillögum að útfærslum á skipulagsbreytingum á tómstundasviði sem lagðar verða fyrir næsta sveitarstjórnarfund.

  Fundargerðir lagðar fram til samþykktar og samþykktar samhljóða.

 11. Fundargerð Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefndar frá 9/2/2017

  Fundargerð lögð fram til samþykktar og samþykkt samhljóða.

 12. Afbrigði: Fundargerð Ungmennaráðs fá 31/1/2017

  Fundargerð lögð fram til samþykktar og samþykkt samhljóða


Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 18:36

 

 

Ásta Þórisdóttir

Haraldur V.A. Jónsson

Jóhann Björn Arngrímsson

Ingibjörg Emilsdóttir

Jón Gísli Jónsson

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón