A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tilbođ óskast í smíđi réttar í Stađardal

Ţorgeir Pálsson | 25. júlí 2022

Strandabyggð auglýsir eftir tilboðum í smíði réttar í Staðardal, í landi Hrófbergs.  Engin tilboð bárust í verkefnið þegar fyrst var auglýst.  Endurgerð verklýsing og teikning byggingarfulltrúa af réttinni, liggur fyrir hjá sveitarstjóra.
 

Tilboðum skal skila til sveitarstjóra Strandabyggðar, fyrir kl 12:00, föstudaginn 29. Júlí 2022, á thorgeir@strandabyggd.is

 

Allar frekari upplýsingar og tilboðsgögn, veitir sveitarstjóri, Þorgeir Pálsson, í síma 899-0020 eða í tölvupósti thorgeir@strandabyggd.is

Uppfylling vegna breikkunar á vegi

Ţorgeir Pálsson | 21. júlí 2022
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Það hefur tíðkast lengi í sveitarfélögum víða um land, að nýta steypubrot vegna niðurrifs sem efni í uppfyllingar.  Þetta er oft ódýrara og hagkvæmara því þá þarf ekki að keyra uppfyllingarefni langar leiðir.  Hér á Hólmavík eru mörg dæmi um slíkt.  Undanfarna daga hefur verið unnið að niðurrifi á gamla N1 skálanum og hefur efni úr grunninum verið keyrt í veg inn að gömlum fjáhúsum sem nýta á sem vélageymslu.  

Eigendur fjárhússins sóttu um leyfi fyrir breikkun vegar inn að húsinu í byrjun janúar á þessu ári.  Verkefnið er þess eðlis, að það þarf að fara fyrir umhverfis- og skipulagsnefnd og gefa þarf út framkvæmdaleyfi.  Vegna veikinda fórst það fyrir strax í byjun og hefur ekki verið klárað.  Málið verður hins vegar lagt fyrir næsta fund nefndarinnar og tilskilið leyfi afgreitt.

Þegar kom að því að ferja burt efnið úr N1 skálanum nú í vikunni, var efnið sett í veginn sem undirlag, enda venja að nýta slík tækifæri hvað efnistök varðar og búið að óska eftir leyfi fyrir breikkuninni.  Vissir hnökrar urðu hins vegar á að hreinsa plast og járn úr brotunum, sem var þó lagfært strax.  Þarna fóru tímasetningar ekki saman og það er miður að leyfið hafi ekki legið fyrir á þessum tíma þegar losa þurfti steypubútana úr skálanum.  Hins vegar er ljóst, að þarna var verktaki í góðri trú að nýta afganga í hagræðingar- og sparnaðarskyni í undirlag fyrir breikkun á vegi, líkt og gert hefur verið áður.  Búið er að ganga vel og snyrtilega frá þessari viðbót á veginum, eins og myndin sýnir.  Var þetta gert í samráði við heilbrigðisfulltrúa.

Í Strandabyggð er einn skilgreindur urðunarstaður og er sá á sorphaugum sveitarfélagsins.  Því er ekki hægt að tala um urðun innanbæjar í þessu tilviki.  Hér er um að ræða nýtingu á steypuafgöngum sem undirlag í breikkun vegar, eins og líst hefur verið.  Hins vegar má læra af þessari framkvæmd eins og öllum öðrum og það mun sveitarfélagið gera.  Markmiðið er alltaf að gera vel fyrir sveitarfélagið.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti


Gegn einelti

Ţorgeir Pálsson | 14. júlí 2022
Góđur málstađur
Góđur málstađur
« 1 af 6 »
Þeir félagar Karl Friðriksson og Grétar Gústafsson, keyra nú um Vestfirði til að vekja athygli á og styðja baráttuna gegn einelti.  Farartækin eru ekki af verri endanum: Massey Ferguson, gamlir og góðir.  Þeir komu við hér á Hólmavík og nýttu tækifærið til að færa leikskólanum Lækjarbrekku tvær bækur að gjöf, sem fjalla um það hvernig vinátta vinnur gegn einelti.  

Við þökkum kærlega fyrir gjöfina og óskum þeim félögum góðs gengis í framhaldinu.  EInnig hvetjum við alla til að gefa þessu framtaki gaum og hugleiða hvernig við í sameiningu vinnum gegn einelti.

Takk fyrir komuna Karl og Grétar!

Strandabyggđ auglýsir eftir tilbođum í smíđi réttar

Ţorgeir Pálsson | 08. júlí 2022
« 1 af 2 »

Strandabyggð auglýsir eftir tilboðum í smíði réttar í Landi Hrófbergs, við gamla afleggjarann yfir Staðará, sunnan megin.


Stærð og umfang réttar:
Heildar flatarmál réttarinnar er 525,6 m2.  Stærð og umfang réttar er eftirfarandi:

  1. Almenningur: 36x4 metrar
  2. Dilkar minni: 10x3, 6 stk
  3. Dilkar stærri: 10x4,5, 4 stk
  4. Bil milli staura: 2 metrar
  5. Hæð frá jörð: 1.2 metrar
  6. Efni í grindverk: 27x145 mm, eða sambærilegt
  7. Efni í úthringinn:  Rafmagnsstaurar frá Orkubúi Vestfjarða.

Skrúfur: Notast skal við ryðfríar eða teflonhúðaðar skrúfur. Bora skal fyrir öllum skrúfum, til að forðast sprungur í viðnum

Frágangur og umhverfi: Verktaki skal skila svæðinu hreinu af timburafgöngum og hafa jafnað jarðveg og umhverfi eins og þurfa þykir

Verklok:  Verktaki skal skila réttinni fullbúinni og tilbúinni fyrir notkun, 10. september 2022

Dagsektir: Dagsektir skulu reiknast 1% af kostnaðaráætlun verksins

Tilboðsfrestur: Tilboðum skal skila til sveitarstjóra Strandabyggðar, fyrir kl 12:00, mánudaginn 18. júlí 2022, á thorgeir@strandabyggd.is 

 

Allar nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri, Þorgeir Pálsson, í síma 899-0020.

 

 

 

Viđvera sýslumanns á Hólmavík, 7. júlí

Ţorgeir Pálsson | 06. júlí 2022

Sýslumaður, Jónas Guðmundsson, stefnir á viðveru á Hólmavík fimmtudaginn 7. júlí nk. og að vera til viðtals á skrifstofunni þar þann dag milli kl. 10:00 og 12:00 og 13:00 og 14:00.


Beiðnir um viðtal óskast sendar í netfangið jg@syslumenn.is eða í síma embættisins 458 2400.

Eldri fćrslur

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón