A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

"Til fyrirmyndar" veggur á Hólmavík!

| 26. júní 2020
"Hvatningarátakið TIL FYRIRMYNDAR er tileinkað frú Vigdísi Finnbogadóttur og íslensku þjóðinni.
Fyrir 40 árum stigum við Íslendingar framfaraskref á heimsmælikvarða og vorum til fyrirmyndar með því
að vera fyrst þjóða til að kjósa konu sem forseta í lýðræðislegum kosningum,
frú Vigdísi Finnbogadóttur.

Á þessum tímamótum er verðugt að staldra við, huga að því sem vel er gert og þakka þeim sem hafa
verið til fyrirmyndar á einn eða annan hátt.

Frá 17. til 30. júní verða landsmenn hvattir til að senda handskrifaða eða rafræna kveðju til
fjöl skyldu, vina, vinnustaða, félagasamtaka eða annarra sem bréfritarar vilja
þakka fyrir að vera til fyrirmyndar.

Hvatningarátakið var fyrst haldið fyrir 10 árum við mjög góðar viðtökur og þúsundir manna tóku þátt."

Á Hólmavík verður líka "Til fyrirmyndar" veggur og hér er hann í uppsetningu á vegg Galdrasafnsins. 

Verum til fyrirmyndar á Hamingjudögum á Hólmavík!

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón