Innskráning

A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fjallskilaseđill Strandabyggđar 2018

15. ágúst 2018 | Ţorgeir Pálsson
Fjallskilaseðill Strandabyggðar 2018 hefur verið gerður opinber og er hann að finna á heimasíðu Strandabyggðar undir: Stjórnsýsla - Skýrslur og samþykktir - Fjallskil.  Hann verður einnig sendur í pósti til hlutaðeigandi.


Skólasetning Grunnskólans á Holmavík

13. ágúst 2018 | Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir
Grunnskólinn á Hólmavík verður settur miðvikudaginn 22. ágúst klukkan 17:00 við skólann. Eftir skólasetningu bjóða umsjónarkennarar nemendum í kennslustofu þar sem afhentar verða stundaskrár og farið yfir skipulag vetrarins.
Nýnemar, nemendur í 1. bekk og aðrir nýir nemendur ásamt foreldrum, mæta í skólann klukkan 16:00.
Við hlökkum til samstarfsins í vetur. Allir velkomnir

Grunnskólinn á Hólmavík vill start on wednesday 22. of august at 17:00 by the school. After the opening the supervising teachers will invite students to their classroom. There the students will get weekly plans and further information.
New students together with their parents attend school at 16:00.
We are looking forward to work together.

Starf viđ Grunn- og Tónskólann á Hólmavík

11. ágúst 2018 | Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir
Laus er staða tónlistarkennara við Tónskólann á Hólmavík skólaárið 2018-2019. Meðal kennslugreina: gítar, rafmagnsgítar, ukulele, bassi og trommur. 
Leitað er eftir kennara með góða kunnáttu og færni í hljóðfæraleik, skipulagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af tónlistarkennslu er kostur.
Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.
Umsóknarfrestur er til 20. ágúst 2018. 

Nánari upplýsingar veitir: Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, skólastjóri, sími 451 3430, netfang skolastjori@strandabyggd.is 

Umsóknir með starfsferilsskrá og afriti prófskírteina ásamt upplýsingum um meðmælendur skal senda í tölvupósti á skolastjori@strandabyggd.is 
 
 

Strandabyggđ óskar eftir verđtilbođum í nýtt ţjónustuhús fyrir tjaldsvćđiđ á Hólmavík

10. ágúst 2018 | Brynja Rós Guđlaugsdóttir


Strandabyggð kt. 570806-0410    óskar hér með eftir verðtilboðum í nýtt þjónustuhús fyrir tjaldsvæðið á Hólmavík.  Þjónustuhúsinu skal verktaki / söluaðili skila tilbúnu til niðursetningar á undirstöður og tengingu við lagnir á tjaldsvæðinu.


 Meðfylgjandi er stutt lýsing á húsinu og þeim kröfum sem verkkaupi gerir til þess og bjóðandi skal hafa til hliðsjónar við tilboð sitt. 
Nánari upplýsingar gefur Birna Karen Bjarkadóttir forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Hólmavíkur


 

...
Meira

Sveitarstjórnarfundur nr 1279

10. ágúst 2018 | Ţorgeir Pálsson
Fundur nr. 1279 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 14. ágúst 2018 kl 16  í Hnyðju.

Fundardagskrá er svohljóðandi:
  1. Fundargerð Atvinnu- dreyfbýlis- og hafnarnefndar frá 9.08.2018
  2. Fundargerð Fræðslunefndar frá 10.08.2018
  3. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 13.08.2018
  4. Staða hafnarsjóð, bréf frá greiningardeild Vegagerðarinnar dagsett 19.07.2108
  5. Umsögn Fjórðungssambands Vestfirðinga um drög að Kerfisáætlun Landsnets 2018-2027
  6. Námskeið fyrir nýkjörna sveitarstjórnarfulltrúa í Heydal á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga.
  7. Bréf sent sveitarstjórn þann 17.7.2018 frá Magnúsi Hanssyni um ásýnd Hólmavíkur.
  8. Skipan fulltrúa í svæðisráð strandsvæðaskipulag Vestfjarða
  9. Styrkir til byggðaþróunar.

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

Aðalbjörg Sigurvaldadóttir

Eiríkur Valdimarsson

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Ingibjörg Benediktsdóttir

Jón Gísli Jónsson


10. ágúst 2018
Þorgeir Pálsson
sveitarstjóri

Ágengar tegundir viđ Hólmavík

20. júlí 2018 | Salbjörg Engilbertsdóttir
« 1 af 4 »
Nokkrar tegundir jurta eru skilgreindar sem ágengar gróðurtegundir, t.d. alaskalúpína, skógarkerfill og bjarnarkló. Til að halda aftur af útbreiðslu þessara planta, þurfa margir að leggjast á eitt. Beðið er um aðstoð íbúa til að koma í veg fyrir útbreiðslu eftirtaldra planta á Hólmavík og nágrenni og hér á eftir fylgja leiðbeiningar um aðferðir. Sérstaklega er mikilvægt að uppræta skógarkerfilinn sem er enn viðráðanlegt að koma í veg fyrir útbreiðslu á....
Meira

Fleiri fréttir

Strandir.is - fréttir

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

« Ágúst 2018 »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nćstu atburđir

Vefumsjón