A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Vikan ađ baki

Ţorgeir Pálsson | 28. nóvember 2023

Kæru íbúar Strandabyggðar,

Þjónustukjarni fyrir aldraða

Í síðustu viku átti ég fund með fulltrúum félags- og vinnumarkaðsráðuneytis vegna hugmynda um þjónustukjarna fyrir eldri borgara á Hólmavík. Áður hafði ég hitt heilbrigðisráðherra vegna þessa máls.  Hugmyndinni er vel tekið og er okkur bent á að þróa hana áfram og leita eftir upplýsingum og stuðningi í tengslum við verkefnið „Gott að eldast“ sem er í gangi.  Hér má sjá nánari upplýsingar um það verkefni.

https://www.stjornarradid.is/verkefni/lif-og-heilsa/oldrunarmal/gott-ad-eldast/

Hér á Hólmavík er sterkur grunnur hvað alla grunnþjónustu og afþreyingu varðar, sem styður við svona verkefni.  Hér er góð heilsugæsla og heilbrigðisstofnun, góð íþróttamiðstöð og sundlaug og fjöldi gönguleiða.  Eins er hér öll önnur grunnþjónusta, verslun, afþreying o.s.frv.  Og ofan á allt, er hér frábær hópur eldri borgara sem er mjög virkur og skapandi.  Allt þetta styður við verkefnið.  Við munum þróa það áfram og er gert ráð fyrir þessum þjónustukjarnan í endurgerðu aðalskipulagi.

Innviðaráðuneytið

Ekkert ráðuneyti skiptir okkur meira máli en innviðaráðuneytið, að öllum öðrum ráðuneytum ólöstuðum.  Við eigum mikil samskipti við innviðaráðuneytið, vegna Jöfnunarsjóðs, en framlög sjóðsins hafa verið um 40% af tekjum sveitarfélagsins undanfarin ár.  Eins eigum við mikil samskipti við Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga, sem kemur að samningi milli innviðaráðherra og Strandabyggðar frá 2020, vegna slæmrar fjárhagsstöðu sveitarfélagsins.

Í liðinni viku átti ég fund með fultrúum yfirstjórnar ráðuneytisins, Jöfnunarsjóðs og Eftirlitsnefndarinnar og var þar rætt um ósk sveitarstjórnar um áframhald samningsins.  Verður lögð fram formleg ósk þess efnis og stefnt er að fundi með Eftirlitsnefndinni um miðjan desember. 

Gott samband hefur skapast við ráðuneytið og starfsmenn þeirra og leggjum við áherslu á að svo verði áfram.

Önnur verkefni

Fulltrúar Vestfjarðastofu heimsóttu okkur og var umræðuefnið m.a. úrgangsmál, auk þess sem þau deildu upplýsingum um stöðu Earth Check, loftslagsmála og Evrópuverkefnisins RECET (orkuskiptaverkefni).  Það er alltaf gott að fá heimsóknir og sjá andlitin sem maður ræðir við í síma.  Þetta var góður og upplýsandi fundur.

Þá var ég í sambandi við UNICEF, vegna verkefnisins „Barnvænt sveitarfélag“ en Strandabyggð er þar þátttakandi. Á næstunni munum við koma því verkefni í farveg, skipa stýrihóp og hefja innleiðingu. Hér má finna nánari upplýsingar um verkefnið.  https://barnvaensveitarfelog.is/

Til viðbótar þessu eru samskipti við verktaka í grunnskólanum, starfsmenn sveitarfélagsins og samstarfsaðila hjá öðrum sveitarfélögum, auk vinnu við undirbúning seinni umræðu um fjárhagsáætlun 2024-2027.

 

Kveðja

Þorgeir Pálsson

oddviti

Lokun Höfđagötu vegna kennslu í Hnyđju

Ţorgeir Pálsson | 28. nóvember 2023
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Á sveitarstjórnarfundi þann 14.11 sl. var tekið fyrir erindi foreldrafélags grunn-, tón- og leikskólans, um tímabundna en daglega lokun þess hluta Höfðagötu sem snýr að Hnyðju, til að auka öryggi skólabarna sem þar eru.  Nú hefur sveitarstjórn, í samráði við Lögregluna á Vestfjörðum og umsjónarkennara, ákveðið að loka götunni frá kl 10 á morgnana til kl 15 á daginn, alla daga sem kennsla fer fram í Hnyðju. 

Lokunin verður þannig að hægt verður eftir sem áður að leggja í bílastæðin við Galdrasafnið og einnig verður hægt að aka meðfram austurgafli Þróunarsetursins inn á planið við Hólmadrang og Hlein.  Bent er á Skjaldbökuslóð og Kópnesbraut sem hjáleiðir meðan á lokuninni stendur.

Við biðjum ökumenn að sýna þessu skilning enda öryggi barnanna okkar í húfi. Lokunin tekur gildi frá og með miðvikudeginum, 29.11.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti

Til fjarnema og ţeirra sem taka próf á Hólmavík

Salbjörg Engilbertsdóttir | 24. nóvember 2023
Próftökustaður fyrir öll sem stefna á að taka próf á Hólmavík er á skrifstofu Strandabyggðar að Hafnarbraut 25 en samkomulag er milli Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og Háskólasetursins við skrifstofuna um að sjá um prófin.Tengiliður er Salbjörg Engilbertsdóttir salbjorg@strandabyggd.is. Athugið að mögulega þarf að tilkynna um próftökustað til viðkomandi skóla

Vikan ađ baki

Ţorgeir Pálsson | 21. nóvember 2023

Kæru íbúar Strandabyggðar,

Vikan sem leið var um margt áhugaverð.

Sterkar Strandir

Eitt af því sem þó stendur upp úr er íbúafundur í tengslum við Sterkar Strandir, sem var haldinn sl. miðvikudag.  Þar voru haldin erindi, farið yfir stöðu verkefna og markmið verkefnisins rædd í hópavinnu. 


Á íbúafundinum, var staðfest að stjórn Byggðastofnunar samþykkti áframhaldandi aðild Strandabyggðar að verkefninu og mun verkefnið Sterkar Strandir því halda áfram út árið 2024.  Við sendum stjórn Byggðastofnunar kærar þakkir fyrir þessa þessa ákvörðun.  Þetta eru mikil og góð tíðindi fyrir íbúa Strandabyggðar og það er rétt að hvetja íbúa Strandabyggðar nú til að koma fram með sínar viðskiptahugmyndir, á hvaða stigi sem þær eru, leita til verkefnastjóra Sterkra Stranda, Siguðar Líndal og þróa þær lengra. 

Á íbúafundinum kom líka fram, að augljósir vaxtarbroddar í atvinnulífi á Ströndum eru tengdir ferðaþjónustu, fiskeldi og jafnvel uppbyggingu þjóðgarðs.  Fjárfestingar í atvinnulífinu hafa gjarnan margföldunaráhrif í för með sér og það eru þessu margföldunaráhrif sem við verðum að nýta.  Við þurfum að byggja upp þekkingu og reynslu innan þeirra atvinnugreina sem fela í sér tækifæri framtíðarinnar.  Sterkar Strandir geta hjálpað okkur til þess.

 

Sértækur byggðakvóti

Stjórn byggðastofnunar ákvað einnig nýlega að, ef samningar næðust við hagsmunaaðila, væri hægt að úthluta 500 þorskígildistonnum af aflamarki stofnunarinnar til Strandabyggðar, á yfirstandandi fiskveiðiári, 2023/2024. Þarna eru tækifæri sem við verðum að reyna að nýta.  Hingað komu tveir fulltrúar Byggðastofnunar og áttu fundi með útgerðaraðilum og sjómönnum á Hólmavík.  Sértækur byggðakvóti er skilyrtur á þann hátt að honum ber að landa til vinnslu og verður mjög áhugavert að sjá hvort forsendur fyrir fiskvinnslu á Hólmavík séu til staðar eða ekki.

 

Önnur mál.

Í vikunni var haldinn sveitarstjórnarfundur, þar sem fram fór m.a. fyrri umræða um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir 2024-2027, seinni og loka umræða um saming um Velferðarþjónustu Vestfirðinga undir leiðandi stjórn Ísafjarðarbæjar og fyrri umræða um viðauka sem heimilar visst valdframsal Strandabyggðar til Ísafjarðarbæjar vegna þessa samnings.  Þessi samningur um Velferðarþjónustu Vestfirðinga, snýr að umsjón barnaverndarmála og málefnum fatlaðra, eingöngu.  Félagsþjónusta Stranda, Reykhóla og Dalabyggðar mun sjá um alla almenna félagsþjónustu, sem fyrr.

Að auki var nokkuð um fundi með verktökum vegna endurbóta í grunnskólanum og komu verkefnastjórar í heimsókn í vikunni.  Allt þokast í rétt átt og engin stórvægileg vandamál hafa komið upp.  

Kveðja

Þorgeir Pálsson

oddviti

Niđurstöđir ungmennaţings Strandabyggđar

Bára Örk Melsted | 17. nóvember 2023

Ungmennaþing Strandabyggðar var haldið laugardaginn 4. nóvember síðastliðinn. Ungmennaþing er lýðræðislegur vettvangur þar sem öllum ungmennum í sveitafélaginu á aldrinum 14-25 ára, býðst að koma saman og ræða ýmis málefni sem brenna á ungu fólki hverju sinni og eru því umfjöllunarefni þinga eru ákveðin af ungmennum.
Á þessu þingi var umfjöllunarefnið kosning nýs ungmennaráðs. Ungmenaráð eru fulltrúar á aldrinum 13-25 ára sem eru kjörnir af ungmennaþingi til tveggja ára í senn, kosið er á hverju ári og er þá annað árið kosnir þrír fullrúar og tveir það næsta. Ungmennaráð hefur þann tilgang að gefa ungu fólki í sveitarfélaginu vettvang til aukinnar lýðræðislegrar þátttöku í samfélaginu. Ungmennaráð fundar reglulega og senda inn erindi og ályktanir til sveitarstjórnar. Þá hafa ungmennaráð seinustu ár staðið fyrir ýmsum viðburðum og verkefnum og tekið þátt í ýmsum fundum og ráðstefnum. Fulltrúar ungmennaráðs eru þá áheyrnarfulltrúar í nefndum sveitarfélagsins að velferðarnefnd undanskilinni.


Nýkjörið ungmennaráð er skipað eftirfarandi fulltrúum:
Unnur Erna Viðarsdóttir – Formaður
Jóhanna Rannveig Jánsdóttir – Áheyrnarfulltrúi fræðslunefndar
Þorsteinn Óli VIðarsson – Áheyrnarfulltrúi tómstunda-, íþrótta-, og menningarnefndar
Valdimar Kolka Eiríksson – Áheyrnarfulltrúi atvinnu-, dreyfbýlis-, og hafnarnefdar.
Elías Guðjónsson Krysiak – Áheyranrfulltrúi umhverfis- og skipulagsnefndar.

Varamenn:
Ólöf Katrín Reynisdóttir
Guðmundur Björgvin Þórólfsson
Kristbjörg Lilja Grettisdóttir
Við bjóðum nýkjörið ungmennaráð velkomið til starfa og hlökkum til samstarfs á komandi ári.

 

Eldri fćrslur

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón