A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tilkynning frá kjörstjórn Strandabyggđar

Salbjörg Engilbertsdóttir | 15. september 2021

Vegna kosningar til alþingis þann 25. september 2021 vill kjörstjórn taka fram eftirfarandi:

Kjörskrá liggur frammi til kynningar í afgreiðslu Strandabyggðar Hafnarbraut 25,fram að kjördegi en einnig getur fólk farið inn á slóðina http://www.kosning.is til að kynna sér hvar það er skráð.


Kjörfundur vegna kosninga til alþingis.
Ein kjördeild verður í Strandabyggð og er kjörstaður í Hnyðju, Höfðagötu 3 Hólmavík.

Kjörfundur hefst kl. 09:00 laugardaginn 25.september 2021 en kjörstaður verður opinn frá kl. 10:00 -17:00 . Sbr. 1. mgr. 89 gr. laga nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis.

Sérstök athygli kjósenda er vakin á 1. mgr. 79 gr. laga nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis:

,,Kjósandi skal gera kjörstjórn grein fyrir sér svo sem með því að segja til sín og framvísa kennivottorði eða nafnskírteini eða á annan fullnægjandi hátt að mati kjörstjórnar. Ef hann þannig á rétt á að greiða atkvæði samkvæmt kjörstjórninni afhendir kjörstjórn honum einn kjörseðil".


Oddviti kjörstjórnar Strandabyggðar,
Jóhann Björn Arngrímsson

 

Framtíđarsýn í fiskeldi

Brynja Rós Guđlaugsdóttir | 14. september 2021

Fundur um framtíðarsýn í fiskeldi á Vestfjörðum verða haldnir 20. og 21. september. Á fundunum verður Samfélagssáttmáli og framtíðarsýn fyrirtækja í fiskeldi á Vestfjörðum til umfjöllunar auk þess sem þar verður vettfangur til að ræða þróun atvinnugreinarinnar frá öllum hliðum.

Ungmennaţing

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 13. september 2021
Þriðjudaginn 14. september fer fram fyrsta ungmennaþing vetrarins. Óli Örn sem starfar hjá Rannís kemur til okkar og aðstoðar okkur við að undirbúa og móta umsókn í Ungmennaskipti með Erasmus+ áætluninni.

Öll ungmenni á svæðinu eru velkomin en þingið fer fram í Ozon kl. 14:30. Nánar á facebook viðburði.

Starfsmađur óskast í félagslega heimaţjónustu í Strandabyggđ

Soffía Guđrún Guđmundsdóttir | 13. september 2021

Starfsmaður óskast í félagslega heimaþjónustu í Strandabyggð

 

Starfsmaður óskast í félagslega heimaþjónustu í Strandabyggð

Umsóknarfrestur er til og með 1. október.

Laun eru samkvæmt taxta Verk-Vest

Umsóknir sendist Soffíu Guðmundsdóttur, félagsmálastjóra, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík.

Upplýsingar eru veittar í síma 451-3510 og fyrirspurnir og umsóknir má einnig senda á felagsmalastjori@strandabyggd.is

Sveitarstjórnarfundur 1322 í Strandabyggđ 14. september 2021

Salbjörg Engilbertsdóttir | 10. september 2021

Fundur nr. 1322, í sveitarstjórn Strandabyggðar, verður haldinn þriðjudaginn 14. september 2021 kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3, Hólmavík.

Fundardagskrá er svohljóðandi:


1. Staða sveitarfélagsins 31. ágúst 2021
2. Ósk um leyfi frá sveitarstjórnarstörfum
3. Fyrirkomulag við framkvæmdastjórn sveitarfélagsins
4. Viðauki II við fjárhagsáætlun Strandabyggðar 2021
5. Erindi frá Vegagerðinni um skilavegi dags. 3. sept. 2021
6. Samningur um skólamáltíðir við Café Riis
7. Valkostagreining um sameiningu sveitarfélaga
8. Kjörskrá vegna alþingiskosninga 25. sept. 2021
9. Samstarfssamningur við Stofnun Rannsóknasetra Háskóla Íslands
10. Framkvæmdir við Staðarkirkjugarð
11. Fyrirspurn frá Þorgeiri Pálssyni varðandi viðskipti Strandabyggðar við Trésmiðjuna Höfða
12. Skipun fulltrúa í vinnuhóp um endurskoðun aðalskipulags Strandabyggðar
13. Breyting á kjörstjórn Strandabyggðar
14. Umsögn Strandabyggðar vegna sölu á jörðinni Neðri-Bakka
15. Fundargerð Fræðslunefndar frá 9. september 2021
16. Fundargerð Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefndar frá 17. ágúst 2021
17. Boð á Fjórðungsþing Vestfirðinga 22.-23. október 2021
18. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 26. ág. 2021
19. Fundargerð 436 fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands, frá 20. ágúst 2021
20. Fundargerð 900. Fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. ágúst 2021
21. Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu dags. 1. sept. 2021, um breytingar á leiðbeiningum um ritun fundargerðar og notkun fjarfundarbúnaðar
22. Styrkbeiðni frá Ungmennafélaginu Geislanum, dags. 31. ágúst 2021
23. Umhverfing, kynning á myndlistarverkefni 2022
24. Forstöðumannaskýrslur


Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

Jón Gísli Jónsson
Ásta Þórisdóttir
Guðfinna Lára Hávarðardóttir
Pétur Matthíasson
Jón Jónsson

 

Eldri fćrslur

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón