A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Byggingar-, umferđar- og skipulagsnefnd 20. október 2011

Fundur var haldinn í byggingar-, umhverfis- og -skipulagsnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 20. október 2011 kl. 18.00 á skrifstofu sveitarfélagsins. Mættir voru Valgeir Örn Kristjánsson, Hafdís Sturlaugsdóttir og Jóhann L. Jónsson. Einnig var Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi í síma.

 

Dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 

1.      Höfðagata 14.

Erindi frá Æður ehf.  þar sem óskað er eftir heimild til að gera breytingar á húsnæðinu að Höfðagötu 14.  Breytingarnar felast í að sett verði rennihurð á vesturenda suðurhliðar hússins og skipt verði um klæðningu á hluta húshliðarinnar. 

 

2.      Hrófberg.

Umsókn frá Halldóri Halldórssyni um stofnun nýrrar lóðar í landi jarðarinnar Hrófberg.  Um er að ræða 0.94 ha land undir vegsvæði Strandavegar.

 

3.      Stakkanes.

Umsókn frá Haraldi Guðmundssyni um stofnun nýrrar lóðar í landi jarðarinnar Stakkanes.  Um er að ræða 5.36 ha land undir vegsvæði Strandavegar og Staðarvegar.

 

4.      Kópnesbraut 4.

Bréf frá Helga Ingimundarsyni þar sem hann óskar eftir að afgreiðsla sveitarstjórnar Strandabyggðar um lóðarmörk milli húsanna að Kópnesbraut 4 og Kópnesbraut 4b frá 16. nóvember 2010, þar sem lagt er til að miðlína milli húsanna verði látin gilda, standi.

 

5.      Önnur mál

 

Þetta var gert; 

 

1. Erindi frá Æður ehf. Þar sem óskað er eftir heimild til að gera breytingar á húsnæðinu á Höfðagötu 14. Breytingarnar fela í sér að rennihurð á vesturenda suðurhliðar hússins og skipt verði um klæðningu á hluta húshlíðarinnar. Nefndin óskar eftir að fá grunnmynd af húsinu, sem sýnir skipulag innanhús.


2. Umsókn frá Halldóri Halldórssyni um stofnun nýrrar lóðar í landi jarðarinnar Hrófbergs. Um er að ræða 0,94 ha land undir vegsvæði Strandavegar nr. 643. Bus-nefndin leggur til að erindið sé samþykkt.


3. Umsókn frá Haraldi Guðmundssyni um stofnun nýrrar lóðar í landi jarðarinnar Stakkanes. Um er að ræða 5,36 ha land undir vegsvæði Strandavegar nr. 643. Bus-nefndin leggur til að erindið sé samþykkt.


4. Bréf frá Helga Ingimundarsyni þar sem hann óskar eftir að afgreiðsla sveitarstjórnar Strandabyggðar um lóðarmörk milli húsanna að Kópnesbraut 4 og Kópnesbraut 4b frá 16. nóvember 2010, þar sem lagt er til að miðlína milli húsanna verði látið gilda, standi. Bus-nefndin samþykkir að fresta erindinu og fela byggingarfulltrúa að afla frekari gagna.


5. Önnur mál.

a. Umsókn um stofnun lóðar á Brandsholti í landi Geirmundastaðar. Fyrir liggur undirrituð umsókn frá eigendum Geirmundarstaða. Einnig liggur fyrir umsókn um að byggja skíðaskála á lóðinni frá Skíðafélagi Strandamanna. Bus-nefndin samþykkir að fela byggingarfulltrúa að fara yfir teikningar og ganga frá afgreiðslu erindisins.


b. Breyting á nefndaskipan sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir að umhverfisnefnd og skipulagsnefnd verði sameinaðar og byggingarnefnd lögð niður. Rætt var um hvaða áhrif breyting myndi hafa á framtíðarstarf nefndarinnar. Áfram þurfa skipulagsmál að koma fyrir nefndarinnar. Bus-nefndin er samþykkt breytingunum svo fremi sem mál koma ekki til með að dragast á langinn.


c. Bus-nefndin beinir því til sveitarstjórnar að skora á vegagerðina að bæta ástand vegarins í Kollafirði, en vegurinn sunnanverðum í Kollafirði er í mjög slæmu ásigkomulegi.

 

Valgeir Örn Kristjánsson (sign)

Jóhann L. Jónsson (sign)

Hafdís Sturlaugsdóttir (sign)

Gísli Gunnlaugsson

 

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón