A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur í Strandabyggð nr. 1368

Heiðrún Harðardóttir | 06. september 2024

Sveitarstjórnarfundur 1368 í Strandabyggð 

Fundur nr. 1368 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 10. september kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3, Hólmavík.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

  1. Viðauki III við fjárhagsáætlun Strandabyggðar 2024
  2. Lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga
  3. Orkustofnun, samningur um styrk til orkuskipta
  4. Erindi frá Halldóru Halldórsdóttur 2. september 2024 v. launa í námslotum
  5. Erindi til sveitarstjórnar – Kvennaathvarfið: umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2025 3. September 2024
  6. Erindi sveitarstjóra vegna niðurskurðar á lottótekjum ÍSÍ/UMFÍ ásamt Áskorun HSS til sveitarfélaga 6. September 2024
  7. Fundargerð aðalfundar Sorpsamlags Strandasýslu frá 30. ágúst sl. ásamt ársreikningi 2023
  8. Fundargerð TÍM nefndar nr. 83  frá 2. september 2024
  9. Fundargerð FRÆ nefndar frá 4. september 2024
  10. Fundargerð US nefndar frá 5. september 2024
  11. Verkefni sveitarstjóra í ágúst
  12. Forstöðumannaskýrslur í ágúst
  13. Umræða um tillögur Strandanefndarinnar
  14. Umræða um stöðu mála í framkvæmdum við Grunnskólann og áfallinn kostnað
  15. Umræða um stöðu mála varðandi Íþróttamiðstöð og kostnaður við framkvæmdir
  16. Kollafjarðarrétt og samningar þar um
  17. Aðrir samningar vegna rétta
  18. Vestfjarðarstofa erindi um samstarfsnet um farsæld barna
  19. Forgangsröðun vegaframkvæmda og fjarskiptamála í Dalabyggð
  20. Tillaga Svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs
  21. Fundargerð 464. fundar Hafnasambands Íslands frá 15. ágúst 2024
  22. Fundargerð 6. fundar Svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða frá 13.8.24
  23. Fundargerð 61. fundar og 62. fundar Stjórnarfundar Vestfjarðarstofu frá 12. júní og 28. ágúst 2024

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

 

Þorgeir Pálsson

Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir

Óskar Hafsteinn Halldórsson

Matthías Sævar Lýðsson

Hlíf Hrólfsdóttir

 

Strandabyggð 6. september

Þorgeir Pálsson oddviti

Breyttur útivistartími barna

Heiðrún Harðardóttir | 02. september 2024
Vakin er athygli á því að útivistartími barna breyttist 1. september.

1.september til 1 maí er útivistartími barna:
12 ára og yngri mega lengst vera úti til kl 20:00.
13-16 ára börn mega lengst vera úti til kl 22:00.

Hægt er að lesa um útvistarreglur inn á www.samanhopurinn.is

Ráðning Félagsmálastjóra

Heiðrún Harðardóttir | 02. september 2024
Hlíf Hrólfsdóttir hefur verið ráðin í starf Félagsmálastjóra FSR í stað Soffíu Guðrúnar Guðmundsdóttur. 

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Vestfjörðum & mat á umhverfisáhrifum

Heiðrún Harðardóttir | 28. ágúst 2024

Öll sveitarfélög á Vestfjörðum vinna nú að sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum.

 

Tillaga að svæðisáætlun, ásamt umhverfismatsskýrslu í samræmi við III. kafla laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2012, liggur nú fyrir. Gefst nú almenningi sex vikna frestur til að kynna sér tillöguna og umhverfismatsskýrsluna og koma athugasemdum sínum á framfæri áður en áætlunin er afgreidd af viðkomandi sveitarstjórnum.

 

Hægt er að kynna sér tillöguna á vefsíðum Vestfjarðastofu þ.e. á https://www.vestfirdir.is á vefsíðu Umhverfisráðgjafar Íslands ehf. (www.environice.is) og í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar. Skriflegar ábendingar og athugasemdir skulu berast í síðasta lagi þriðjudaginn 8. október 2024 á netfangið stefan@environice.is eða í pósti á heimilisfangið:

 

Umhverfisráðgjöf Íslands ehf.

v/ Svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Vestfjörðum

Hvanneyrargötu 3

311 Hvanneyri

Frístundastyrkir barna og ungmenna

Salbjörg Engilbertsdóttir | 22. ágúst 2024

Strandabyggð veitir foreldrum/forráðamönnum barna og ungmenna á aldrinum 6 að 18 ára, styrki vegna íþrótta- og frístundaiðkunar. Meginmarkmið íþrótta- og frístundastyrkja er að stuðla að aukinni hreyfingu og félagsþátttöku barna í sveitarfélaginu. Styrkur er veittur vegna æfinga- og þátttökugjalda fyrir börn á aldrinum 6 að 18 ára með lögheimili í Strandabyggð. Styrkhæft er hvers konar reglulegt íþrótta- og frístundastarf. Fjárhæð styrks er ákveðin ár hvert í sveitarstjórn að fengnum tillögum frá tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd. Styrkur nemur aldrei hærri fjárhæð en sem nemur greiddum gjöldum.

 

Styrkur árið 2024 er 30.000 kr.

 

Umsóknir vegna æfingagjalda frá 1. september síðasta árs til 31. ágúst þessa árs  þurfa að berast í síðasta lagi 15. september ár hvert til skrifstofu Strandabyggðar á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is.

 

Gögn sem fylgja þurfa umsókninni:

  • Afrit af reikningi þar sem fram kemur fyrir hvaða íþrótt eða tómstund er verið að greiða og fyrir hvaða barn.
  • Staðfestingu á greiðslu
  • Reikningsupplýsingar vegna greiðslu styrksins

 

Greiðsla styrks fer fram fyrir lok október ár hvert

 

Samþykkt í sveitarstjórn Strandabyggðar 13. febrúar 2024

 

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón