A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Leiguhúsnćđi á Hólmavík laust til umsóknar

| 13. ágúst 2013

Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir eftirfarandi leiguhúsnæði á Hólmavík laust til umsóknar:

 

  • Austurtún 8, íbúð í raðhúsi. Um er að ræða vel skipulagða 4 herbergja íbúð á tveimur hæðum alls 117,5 m2.
  • Hafnarbraut 19, íbúð á annarri hæð ofan við Sparisjóð Strandamanna. Um er að ræða 151 m2 rúmgóða 5 herbergja íbúð.

Báðar íbðúðirnar verða lausar til útleigu þann 1. september.

Umsóknir um leiguhúsnæði skulu berast skrifstofu Strandabyggðar Höðagötu 3, 510 Hólmavík eða í tölvupósti á strandabyggd@strandabyggd.is fyrir kl. 14:00 föstuudaginn 23. ágúst 2013. Umsóknareyðublöð má finna á www.strandabyggd.is (neðst í hægra horninu undir liðnum „Umsóknir“). Tilgreina þarf sérstaklega hvaða íbúð er sóst eftir.


----------------------------------------------------------------------------------------------
 

Reglur um útleigu á íbúðarhúsnæði í eigu sveitarfélagsins Strandabyggðar

Samþykktar í sveitarstjórn Strandabyggðar 21. júní 2011

  1. Strandabyggð getur leigt út íbúðarhúsnæði í eigu sveitarfélagsins, bæði tímabundið og ótímabundið. Gerðir eru skriflegir samningar við leigutaka og er miðað við þriggja mánaða uppsagnarfrest af beggja hálfu. Heimilt er að tengja leigugjald við vísitölu. Leigugjald skal taka mið af verði á almennum markaði á svæðinu og jafnframt stærð, aldri, gerð og ástandi húsnæðis.
  2. Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að breyta leiguverði samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar. Tilkynna skal leigutökum um slíkt áður en breytingin tekur gildi með þriggja mánaða fyrirvara.
  3. Sveitarstjórn getur tekið ákvörðun um að selja leiguíbúðir og íbúðarhús í eigu sveitarfélagsins. Skylt er að tilkynna leigutaka um slíka ákvörðun þegar hún liggur fyrir.
  4. Þegar íbúðarhúsnæði losnar er meginregla að það tiltekna húsnæði skuli auglýst opinberlega til leigu og óskað eftir umsóknum. Þeir sem þegar hafa lýst yfir áhuga á leiguhúsnæði í eigu sveitarfélagsins þurfa að endurnýja umsókn sínar hverju sinni. Miða skal við að auglýsing sé uppi á viðteknum stöðum í sveitarfélaginu og jafnframt birt á vef Strandabyggðar í að minnsta kosti 10 daga áður en umsóknarfrestur rennur út. Í einstökum tilfellum getur sveitarstjórn vegna sérstakra aðstæðna tekið formlega ákvörðun um að fyrirkomulag sé annað.
  5. Áður en íbúðarhúsnæði í eigu sveitarfélagsins er úthlutað til leigu skal leita eftir umsögn félagsmálastjóra Stranda og Reykhólahrepps um hvort þörf sé fyrir úthlutun þess á grundvelli félagslegra aðstæðna og sjónarmiða.
  6. Sveitarstjórn skal á fundi sínum fjalla um og úthluta leiguíbúðum samkvæmt fyrirliggjandi umsóknum með hliðsjón af aðstæðum umsækjenda.
  7. Fara skal með umsóknir sem trúnaðarmál

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón