A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Saga Kaupfélags Steingrímsfjarðar heldur áfram

| 15. maí 2011
Jón E. Alfreð fyrrum kaupfélagsstjóri og Jón Eðvald Halldórsson núverandi kaupfélagsstjóri. Myndir: IV
Jón E. Alfreð fyrrum kaupfélagsstjóri og Jón Eðvald Halldórsson núverandi kaupfélagsstjóri. Myndir: IV
« 1 af 7 »
Kaupfélag Steingrímsfjarðar á Hólmavík var stofnað 29. desember 1898. Stórbrotin saga þess hefur verið samofin samfélaginu og daglegu lífi íbúa hér á Ströndum í 113 ár eins og sjá mér hér. Og sagan heldur áfram. Þriðjudaginn 10. maí 2011 voru síðustu pappírar og munir Kaupfélags Steingrímsfjarðar fluttir úr geymslum á efstu og neðstu hæðum fyrrum húsnæðis þess að Höfðagötu 3 á Hólmavík. Á meðfylgjandi myndum má sjá Jón E. Alfreðsson fyrrum kaupfélagsstjóra og Jón Eðvald Halldórsson, barnabarn hans og núverandi kaupfélagsstjóra, við flutningana ásamt starfsfólki Kaupfélagsins, Bryndísi Sveinsdóttur sveitarstjórnarmanni og Valgeiri Erni Kristjánssyni formanni Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar.

Húsnæðið að Höfðagötu 3, sem er í eigu sveitarfélagsins Strandabyggðar, gegnir í dag nýju hlutverki í samfélaginu sem Þróunarsetrið á Hólmavík þar sem fulltrúar fjölda stofnanna og félagasamtaka eru með skrifstofur. Teikningar og pappírar byggingarfulltrúa Strandabyggðar hafa nú verið fluttir á efstu hæðina. Jafnframt er verið að rýma neðstu hæðina á Höfðagötu 3 þessa dagana en þar hafa auk Kaupfélags Steingrímsfjarðar, Héraðsbókasafn Strandasýslu, sveitarfélagið Strandabyggð, Handverkshópurinn Strandakúnst og fleiri aðilar verið með geymslumuni. Til stendur að koma neðstu hæðinni í frekari nýtingu fyrir móttöku sveitarfélagsins, fundi, fræðslu, viðburði, sýningar, handverkssölu ofl.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón