A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

SamVest á Hólmavík

| 07. febrúar 2017
Hljómsveitin sem flutti Ég mun ekki gefast upp
Hljómsveitin sem flutti Ég mun ekki gefast upp
SamVest fór fram í félagsheimilinu á Hólmavík fimmtudaginn 2. febrúar. Um er að ræða söngkeppni félagsmiðstöðva á Ströndum, Reykhólum og  öllu Vesturlandi og ball í kjölfarið.

Ellefu atriði tóku þátt í keppninni, 1-2 frá hverri félagsmiðstöð, og voru þau hvert öðru glæsilegra. Í dómnefnd sátu Andrea Kristín Jónsdóttir, sveitastýra Strandabyggðar, Kristín Lilja Sverrisdóttir, söngkona og meðlimur í ungmennaráði Strandabyggðar og Íris Björg Guðbjartsdóttir, tónlistarkona og bóndi. Kristbergur Ómar Steinarsson, meðlimur í ungmennaráði, var kynnir keppninnar.

Félagsmiðstöðin Óðal bar sigur út bítum með flutningi Báru Söru á laginu We don't need to take off our clothes með Ella Eyre. Í öðru sæti hafnaði síðan Ozon á Hólmavík þar sem heil hljómsveit, með Díönu Jórunni Pálsdóttur í fararbroddi, flutti lagið Radioactive, með Imagine Dragons. Þessi tvö atriði hafa nú tryggt sér keppnisrétt á söngkeppni Samfés sem fer fram í Laugardalshöllinni þann 25. mars.

Að keppni lokinni var svo frábært ball þar sem nær 250 unglingar dönsuðu við DJ Dag og upplifðu tónleika með hinum víðfræga GKR. Allt saman fór vel fram og er það ekki síst vinnuframlagi unglinga í félagsmálavali að þakka.




Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón