A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Styrkveitingar í Hnyðju

| 01. október 2019
« 1 af 4 »

Í dag voru veittir styrkir á vegum Strandabyggðar til ýmissa verkefna.  Strandabyggð veitir árlega styrki í ýmis minni verkefni og er úthlutað tvisvar á ári.  Í þetta sinn var um að ræða seinni úthlutun ársins.  Alls bárust átta umsóknir og sex þeirra fengu styrk.  Í pottinum voru kr. 350.000.- en sótt var um styrki að upphæð kr. 719.500.  Þrátt fyrir að ná ekki að mæta þeirri tölu, er ljóst að þessir styrkir koma styrkþegum að gagni við uppbyggingu sinna verkefna. Eftirtaldir fengu styrki:

  • Ásta Þórisdóttir, Fatasóunarátak, kr. 70.000.-
  • Ásta Þórisdóttir, Pokastöðin Strandir, kr. 60.000.-
  • Dagrún Ósk Jónsdóttir, stofnun Lista- og Menningarfélags í Strandabyggð, kr. 40.000.-
  • Svanhildur Jónsdóttir, skreyting jólatrés við Hafnarbraut 21 og viðburður því tengdur, kr. 60.000.-
  • Gerður Kristný, dvöl á Ströndum við gerð ljóðabálkar, kr. 50.000.-
  • Esther Ösp Valdimarsdóttir, Málþing - að senda börn í sveit, kr. 70.000.-

Sérstök úthlutunarnefnd var kjörin til að annast umsjón með styrkveitingunum í þetta sinn og í henni voru;  Guðfinna Lára Hávarðardóttir fulltrúi sveitarstjórnar, Skúli Gautason Menningarfulltrúi og Þorgeir Pálsson sveitarstjóri.  Jón Jónsson sá um að afhenda staðfestingar til styrkþega, ásamt Skúla Gautasyni og fórst þeim það vel úr hendi.

Þetta var ánægjuleg stund og mikilvægt að geta stutt við fjölbreytt verkefni með þessu tagi.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón