Innskráning

A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Valgreinaskólinn

24. maí 2022 | Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir


Skólaþjónustan Ásgarður og fjórtán grunnskólar hafa í vetur unnið að því að skipuleggja valgreinar fyrir unglingastig þvert á skóla, þvert yfir landið. 

Upphaf þessarar vinnu var rausnarlegur styrkur til Ásgarðs og Skóla í skýjunum síðastliðið haust frá samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi eystra SSNV. Styrkurinn var meðal annars nýttur til að þróa miðlægt tvær valgreinar. Nemendur í níu skólum tóku þátt í náminu á netinu sem heppnaðist afar vel og framhaldsstyrkur varð svo til þess að farið var í að þróa valgreinaval í samstarfi við fleiri skóla.

Í samráði við skólastjórnendur í fjórtán skólum var nemendum gefinn kostur á að koma með tillögur að valgreinum og taka þátt í forvali. Að öllum líkindum verður hægt að bjóða upp á allt að fjórtán valgreinar í Valgreinaskólanum næsta haust. Meðal valgreina í boði verða Kökuskreytingar, íþróttaval, eðlis- og efnafræðival, kvikmyndagerð, franska, þýska, hljóðblöndun, kynjafræði, rafíþróttir, tölvuleikjahönnun og leiklist.

Samstarfsskólarnir eru: Reykhólaskóli, Patreksskóli, Bíldudalsskóli, Tálknafjarðarskóli, Grunnskóli Bolungarvíkur, Grunnskólinn á Hólmavík, Hríseyjarskóli, Stórutjarnaskóli, Þingeyjarskóli, Reykjahlíðarskóli, Öxarfjarðarskóli, Grunnskóli Raufarhafnar, Skóli í skýjunum og Þórshafnarskóli. 

Valgreinarnar verða settar upp á Námsgagnatorgi í Valgreinaskólanum. Kennarar koma úr þátttökuskólunum. Þetta er þess vegna tækifæri í starfsþróun fyrir kennara í Valgreinaskólanum auk þess sem þekking þeirra og hæfni nýtist fleirum.  Þetta er líka tækifæri fyrir nemendur í fámennum skólum sem fá þá aðgang að fjölbreyttum valgreinum í samræmi við áhugasvið sitt og efla tengslanet sitt með því að kynnast nemendum úr öðrum skólum. Annað eins framboð af valgreinum er ekki mögulegt að bjóða án þessa samstarfs.

 

Tilbođ óskast í verk viđ félagsheimiliđ á Hólmavík

22. maí 2022 | Salbjörg Engilbertsdóttir
Inngangur í kjallara viđ hliđ ćrslabelgs
Inngangur í kjallara viđ hliđ ćrslabelgs
« 1 af 2 »

Óskað er eftir tilboði í gerð á nýjum steyptum inngangi við félagsmiðstöðina í félagsheimilinu á Hólmavík.
Tengja þarf niðurfall í neðri plötu við frárennslislögn á staðnum, setja takkadúk á nýja veggi inngangsins ásamt útvegg hússins til norðurs. Sjá teikningu, og ef frekari upplýsingar þarfnast má hafa samband við byggingarfulltrui@strandabyggd.is

Tilboð óskast send fyrir 6.júní n.k á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is

Kosningar, yfirstrikanir og nánari skýringar

20. maí 2022 | Salbjörg Engilbertsdóttir

Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn Strandabyggðar var lítið um yfirstrikanir í kosningum til sveitarstjórnar laugardaginn 14. maí og höfðu ekki áhrif til breytinga. Eitthvað var um að frambjóðendur væru færðir til um sæti en hafði heldur ekki áhrif á sæti þeirra.

Á A-lista var það Matthías Lýðsson oddviti A-lista sem fékk flestar útstrikanir eða 5. Hlíf Hrólfsdóttir fékk 2 útstrikanir og Guðfinna Hávarðardóttir og Ragnheiður Ingimundardóttir fengu 1 útstrikun hvor.


Sex frambjóðendur T-lista fengu útstrikanir. Þorgeir Pálsson, oddviti flokksins, fékk 1 útstrikun, Jón Sigmundsson fékk 6 útstrikanir,  Sigríður Jónsdóttir 2 útstrikanir.

...
Meira

Sumarbörn í Strandabyggđ 2022

20. maí 2022 | Salbjörg Engilbertsdóttir
Það verður nóg um að vera fyrir börn í Strandabyggð í sumar.

Fyrir unglinga verður Vinnuskóli, hálfan daginn í tvær vikur fyrir þau yngstu og allt upp í fullan vinnudag allt sumarið. Auk þess verða æfingar á vegum Geislans. Skapandi sumarstörf verða í boði og er um að ræða Tónlistarsmiðju með Óliver Bernburg, teikninámskeið með José Javier Minguez og þátttaka í vinnu við skúlptúraslóð.

Í júní verður fjölbreytt sumarstarf í boði fyrir yngri börn á grunnskólaaldri. Félagsmiðstöðin Ozon, Ungmennafélagið Geislinn og  Náttúrubarnaskólinn standa saman að því að bjóða upp á fjölbreyttan og skemmtilegan samfelldan dag frá 8:30-16 dagana 7.júní - 1. júlí. Börn geta skráð sig viku í senn og toppleiðbeinendur verða á öllum námskeiðshlutum og njóta aðstoðar stuðningsfulltrúa og vinnuskólanemenda eftir atvikum.

Gjaldtaka verður á námskeiðunum en alltaf er niðurgreitt að hluta fyrir börn foreldra með lögheimili á svæðinu. 

Skráningarform er hér og er frestur til að skila inn skráningu til og með 29. maí 2022

Umsjón sumarnámskeiða er í höndum Íþrótta- og tómstundafulltrúa í samvinnu við  Náttúrubarnaskólann, Umf Geislann og Hallberu Gunnarsdóttur og Ólivers Bernburg en Óliver er íslenskur tónlistarmaður búsettur í Danmörku og ætlar hann að starfa hjá okkur í maí og júní.


Laus störf hjá Félagsţjónustu Stranda og Reykhólahrepps

17. maí 2022 | Hjördís Inga Hjörleifsdóttir

Starfsmaður óskast í félagslega heimaþjónustu í Strandabyggð og á Reykhólum

 

Starfsmaður óskast í sumarafleysingar í félagslega heimaþjónustu í Strandabyggð. Einnig vantar starfsmann í félagslega heimaþjónustu á Reykhólum.

Umsóknarfrestur er til og með 27. maí 2022.

Laun eru samkvæmt taxta Verk-Vest

Umsóknir sendist Soffíu Guðmundsdóttur, félagsmálastjóra, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík.

Upplýsingar eru veittar í síma 451-3510 og fyrirspurnir og umsóknir má einnig senda á felagsmalastjori@strandabyggd.is

Laust starf í áhaldahúsi - frestur framlengdur

16. maí 2022 | Salbjörg Engilbertsdóttir

Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir laust starf í Áhaldahúsi Strandabyggðar a.m.k til 30. September n.k. með möguleika á framlengingu.


Um er að ræða afar fjölbreytt og krefjandi starf þar sem Áhaldahús Strandabyggðar er með ábyrgð á eftirfarandi verkefnum:
- Vatnsveitu
- Fráveitu
- Umsjón og viðhaldi fasteigna
- Hólmavíkurhöfn
- Sorpsamlag 
- Umsjón með snjómokstri og söltun á Hólmavík
- Þjónusta stofnanir Strandabyggðar
- Fjölbreytt verkefni sem til falla


Menntunarkröfur
Kostur er að starfsmaður sé með eftirfarandi:
- Iðnmenntun
- Meirapróf ásamt auknum réttindum á krana og farmflutningaleyfi
- Vigtarréttindi


Leitað er eftir starfsmanni með ríka þjónustulund og góða samskiptahæfni. Mikilvægt er að starfsmaður sé skipulagður og geti tileinkað sér sjálfstæð vinnubrögð.


Umsóknarfrestur er til og með 30. maí nk og þarf umsækjandi að geta byrjað sem fyrst. Umsóknum ásamt ferilskrá ber að skila í netfangið strandabyggd@strandabyggd.is eða á skrifstofu Strandabyggðar að Höfðagötu 3.


Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurður Marinó Þorvaldsson verkstjóri Áhaldahúss Strandabyggðar í síma 8944806.

Strandir.is - fréttir

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón