A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Starfsstækifæri í Ozon

| 20. ágúst 2021

Félagsmiðstöðin Ozon auglýsir eftir frístundaleiðbeinanda.
Ozon youth center is looking for youth workers - please be in touch if you are interested.

Markmið félagsmiðstöðva er að þjálfa félags- og samskiptafærni barna og unglinga í gengum leik og starf. Markhópur félagsmiðstöðva er börn og unglingar á aldrinum 10-16 ára.

Frístundaleiðbeinandi vinnur faglegt starf með börnum og unglingum og skipuleggur hópastarf og verkefni tengdum menningar-, félags- og forvarnarstarfi félagsmiðstöðvarinnar. Starfað er í anda lýðræðis á starfsstaðnum og markvisst er unnið að því að auka sjálfstæði, ábyrgð og virkni þeirra sem taka þátt í starfinu. 

 
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipulag og umsjón með hópum, verkefnum og viðburðum í menningar-, félags- og tómstundastarfi barna og ungmenna í samráði við tómstundafulltrúa. 
  • Leiðbeinir börnum í faglegu frístundastarfi sem mætir þeirra þörfum hverju sinni.
  • Vinnur í anda lýðræðis og eykur sjálfstæði, ábyrgð og virkni barna og ungmenna markvisst í starfinu.
  • Vinnur samkvæmt 1. og 2. stigs forvörnum í öllu starfi félagsmiðstöðvarinnar.
  • Sinnir öðrum þeim verkefnum sem honum eru falin og falla undir starfssviðið.


Hæfniskröfur:

  • Uppeldismenntun, svo sem nám í tómstundafræði er kostur.
  • Reynsla af vinnu með börnum og ungmennum er æskileg.
  • Hugmyndaauðgi, jákvæðni og sveigjanleiki.
  • Áhugi á starfi með börnum og unglingum og framúrskarandi samskiptahæfni.
  • Metnaður í starfi og hæfni til að vinna í hóp
  • Sjálfstæði, frumkvæði, metnaður og skipulögð vinnubrögð
  • Hreint sakavottorð


Um er að ræða 10-20% hlutastarf síðdegis eða á kvöldin og er starfstíminn að einhverju leiti umsemjanlegur. Starfið hentar vel sem aukavinna með námi eða öðru starfi.
Launakjör eru skv. kjarasamningi Samband íslenskra sveitafélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknafrestur er til og með 29. ágúst 2021.
Umsóknir berast á netfangið esther@strandabyggd.is. Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Öll kyn eru hvött til að sækja um.


Nánari upplýsingar veitir Esther Ösp Valdimarsdóttir í síma 849-8620 eða á netfanginu esther@strandabyggd.is

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón