A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Valkostagreining- sameiningar sveitarfélaga

| 12. apríl 2021

Kæru íbúar Strandabyggðar,

Eins og þið hafið sjálfsagt heyrt um, hefur Strandabyggð fengið styrk úr Jöfnunarsjóði til að framkvæma svokallaða valkostagreiningu.  Þessi vinna er í tengslum við hugsanlega sameiningu sveitarféælaga, sem er framundan og hefur mikið verið rædd undanfarna mánuði.

Valkostagreiningu er ætlað að draga upp myndir af þeim sameiningarkostum sem sveitarfélagið gæti viljað skoða frekar og eru þá kostir og gallar við hverja sameingarvalkosti tíundaðir.  Strandabyggð hefur ráðið ráðgjafafyrirtækið RR Ráðgjöf til að vinna þetta verkefni með okkur.  Fyrir helgina var haldinn fyrsti fundur okkar með RR Ráðgjöf og sátu þann fjarfund fulltrúar í sveitarstjórn, forstöðumenn og nefndarmenn í Strandabyggð. 

Þar kom m.a. fram, að „markmið verkefnisins er að greina styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri Strandabyggðar ef til sameiningar sveitarfélagsins kemur. Í því felst jafnframt að greina sameiningarvalkosti.  Afurð verkefnisins verður minnisblað sem lýsir niðurstöðum verkefnisins og auðveldar sveitarstjórn Strandabyggðar að meta hvort og þá við hvaða sveitarfélög skuli hefja  sameiningarviðræður“.

Við bindum miklar vonir við þetta verkefni sem ætti að hjálpa okkur að vega og meta hvernig við sjáum Strandabyggð þróast með sameiningu við önnur sveitarfélög.  Það er líka mikilvægt að þetta verkefni og sú vinna og umræða sem því tengist, hjálpi okkur að skilja sérstöðu Strandabyggðar; hvað það raunverulega er sem við höfum fram að færa, hvað okkur vantar o.s.frv. 

Framundan eru vinnufundur og íbúafundir sem við greinum nánar frá síðar sem og framgangi verkefnisins, sem við reiknum með að ljúki í haust. 

 

Kveðja

Þorgeir Pálsson

sveitarstjóri Strandabyggðar

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón