A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Vikan að baki

Þorgeir Pálsson | 21. nóvember 2023

Kæru íbúar Strandabyggðar,

Vikan sem leið var um margt áhugaverð.

Sterkar Strandir

Eitt af því sem þó stendur upp úr er íbúafundur í tengslum við Sterkar Strandir, sem var haldinn sl. miðvikudag.  Þar voru haldin erindi, farið yfir stöðu verkefna og markmið verkefnisins rædd í hópavinnu. 


Á íbúafundinum, var staðfest að stjórn Byggðastofnunar samþykkti áframhaldandi aðild Strandabyggðar að verkefninu og mun verkefnið Sterkar Strandir því halda áfram út árið 2024.  Við sendum stjórn Byggðastofnunar kærar þakkir fyrir þessa þessa ákvörðun.  Þetta eru mikil og góð tíðindi fyrir íbúa Strandabyggðar og það er rétt að hvetja íbúa Strandabyggðar nú til að koma fram með sínar viðskiptahugmyndir, á hvaða stigi sem þær eru, leita til verkefnastjóra Sterkra Stranda, Siguðar Líndal og þróa þær lengra. 

Á íbúafundinum kom líka fram, að augljósir vaxtarbroddar í atvinnulífi á Ströndum eru tengdir ferðaþjónustu, fiskeldi og jafnvel uppbyggingu þjóðgarðs.  Fjárfestingar í atvinnulífinu hafa gjarnan margföldunaráhrif í för með sér og það eru þessu margföldunaráhrif sem við verðum að nýta.  Við þurfum að byggja upp þekkingu og reynslu innan þeirra atvinnugreina sem fela í sér tækifæri framtíðarinnar.  Sterkar Strandir geta hjálpað okkur til þess.

 

Sértækur byggðakvóti

Stjórn byggðastofnunar ákvað einnig nýlega að, ef samningar næðust við hagsmunaaðila, væri hægt að úthluta 500 þorskígildistonnum af aflamarki stofnunarinnar til Strandabyggðar, á yfirstandandi fiskveiðiári, 2023/2024. Þarna eru tækifæri sem við verðum að reyna að nýta.  Hingað komu tveir fulltrúar Byggðastofnunar og áttu fundi með útgerðaraðilum og sjómönnum á Hólmavík.  Sértækur byggðakvóti er skilyrtur á þann hátt að honum ber að landa til vinnslu og verður mjög áhugavert að sjá hvort forsendur fyrir fiskvinnslu á Hólmavík séu til staðar eða ekki.

 

Önnur mál.

Í vikunni var haldinn sveitarstjórnarfundur, þar sem fram fór m.a. fyrri umræða um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir 2024-2027, seinni og loka umræða um saming um Velferðarþjónustu Vestfirðinga undir leiðandi stjórn Ísafjarðarbæjar og fyrri umræða um viðauka sem heimilar visst valdframsal Strandabyggðar til Ísafjarðarbæjar vegna þessa samnings.  Þessi samningur um Velferðarþjónustu Vestfirðinga, snýr að umsjón barnaverndarmála og málefnum fatlaðra, eingöngu.  Félagsþjónusta Stranda, Reykhóla og Dalabyggðar mun sjá um alla almenna félagsþjónustu, sem fyrr.

Að auki var nokkuð um fundi með verktökum vegna endurbóta í grunnskólanum og komu verkefnastjórar í heimsókn í vikunni.  Allt þokast í rétt átt og engin stórvægileg vandamál hafa komið upp.  

Kveðja

Þorgeir Pálsson

oddviti

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón