A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Menningarverðlaun Strandabyggðar 2017 og setning Hamingjudaga

Salbjörg Engilbertsdóttir | 07. júlí 2017
Þórarinn Magnússon og Esther Ösp Valdimarsdóttir með viðurkenningar og verðlaun
Þórarinn Magnússon og Esther Ösp Valdimarsdóttir með viðurkenningar og verðlaun
« 1 af 4 »

Lóan, Manningarverðlaun Strandabyggðar, voru veitt í áttunda skiptið á Hamingjudögum síðastliðin föstudag á setningu Hamingjudaga sem að þessu sinni var haldin í Steinshúsi við Djúp.  Salbjörg Engilbertsdóttir frá Tómstunda, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar setti hátíðina og stýrði dagskrá. 

Menningarverðlaun eru veitt sem árleg hvatning til einstaklings, félags, stofnunar, fyrirtækis eða hóps fyrir eftirtektavert framtak á sviði menningar og lista í sveitarfélaginu á líðandi ári. Ákvörðun um handhafa verðlaunanna er tekin af tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd að fengnum tilnefningum frá íbúum sveitarfélagsins. Auk þess sem nefndin hefur heimild til að bæta við tilnefningum.


Verðlaunagripurinn Heiðlóan veitist þeim er hlýtur menningarverðlaunin ár hvert. Heiðlóan er hönnuð og smíðuð af handverksmanninum Hafþóri Ragnari Þórhallssyni og var hún nú veitt í áttunda sinn. Áður hafa leiklistarval Grunnskólans, Þjóðfræðistofa, Einar Hákonarson, Sauðfjársetur á Ströndum, Leikfélag Hólmavíkur og Sigríður Óladóttir og  hlotið Menningarverðlaunin. Galdrasýningin á Ströndum, Sauðfjársetrið,Viðar Guðmundsson,Sigríður og Birkir í Tröllatungu hafa einnig hlotið sérstaka viðurkenningu fyrir framlag til menningarmála á Ströndum.

Í ár hlaut Steinshús Menningarverðlaunin fyrir eftirtektarvert menningarframtak í sveitarfélaginu. Steinshús hefur unnið ötullega að uppbyggingu gamla samkomuhússins á Nauteyri frá árinu 2008 og hefur nú breytt því í safn og fræðimannasetur til minningar um skáldið Stein Steinarr sem fæddist í Skjaldfannardal 1908. Bæði sýning og fræðimannasetur er gert af myndugleik og sveitarfélaginu til sóma, auk þess að halda á lofti merkum heimildum um eitt ástæslasta skáld þjóðarinnar.

Einnig var veitt sérstök viðurkenning vegna framlags til menningamála og að þessu sinni hlaut Esther Ösp Valdimarsdóttir viðurkenninguna en hún hefur staðið fyrir uppsetningu á sýningunni "Sumardvöl í sveit" á Sauðfjársetrinu. Sýningin er hluti af þverfaglegu rannsóknarverkefni um siðinn að senda börn í sveit. Auk sýningarinnar hefur Esther staðið fyrir fjölda viðburða tengdum verkefninu, fyrirlestrum og fjölskyldustundum.  Verkefnið tengist svæðinu sterkum böndum og eykur við menningararf Stranda með samantekt og framsetningu á reynslu fjölmarga Strandamanna fyrr og síðar.

Innilega til hamingju með Menningarverðlaunin og bestu þakkir fyrir ykkar framlag.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón