A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Vel heppnaður íbúafundur um tómstundir

| 07. maí 2012
Frá íbúafundi um tómstundir - ljósm. IV
Frá íbúafundi um tómstundir - ljósm. IV
« 1 af 5 »
Fimmtudaginn 3. maí sl. var haldinn íbúafundur um tómstundir í Félagsheimilinu á Hólmavík. Tómstundafulltrúi Strandabyggðar, Arnar S. Jónsson, stóð fyrir fundinum sem var ágætlega sóttur og afar gagnlegur til að varpa ljósi á stöðu og framtíðarsýn tómstundastarfs, menningarstarfs, íþrótta og aðstöðu fyrir þessa málaflokka innan sveitarfélagsins.

Unnið var í fjórum hópum; félagslífi og tómstundastarfi, menningarstarfi og mannlífi, húsnæði og aðstöðu og íþróttum og heilsu. Í hverjum hópi fóru fram umræður um hvað væri vel gert, hvað mætti bæta og hvað væri mikilvægast.

Mjög mikill fjöldi athugasemda og góðra hugmynda kom fram á fundinum sem verður án efa nýtt til stefnumótunar til framtíðar í þessum málaflokki. Tómstundafulltrúi vinnur nú úr gögnunum sem munu birtast hér á vefnum eins fljótt og mögulegt er. Íbúum er þökkuð góð og virk þátttaka á fundinum.

Vortónleikar Tónskólans í dag

| 05. maí 2012
Vortónleikar Tónskólans á Hólmavík fara fram laugardaginn 5. maí í Hólmavíkurkirkju. Tónleikarnir eru tvískiptir í ár og hefjast fyrri tónleikarnir kl. 13:00 og þeir seinni kl. 16:00. Frítt er inn á tónleikana. Á milli tónleika verður vorkaffi í Félagsheimlinu á Hólmavík, aðgangseyrir í kaffið er 1.500 kr. fyrir fullorðna en 500 kr. fyrir börn. Allur ágóði rennur til hljóðfærakaupa Tónskólans. Samhliða vortónleikunum fá nemendur afhendan vitnisburð og útskrifast úr Tónskólanum þetta skólaárið. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Dagskrá vortónleikana má sjá með því að smella hér

Frétt af vef Grunn- og Tónskólans á Hólmavík.

Sköpunarverkið Strandir

| 05. maí 2012
Sýningin Sköðunarverkið Strandir opnar í Upplýsingamiðstöð ferðamanna á Hólmavík í dag, laugardaginn 5. maí, kl. 15:00.

Á sýningunni Sköpunarverkið Strandir getur að líta ljósmyndir og ummæli ferðamanna og heimafólks um Strandir. Sýningin er ekki hefðbundin listsýning heldur ein leið til miðlunar alþjóðlegs rannsóknarverkefnis um sköpun áfangastaða á norðurslóðum sem unnið er að í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Kanada ásamt Íslandi. Í íslenska hluta verkefnisins er áherslan á að fylgjast með mótun Stranda sem ferðamannastaðar.
...
Meira

Íbúðarhúsnæði að Austurtúni 8 auglýst til sölu

| 04. maí 2012
« 1 af 2 »

Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir íbúðarhúsnæði að Austurtúni 8, 510 Hólmavík til sölu. Um er að ræða 117,5 fm, fjögurra herbergja íbúð á tveimur hæðum. Á neðri hæð er stofa, eldhús, klósett, þvottahús og lítil geymsla. Á efri hæð eru þrjú svefniherbergi og baðherbergi. Íbúðin er í fallegu raðhúsi sem var byggt árið 1989. Hún er laus til afhendingar 1. júní 2012.

 

Óskað er eftir tilboðum í eignina. Upplýsingar veitir Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri í síma 616 9770 eða sendið póst á sveitarstjori@strandabyggd.is.

Laus störf í menntastofnunum Strandabyggðar

| 04. maí 2012
Það er fátt eins gefandi og að starfa með ungu fólki. Mynd af vef Grunnskólans á Hólmavík.
Það er fátt eins gefandi og að starfa með ungu fólki. Mynd af vef Grunnskólans á Hólmavík.

Grunn- og Tónskólinn á Hólmavík auglýsir eftirfarandi stöður lausar til umsóknar:

- Þrjár grunnskólakennarastöður: Umsjónarkennsla, íslenska, samfélagsgreinar, tungumál, íþróttir og sund.
- Tvær stöður tónlistarkennara á grunn- og miðstigi.
- Tvær stöður stuðningsfulltrúa til að sinna nemendum með sérþarfir og lengdri viðveru nemenda, stöðuhlutfall 70 – 100%.

 

Leikskólinn Lækjarbrekka á Hólmavík auglýsir eftirfarandi stöður lausar til umsóknar:
- Þrjár stöður leikskólakennara. Um er að ræða þrjár 100% stöður með vinnutíma frá kl. 08:00-16:00. Við leitum eftir starfsfólki sem getur hafið störf um miðjan ágústmánuð.
- Starfsmenn í afleysingar í júní og fyrstu vikuna í júlí.

 

Smellið hér til að sjá auglýsinguna í heild sinni og frekari upplýsingar.

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón