A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur í Strandabyggð, nr. 1348, 13.6.23

Þorgeir Pálsson | 10. júní 2023

Fundur nr. 1348 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 13. júní kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

  1. Ákvörðun um afboðun fundar i júlí vegna sumarleyfa – til afgreiðslu
  2. Forstöðumannaskýrslur – til kynningar
  3. Vinnuskýrsla sveitarstjóra og sérstök samantekt verkefna – til umræðu
  4. Fundargerð ADH nefndar frá 7.6.23 – til afgreiðslu
  5. Fundargerð VEL nefndar frá 7.6.23 – Til afgreiðslu
  6. Fundargerð TÍM nefndar frá 7.6.23 – til afgreiðslu
  7. Fundargerð FRÆ nefndar frá 12.6.23 – til afgreiðslu
  8. Staða mála varðandi viðgerðir á grunnskólanum – til umræðu
  9. Sameiginleg skipulagsnefnd, kynning á tillögu VSÓ Ráðgjafar – til afgreiðslu
  10. Skipan fulltrúa í hlutverk innleiðingarstjóra, innleiðingarteymis, talsmanna og tengiliða vegna innleiðingar laga um samþættingu farsældar barna, minnisblað sveitarstjóra – til afgreiðslu
  11. Skipan fulltrúa í stjórn Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna, minnisblað sveitarstjóra - til afgreiðslu
  12. Skipan aðal og varamanns í Öldungaráð - til afgreiðslu
  13. Aðalfundur Sorpsamlags Strandasýslu, 6.6.23, fundargerð – til kynningar
  14. Greinargerð til innviðaráðuneytis vegna kvörtunar um meinta ólögmæta stjórnsýslu sveitarfélagsins Strandabyggðar, nánar tiltekið við skipun í fastanefndir sveitarfélagsins – til kynningar
  15. Greianargerð til innviðaráðuneytis vegna kvörtunar um ákvörðun oddvita um að neita kjörnum fulltrúum að leggja fram tillögu á sveitarstjórnarfundi og að flokka mál sem tekin eru fyrir á sveitarstjórnarfundi – til kynningar
  16. Skipan fulltrúa Strandabyggðar í Svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða, að beiðni Fjórðungssambands Vestfirðinga, til afgreiðslu
  17. Náttúrustofa Vestfjarða, ársfundur 2023, fundargerð – til kynningar
  18. Náttúrustofa Vestfjarðar, fundargerð 143, frá 19.5.23 – til kynningar
  19. Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerð 928 frá 2.6.23 – til kynningar
  20. Ársreikningur Fjórðungssambands Vestfirðinga – til kynningar.

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

 

Þorgeir Pálsson

Jón Sigmundsson

Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir

Matthías Sævar Lýðsson

Hlíf Hrólfsdóttir

 

Stefnt er á að streyma fundinum á youtube síðu Strandabyggðar https://www.youtube.com/channel/UCeIjqjE2w2-V0IMQ9ZxplvA

 

Strandabyggð  10.6.2023

Þorgeir Pálsson oddviti

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón