A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fræðslunefnd - 7. febrúar 2017

Fundur var haldinn hjá fræðslunefnd Strandabyggðar þann 7. Febrúar 2017 og hófst hann kl. 17.00  í Hnyðju.

 

Mætt voru:  Frá fræðslunefnd Ingibjörg Benediktsdóttir, Sólrún Jónsdóttir, Sigríður G. Jónsdóttir, Egill Victorsson og Ingibjörg Siguraðrdóttir og Birna Karen Bjarkadóttir fulltrúi ungmennaráðs. Frá leikskóla fulltrúi foreldra, Hrefna Guðmundsdóttir, Berglind Maríusdóttir fulltrúi starfsmanna og Aðalbjörg Sigurvaldadóttir leikskólastjóri.

Fulltrúar Grunnskóla mættu kl 17:45 Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri, Hrafnhildur Þorsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna og Jóhanna Hreinsdóttir fulltrúi foreldra.

 

Dagskráin er svohljóðandi:

 

Málefni leikskóla:

  1. Ársskýrsla leikskólans
    Ársskýrslan er kynnt ásamt athugasemdum foreldraráðs. Engar athugasemdir voru gerðar við skýrsluna að svo stöddu.

  2. Trappa fræðslustjóri
    Formaður segir frá fundi sem var haldin með starfsmönnum Tröppu í janúar um fræðsluráðgjöf. Fulltrúar leiksólans vilja að gerður verði samningur viðTröppu um ráðgjöf. Fræðslunefnd tekur undir það.

    Önnur mál leiksóla:
    a).  Frá 11. ágúst 2016 - 7. febrúar 2017 eru 127,5 vinnudagar. Fjarvistir og veikindi starfsmanna (ferðir til sérfræðinga og vegna veikinda barna) eru 134 vinnudagar. Aðalbjörg telur að sú staða sé komin upp að nú verði að fara að loka deildum tímabundið til að bregðast við auknu álagi starfsfólks. Hún telur að ekki sé hægt að halda uppi hefðbundnu skipulögðu starfi með núverandi fyrirkomulagi.
    Fræðslunefnd telur að bregðast þurfi við þessu ástandi strax.

    Fulltrúar leikskóla víkja af fundi kl 17:49

    Málefni grunnskóla: 
    Fulltrúar grunnskóla mæta kl 17:50

  3. Trappa fræðslustjóri
    Skólastjóri segir frá fundum sem voru haldnir með fulltrúum Tröppu í janúar. Einnig funduðu fulltrúarnir með kennurum. Trappa býður upp á ráðgjöf sem fræðslustjóri gerir. Það er aðstoð við lagalegt umhverfi skóla ásamt aðstoð og uppsetningu á verkefnum. Einnig býður Trappa upp á ráðgjöf fyrir fræðslunefndir og sveitarstjórnir.

    Fulltrúar Grunnskólans leggja til að gerður verði samningur við Tröppu. Fræðslunefnd tekur undir það.
     
  4. Umbótaáætlun 2011/2014
    Skólastjóri segir frá umbótaáætlun sem reglulega hefur verið farið yfir og endurskoðuð. Þar eru verkefni sem hafa verið kláruð og ný komið inn. Nú sé tími til komin að endurskoða og gera nýja áætlun.

    Ný umbótaáætlun gæti verið eitt af verkefnum fræðslustjóra Tröppu.

    Samkvæmt bréfi Menntamálaráðuneytisins 12. október sl. er farið fram á að sveitarfélagið staðfesti að verkefnum umbótaáætlunar sé lokið. Fræðslunefnd leggur til að sveitarstjórn geri bókun um verklok áætlunarinnar og sendi til ráðuneytisins.

  5. Bókun 1 vegna kjarasamninga kennara
    Bókunin gengur út á að skoða starfsumhverfi kennara. Til þess eru kallaðir til skólastjórnendur, kennarar og fulltrúi sveitarstjórnar. Það á að fara í gegnum alla þætti vinnuskipulags kennara. Það gengur út á að sveitarstjórn komi með umbótaáætun upp úr þessari vinnu. Formaður fræðslunefndar og sveitarstjóri hittu kennara á fundi í byrjun janúar og þar var bókunin rædd.

  6. Samræmd próf 2017
    Sæmræmd próf eru 7.-10. mars. Fyrirkomulag prófana hefur breyst þannig að prófin skiptast í hluta. Prófin verða tekin á tölvu eins og gert var í haust.

  7. Landsbyggðin lifir kynning á verkefni
    Nemendur Grunnskólans á unglingastigi tóku þátt í verkefni sem haldið var á vegum Landsbyggðin lifir. Verkefnin áttu að fjalla um hvernig hægt er að bæta samfélagið á landsbyggðinni. Gaman er að segja frá því að tvö verkefni frá Hólmavík fengu verðlaun. Fulltrúar grunnskólans ásamt nemendum fóru í Háskólann í Reykjavík til að halda kynningu á verkefnunum. Nemendur sem fengu verðlaun voru Díana Jórunn og Alma Lind. Fræðslunefnd óskar þeim til hamingju með árangurinn.

  8. Samfelldur skóladagur
    Hugmyndin snýst um að börn geti átt samfelldan vinnudag þar sem tómstundum og skólastarfi er fléttað saman með aðkomu íþróttafélaga. Skólastjóri kynnti skýrslu um fyrirkomulag skólans og hvernig starfið samtvinnast við tómstundastarf barna.

    Miðað við núverandi fyrirkomulag telur fræðslunefnd að unnið hafi verið eftir tillögum að samfelldum degi út frá því starfsfólki sem býðst hverju sinni.

    Önnur mál:
    a). Framkæmdaáætlun Grunnskólans nú er svo komið að verkefnin er mörg og þarf að forgangsraða þeim. Fræðslunefnd leggur til að Byggingarfulltrúi verði fengin til að endurmeta áætlunina og forgangraða verkefnum í samráði við skólastjóra.

    b). Skólabíll staðan
    Skólabílstjóri hefur áhyggjur af ástandi skólabíls og leggur til að leigður verið bíll út þetta skólaár. Það er sami bíll og hefur verið notaður þegar sá gamli bilar. Fræðslunefnd vill ítreka við sveitarstjórn að koma skólabílamálum í fast form eins fljótt og auðið er.

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl 19:41

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón