A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Innritun í FNV dreifnám á Hólmavík

Salbjörg Engilbertsdóttir | 11. maí 2022


Nú stendur innritun yfir fyrir nemendur 10. bekkjar í framhaldsskóla og nýlega var bæklingur um skólann sendur á heimili í Strandabyggð og nágrannasveitarfélaga.  Á heimasíðu skólans kemur fram að FNV er vinalegur skóli þar sem gott samband er á milli nemenda og starfsfólks. Einkunnarorð skólans eru vinnusemi, vellíðan og virðing. Við leggjum áherslu á góða þjónustu og stuðning við nemendur og að sem flestir geti fundið nám við hæfi. Hægt er að leggja stund á bóknám, iðnnám, starfsnám og fleira.

Nemendur í dagskóla sækja skólann á Sauðárkróki eða í dreifnámi á Blönduósi, Hvammstanga eða Hólmavík. Nemendur í fjarnámi geta stundað námið hvaðan sem er af landinu eða hvar sem er í heiminum.

Heimavist skólans er vel búin og herbergi eru nýuppgerð. Í mötuneytinu er lögð áhersla á hollan mat.

Nemendafélag skólans, NFNV, stendur fyrir öflugu félagslífi þar sem nemendur fá tækifæri til að rækta hæfileika sína.

Við hvetjum fólk sem er áhugasamt um að kynna sér námsleiðir að hafa samband við námsráðgjafa eða Atla umsjónarmann dreifnámsins á Hólmavík.  Ýmsar iðngreinar er hægt að skrá sig í til að fá réttindi og hingað vantar t.d fólk með menntun í ýmsum iðngreinum.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón