A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd - 9. febrúar 2017

Fundur var haldinn í Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar  mánudaginn 9. febrúar,  kl. 16:00 í félagsheimilinu á Hólmavík.

Fundinn sátu: Ásta Þórisdóttir, Salbjörg Engilbertsdóttir, Jóhanna Hreinsdóttir sem varamaður fyrir Júlíus Jónsson, Ragnheiður Birna Guðmundsdóttir sem varamaður fyrir Jóhönnu Rósmundsdóttir og Máney Dís Baldursdóttir, fulltrúi ungmennaráðs. Júlíana Ágústsdóttir mætti ekki. Íris Ósk Ingadóttir tómstundafulltrúi sat einnig fundinn og Esther Ösp Valdimarsdóttir ritaði fundargerð.

 

Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 

Máney Dís, fulltrúi Ungmennaráðs boðin velkomin

 

  1. Landsþing ungmennahúsa
    Viðburðurinn kynntur en landsþing ungmennahúsa var haldið á Hólmavík 20.-22 janúar þar sem fulltrúar frá ungmennahúsum á Hólmavík, Selfossi, Akranesi og Kópavogi komu saman.

  2. SamVest
    Viðburðurinn kynntur. Hvatt til að sótt verði sérstaklega um fjárstyrktil sveitarfélagsins þegar um sérstaka viðburði er að ræða til að hægt sé að sinna þeim faglega.

  3. Ungmennaþing í febrúar
    Áform Ungmennaþings 22. febrúar kynnt en þar verður sérstaklega lögð áhersla á breytingar í félagsheimilinu og flutning tómstundastarfs í húsið.

  4. Samfelldur dagur barnsins
    Fulltrúar Fræðslunefndar mættu á fundinn kl 17:00 og farið var yfir skýrslu forstöðumanna um samfelldan dag. Unnið var minnisblað og gerð áætlun um næstu skref.

  5. Hugmynd að samþættingu starfs tómstundafulltrúa
    Hugmyndir tómstundafulltrúa ræddar. Lagt til að skapað verði svigrúm til að endurskipuleggja störf á tómstundasviði.

  6. Önnur mál
    Engin önnur mál.

  

Fundi slitið kl.19:05

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón