A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Vikan að baki

Þorgeir Pálsson | 04. júní 2023
« 1 af 3 »

Kæru íbúar Strandabyggðar,

Ársreikningur 2022

Í vikunni sem leið var auka sveitarstjórnarfundur, þar sem seinni umræða um ársreikning Strandabyggðar fór fram.  Var ársreikningurinn staðfestur af sveitarstjórn.  Niðurstaðan er ánægjuleg, því rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta var jákvæð um 8,6 millj.kr. en í A hluta var rekstrarniðurstaðan jákvæð um 21,4 millj. kr.  Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 878,4 millj. kr. samkvæmt samanteknum ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 824,5 millj. kr.  Það var sem sagt hagnaður af rekstri sveitarfélagsins á árinu 2022 og við gleðjumst auðitað yfir því.  Það er líka ánægjulegt, að handbært fé frá rekstri í A og B hluta samanlögðum er 142.559 millj. kr. Rekstur sveitarfélagsins skilar þannig afgangi til að greiða af lánum og í framkvæmdir. 

Verður nánar gerð grein fyrir afkomu sveitarfélagsins og horfum fyrir næstu ár, í sérstökum pistli í komandi viku.

Vinna við grunnskólann

Í lok vikunnar kom verkefnastjórinn okkar frá VERKÍS, hingað og fundaði með sveitarstjórnarfólki og starfsmönnum sveitarfélagsins.  Nú er framundan hönnun á hitalagnakerfi í gólf, verðkönnun varðandi steypu í ílögn, verðkönnun vegna viðgerða og/eða nýsmiði glugga og hurða og verðkönnun varðandi undirbúning og málun skólans, svo dæmi séu tekin.  Færanlega skólaeiningin er síðan væntanleg innan nokkurra vikna.

Vordagur og  Skólaslit

Grunnskólinn lauk sínum vetri með skemmtilegum vordegi við félagsheimilið, þar sem andlitsmálaðir karkkarnir drógu skólabílinn léku sér á ærslabelgnum og borðuðu pylsur.   

Daginn eftir var síðan falleg stund í kirkjunni, þar sem grunn- og tónskólanum var formlega slitið þetta skólaárið.  Þar kom fram, að þrátt fyrir allt það óhagræði sem hlaust af mygluvandanum í grunnskólanum, þá hafði skólastjóri orð á því hvað kennarar hafi samt náð að vinna vel saman og krakkarnir blómstra og sýna framfarir.  Það er vert að hrósa og þakka nemendum, kennurum og starfsfólki skólans, sem og öðrum starfsmönnum Strandabyggðar, og ekki hvað síst foreldrum, fyrir vinnuframlag, þolinmæði og skilning við þessar aðstæður. 

Geislahátið

Vikunni lauk síðan með frábærri skemmtun inni við Stórugrund, en þar hittust krakkar og foreldrar á lokahófi Geislans þennan veturinn.  Farið var á kajak, grillað og spjallað.  Frábær hópur krakka og foreldra.  Frábær skemmtun.

Það er nóg að gerast í Strandabyggð þessa dagana.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón