A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Styrktarsamningur við Leikfélag Hólmavíkur

| 13. mars 2012
F.v. Arnar Snæberg Jónsson tómstundafulltrúi sem vann að samningagerðinni, Kristín Sigurrós Einarsdóttir, formaður Leikfélags Hólmavíkur og Ingibjörg Valgeirsdóttir, sveitarstjóri í Strandabyggð.
F.v. Arnar Snæberg Jónsson tómstundafulltrúi sem vann að samningagerðinni, Kristín Sigurrós Einarsdóttir, formaður Leikfélags Hólmavíkur og Ingibjörg Valgeirsdóttir, sveitarstjóri í Strandabyggð.
Á dögunum var skrifað undir styrktarsamning milli sveitarfélagsins Strandabyggðar og Leikfélags Hólmavíkur, en slíkir samningar hafa verið gerðir við nokkur félög og samtök í sveitarfélaginu undanfarnar vikur. Samningurinn kveður á um árlegt fjárframlag sveitarfélagsins til leikfélagsins sem hefur verið mjög öflugt undanfarin ár og lagt æ ríkari áherslu á starf fyrir yngri kynslóðina ásamt því að setja upp stór leikrit á hverju ári. Þá hefur félagið einnig átt í góðu samstarfi við Grunnskólann á Hólmavík um uppfærslur á söngleikjum með þátttöku ungra leikara. Einnig fjallar samningurinn um afnot félagsins af aðstöðu í kjallara félagsheimilisins á Hólmavík og framlag félagsins til uppbyggingar á búnaði og aðstöðu í félagsheimilinu.


Undir samninginn skrifuðu Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri Strandabyggðar og Kristín Sigurrós Einarsdóttir, formaður Leikfélags Hólmavíkur. Einnig var Arnar S. Jónsson tómstundafulltrúi viðstaddur, en hann sá um samningsgerðina fyrir hönd sveitarfélagsins.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón