A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstundafulltrúi í Strandabyggð – spennandi starf

| 13. júní 2017

Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir laust til umsóknar starf tómstundafulltrúa. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf þar sem skapandi og skipulagðir einstaklingar sem hafa  unun af samskiptum og samstarfi við ungt fólk ættu að blómstra.


Markmið og verkefni

  • Hefur umsjón með og leiðir starf ungs fólks í sveitarfélaginu
  • Umsjón og stefnumótun á sviði tómstunda-, íþrótta- og menningarmála
  • Stuðningur við félagasamtök varðandi skipulag og stjórnun
  • Vinnur að forvörnum á breiðum grunni
  • Samningagerð
  • Verkefna- og viðburðastjórnun

Menntun, færni og eiginleikar

  • Háskólapróf í tómstunda- og félagsmálafræði eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
  • Starfsreynsla af félagsstörfum með börnum og ungmennum
  • Skipulags- og stjórnunarfærni
  • Samskiptafærni og geta til að tjá sig í ræðu og riti
  • Frumkvæði, jákvætt hugarfar og hugmyndaauðgi
  • Hvetjandi og góð fyrirmynd

Umsóknarfrestur er til 19. júní og skulu umsóknir ásamt ferilskrá berast skrifstofu Strandabyggðar, Höfðagötu 3, 510 Hómavík eða á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is.  Nánari upplýsingar um starfið ogsveitarfélagið fást á skrifstofu Strandabyggðar, sími 4513510 og  á vefsíðunni www.strandabyggd.is.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón