A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Dansinn stiginn í Strandabyggð

| 05. apríl 2013
Komdu að dansa!
Komdu að dansa!
Vikan 8.-12. apríl verður sannkölluð dansvika í Strandabyggð. Eins og undanfarin tvö ár mun Jón Pétur Úlfljótsson frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru mæta á svæðið og hafa grunnskólanemar kost á að sækja dansnámskeið í Íþróttamiðstöðinni frá mánudegi til föstudags eins og hér segir: Kl. 13:10-14:00 (1.-3. bekkur), kl. 14:10-15:00 (5.-7. bekkur) og kl. 15:10-16:00 (8.-10. bekkur). Námskeið yngri kynslóðarinnar enda með danssýningu á föstudeginum. Grunnskólinn sér um að taka við skráningum.


Dansnámskeið fyrir 16 ára og eldri verður haldið í Félagsheimilinu frá þriðjudegi til fimmtudags kl. 21:00-22:00. Athugið að hægt er að mæta á einstök kvöld eða öll kvöldin og kostar námskeiðið í heild 3.000 kr. eða hvert kvöld 1.000 kr. Allir fá viðfangsefni við hæfi og getu hvers og eins. Skráning á fullorðinsnámskeiðið er hjá Arnari S. Jónssyni tómstundafulltrúa í s. 8-941-941 og tomstundafulltrui@strandabyggd.is.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón