A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Frćđslunefnd 24. október 2011

Fundur var haldinn hjá fræðslunefnd mánudaginn 24. október n.k.kl. 16.30 á skrifstofu Strandabyggðar í Þróunarsetrinu. Mættir kl. 16.30 voru Steinunn Þorsteinsdóttir, Vala Friðriksdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Katla Kjartansdóttir, Snorri Jónsson, Hildur Guðjónsdóttir, Bjarni Ómar Haraldsson og Salbjörg Engilbertsdóttir sem einnig  ritar fundargerð.

 

Málefni fundarins: 

Málefni grunnskóla: 

 

1. Endurskoðuð skólanámsskrá lögð fram til kynningar, umræðu og samþykktar.( Fylgiskjal með skólanámskrá 2011 -2012 í viðhengi). Námsskráin var lögð fram til kynningar en hún er nú tilbúin til útgáfu. Námsskráin er þó sífellt í endurskoðun. Fræðslunefnd fagnar útgáfunni og eru foreldrar skólabarna hvattir til að kynna sér hana vel og senda inn athugasemdir ef einhverjar eru.


2. Skólalóð. Úttekt BSI á leiktækjum/Framkvæmdir við körfuboltavöll o.fl.

(Skýrsla frá BSI).  Fram kom í úttekt BSI á skólavellinum og leiktækjunum að ýmsu er ábótavant.  Fræðslunefnd hvetur sveitarstjórn til  bregðast við sem fyrst.   Eins hvetur fræðslunefnd sveitarstjórn til sjá til þess að körfuboltavöllurinn verði kláraðir sem fyrst. 


3. Starfsmannamál ( Uppsögn 1. stuðningsfulltrúa). Fram kom að Oddur Andri Thomasson hefur sagt starfi sínu lausu. Verið er að vinna í endurskipulagningu á stuðningskerfi skólans og það ætti að liggja fyrir fljótlega.


4. Önnur mál. Málefni skólabókasafns: Fram kom í máli skólastjóra að forstöðumaður bóksafnsins hefur sagt starfi sínu lausu frá og með áramótum. Unnið verður að nýrri starfslýsingu og skipulagi í samstarfi við héraðsbókasafnsnefnd.

 

Fulltrúar grunnskólans véku af fundi. 

 

Þá mættu á fundinn Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir leikskólastjóri,  Hlíf Hrólfsdóttir deildarstjóri og fulltrúi starfsmanna og Jóhanna Hreinsdóttir fulltrúi foreldra.

 

5. Skóladagatal 2011-2012. Skóladagatalið var kynnt fyrir nefndinni og það samþykkt.


6. Innleiðing nýrrar leikskólastefnu. Leikskólastjóri kynnti nýja stefnu sem verið er að innleiða í vetur og er hún kölluð flæði og er byggð á hugmyndafræði Mihaly Csikszenthihalyi.


7. Önnur mál. a) Rætt um starfsmannamál. b) Allt stefnir í að það myndist biðlisti eftir áramót laus eru 2 pláss en 6 umsóknir liggja fyrir. Staðan er sú í skólahúsnæðinu að hver einasti fermetrer er nýttur og hvetur fræðslunefnd sveitarstjórn til að fara að huga að viðbyggingu við leikskólann til að hægt sé að mæta þörfum foreldra og starfsmanna. c) Úttekt BSI á leiksvæðinu. Fram kom í úttekt BSI á skólavellinum og leiktækjunum að ýmsu er ábótavant. Fræðslunefnd hvetur sveitarstjórn til bregðast við sem fyrst.

 

 

Málefni fræðslunefndar:

               

8. Innleiðing nýs skipurits Strandabyggðar og breytingar á sviðum og nefndum. Fræðslunefnd lýst vel á hugmynd að nýju skipuriti og treystir því að sveitarstjórnarfulltrúar vinni að heilindum fyrir sitt svið. Fræðslunefnd óskar eftir að koma að málefnum bókasafns sem tilheyrir málaflokki 05 menningarmál þar sem það er starfi grunnskólans. Fræðslunefnd sér ekki fyrir sér tengingar við aðra málaflokka.


9. Önnur mál. a) Málþing. Fræðslunefnd fagnar þeirri ákvörðun sveitarstjórnar að halda málþing um skólamál nú í nóvemberlok.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir fundi slitið

Steinunn Þorsteinsdóttir (sign)                  Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir (sign)

Snorri Jónsson (sign)                                  Hlíf Hrólfsdóttir (sign)

Ingibjörg Sigurðardóttir (sign)                    Jóhanna Hreinsdóttir (sign)

Katla Kjartansdóttir(sign)

Salbjörg Engilbertsdóttir (sign)

Bjarni Ómar Haraldsson (sign)

Hildur Guðjónsdóttir (sign)

Vala Friðriksdóttir (sign)

 

 

 

 

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón