A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1189 - 25. október 2011

Fundur nr. 1189 var haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 25. október 2011 á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst fundurinn kl. 16:00. Oddviti sveitarstjórnar, Jón Gísli Jónsson setti fundinn sem einnig sátu Jón Jónsson varaoddviti, Bryndís Sveinsdóttir, Katla Kjartansdóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir. Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð.

 

Fundarefni:

1. Endurskoðuð fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Strandabyggðar 2011

2. Tillaga um breytingu á samþykktum um stjórn og fundasköp Strandabyggðar, síðari umræða

3. Atvinnumálastefna á Ströndum og Reykhólahreppi, minnisblað frá Ingibjörgu Valgeirsdóttur, dags. 11. október 2011

4. Jafnréttisáætlun Strandabyggðar

5. Framleiðslueldhús í Félagsheimilinu á Hólmavík - tilraunaverkefni

6. Rjúpnaveiði í landi Strandabyggðar, erindi frá Ingibjörgu Valgeirsdóttur, dags. 21. október 2011

7. Starfshópur um refa- og minkaveiði í Strandabyggð, erindi frá Ingibjörgu Valgeirsdóttur, dags. 21. október 2011

8. Samþykkt um dagforeldra í Strandabyggð

9. Fjármálaráðstefna Samabands íslenskra sveitarfélaga, minnisblað Ingibjargar Valgeirsdóttur, 14. október 2011

10. Fundur með fjárlaganefnd, minnisblað Ingibjargar Valgeirsdóttur, dags. 14. október 2011

11. Fundargerð Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 1. september 2011

12. Fundargerð Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 19. október 2011

13. Fundargerð Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, dags. 1. september 2011

14. Fundargerð Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, dags. 19. október 2011

15. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar, dags. 19. október 2011

16. Fundargerð Velferðarnefndar, dags. 19. október 2011

17. Fundargerð Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar, dags. 20. október 2011

18. Fundargerð Atvinnumála- og hafnarnefndar, dags. 24. október 2011

19. Fundargerð Fræðslunefndar, dags. 24. október 2011

20. Fundargerð Landbúnaðar- og dreifbýlisnefndar, dags. 24. október 2011


Þá var gengið til dagskrár:

 

1.       Endurskoðuð fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Strandabyggðar 2011

Endurskoðuð fjárhagsáætlun 2011 samþykkt samhljóða.

 

2.       Tillaga um breytingu á samþykktum um stjórn og fundasköp Strandabyggðar, síðari umræða

Fyrirliggjandi tillaga um breytingu á nefndarfyrirkomulagi samþykkt samhljóða. Samþykkt voru 5 svið og 5 undirnefndir í sveitarfélaginu Strandabyggð: Athafnasvið - Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd, Menntasvið - Fræðslunefnd, Tómstundasvið - Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd, Umhverfis- og skipulagssvið - Umhverfis- og skipulagsnefnd, Velferðarsvið - Velferðarnefnd. Sveitarstjórn Strandabyggðar leggur áherslu á að engir málaflokkar verði útundan við þessa breytingu og að það verði tryggt í erindisbréfum nefnda. Ákveðið er að skipað verði í nýjar nefndir á næsta sveitarstjórnarfundi og núverandi nefndir starfi fram að þeim tíma. Tillögu um breytingu á samþykktum um stjórn og fundasköp er frestað til næsta fundar og verður yfirfarin með tilliti til nýrra sveitarstjórnarlaga.

 

3.       Atvinnumálastefna á Ströndum og Reykhólahreppi, minnisblað frá Ingibjörgu Valgeirsdóttur, dags. 11. október 2011

Lagt fram til kynningar.

 

4.       Jafnréttisáætlun Strandabyggðar

Jafnréttisáætlun Strandabyggðar hefur hlotið umsögn Jafnréttisstofu. Vinna þarf aðgerðaráætlun samhliða áætluninni. Sveitarstjórn Strandabyggðar leggur til að jafnréttismál heyri undir Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps og að nefndin fullvinni jafnréttis- og aðgerðarsáætlun fyrir sveitarfélögin fjögur. Sveitarstjóra er falið að fylgja málinu eftir.

 

5.       Framleiðslueldhús í Félagsheimilinu á Hólmavík - tilraunaverkefni

Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða hefur veitt Félagsheimilinu á Hólmavík starfsleyfi til að starfrækja samkomusali með fullbúnu eldhúsi. Leyfið er einnig gefið út með eftirfarandi starfsleyfisskilyrðum: Starfsleyfisskilyrði fyrir samkomuhús og sérstæk skilyrði fyrir framleiðslu og veislueldhús. Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að farið verði í tilraunaverkefni þar sem áhugasömum framleiðendum er gefinn kostur á að sækja um að vera fyrsti aðilinn sem fer í gegnum framleiðsluferli í eldhúsinu í Félagsheimilinu á Hólmavík með litlum tilkostnaði.

 

6.       Rjúpnaveiði í landi Strandabyggðar, erindi frá Ingibjörgu Valgeirsdóttur, dags. 21. október 2011

Oddviti lagði fram tillögu um að rjúpnaveiði verði ekki leyfð í landi í eigu sveitarfélagsins Strandabyggðar. Jón Gísli Jónsson, Jón Jónsson og Bryndís Sveinsdóttir greiddu atkvæði með tillögunni, Katla Kjartansdóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir greiddu atkvæði á móti.

 

7.       Starfshópur um refa- og minkaveiði í Strandabyggð, erindi frá Ingibjörgu Valgeirsdóttur, dags. 21. október 2011

Sveitarstjórn Strandabyggðar skipar Jón Gísla Jónsson og Matthías Lýðsson í starfshópinn. Landbúnaðar- og dreifbýlisnefnd hefur skipað Jón Stefánsson, Mörtu Sigvaldadóttur og Viðar Guðmundsson. Sveitarstjórn Strandabyggðar skipar Jón Gísla Jónsson sem formann starfshópsins og felur honum að kalla hann saman sem fyrst.

 

8.       Samþykkt um dagforeldra í Strandabyggð

Samþykkt samhljóða.  

 

9.       Fjármálaráðstefna Samabands íslenskra sveitarfélaga, minnisblað Ingibjargar Valgeirsdóttur, 14. október 2011

Lagt fram til kynningar.

 

10.   Fundur með fjárlaganefnd, minnisblað Ingibjargar Valgeirsdóttur, dags. 14. október 2011

Lagt fram til kynningar.

 

11.   Fundargerð Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 1. september 2011

Lagt fram til kynningar.

 

12.   Fundargerð Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 19. október 2011

Lagt fram til kynningar.

 

13.   Fundargerð Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, dags. 1. september 2011

Lagt fram til kynningar.

 

14.   Fundargerð Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, dags. 19. október 2011

Lagt fram til kynningar.

 

15. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar, dags. 19. október 2011
Varðandi lið nr. 3: Tillögur Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar um verkefnaskiptingu nefnda verða teknar til skoðunar samhliða gerð nýrra erindisbréfa fyrir nefndir sveitarfélagsins. Varðandi lið 4a) um límtrésbita í íþróttahúsi, þá er óskað eftir frekari útfærslu og kostnaðaráætlun frá nefndinni. Fundargerð að öðru leyti samþykkt samhljóða.

 

16.   Fundargerð Velferðarnefndar, dags. 19. október 2011

Sveitarstjórn Strandabyggðar óskar Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps til hamingju með nýtt einkennismerki. Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

17. Fundargerð Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar, dags. 20. október 2011
Fundargerð samþykkt samhljóða.   

 

18.   Fundargerð Atvinnumála- og hafnarnefndar, dags. 24. október 2011

Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

19.   Fundargerð Fræðslunefndar, dags. 24. október 2011

Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

20.   Fundargerð Landbúnaðar- og dreifbýlisnefndar, dags. 24. október 2011

Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

Fundargerð samþykkt og fundi slitið kl. 18:50

 

Jón Gísli Jónsson

Jón Jónsson

Bryndís Sveinsdóttir

Katla Kjartansdóttir

Ingibjörg Benediktsdóttir        

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón