Innskráning

A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Ný tćkifćri

28. september 2020 | Ţorgeir Pálsson

Kæru íbúar Strandabyggðar og aðrir, 

Því er gjarnan haldið fram, að sókn sé besta vörnin og það á kannski einmitt við nú þegar Strandabyggð glímir við afleiðingar niðurskurðar á framlögum Jöfnunarsjóðs, sem hafa verið skert um rúmar 70 milljónir á þessu ári.  Aðhald og hagræðing er eðlileg afleiðing af slíkum niðurskurði.

Á sama tíma má ekki gleyma því að horfa til framtíðar.  Hér í Strandabyggð hefur lengi verið augljós skortur á skrifstofuhúsnæði og hefur það staðið okkur fyrir þrifum hvað það varðar t.d. að sækja í störf án staðsetningar.  Það er erfitt að hvetja fyrirtæki og einstaklinga til að setja upp fyrirtæki og rekstur há á Hólmavík, án húsnæðis.

Nú hefur opnast nýtt tækifæri hvað þetta varðar.  Sveitarstjórn hefur ákveðið að kaupa miðhæð og kjallara Hafnarbrautar 25, þar sem Arionbanki var áður.  Skrifstofa Strandabyggðar mun færa sig yfir í húsið á næstu vikum og koma sér fyrir þar, í samneyti við Sýslumanninn á Vestfjörðum, sem verður áfram á efstu hæðinni.  Má segja að þarna sé komið Stjórnsýsluhús Strandabyggðar.  Við þetta losna amk fimm herbergi í Þróunarsetrinu og verður settur kraftur í að auglýsa þau til einstaklinga og fyrirtækja, bæði heimamanna sem og utanaðkomandi. Það er von okkar að með þessu náist tvennt;  að skapa þægilegri aðkomu að skrifstofu sveitarfélagsins og efla nýsköpun og frumkvöðlastarf í Þróunarsetrinu á sama tíma. 

Þótt aðstæður séu um margt sérstakar og fjárfesting af þessi tagi ekki augljós framkvæmd, er það trú okkar að með þessu séum við að skapa ný tækifæri til framtíðar, sem muni styrkja atvinnulíf í og stjórnsýslu Strandabyggðar.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
Sveitarstjóri Strandabyggðar

Kennari óskast til starfa

24. september 2020 | Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir

Grunnskólinn á Hólmavík

 

 Kennari óskast til starfa við Grunnskólann á Hólmavík

  • Staða umsjónarkennara á yngsta stigi 1.-4. bekk er laus til umsóknar. Um er að ræða samkennslu og teymisvinnu með bekkjarkennara. Allar almennar kennslugreinar. Áhersla er lögð á jákvæðan aga og samþætt þemabundin verkefni.

 Umsækjendur um kennarastöður þurfa að hafa leyfisbréf til kennslu í grunnskóla.  Leitað er eftir einstaklingum með góða skipulagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð.

Um er að ræða tímabundið starf út skólaárið 2020-2021. Starfshlutfall 75%.

Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands

Umsóknarfrestur er til 30. september 2020.

 

 Nánari upplýsingar veitir:

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, skólastjóri, sími 451 3430, netfang skolastjori@strandabyggd.is

 

Umsóknir með starfsferilsskrá og afriti prófskírteina ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist á skolastjori@strandabyggd.is eða Grunnskólinn á Hólmavík, Skólabraut 20-22,        510 Hólmavík

Lokađ verđur fyrir vatniđ á morgun 24. september

23. september 2020 | Brynja Rós Guđlaugsdóttir


Lokað verður fyrir vatnið í eftirfarandi götum Austurtúni , Höfðatúni, Lækjartúni, Miðtúni, Vesturtúni, Víkurtúni og Hafnarbraut 2 vegna tenginga á morgun fimmtudaginn 24. september frá kl 9:00 áætlað er að lokunin standi í um eina klukkustund.

Viđvera sýslumanns

22. september 2020 | Salbjörg Engilbertsdóttir

Við vekjum athygli á að Jónas Guðmundsson sýslumaður á Vestfjörðum verður til viðtals á sýsluskrifstofunni á Hólmavík  fimmtudaginn 24.sept nk. 


Minnt skal á að alltaf má hafa samband við sýslumann eða löglærðan fulltrúa símleiðis eða í tölvupósti. Miðað er við að viðtalstími hverju sinni sé milli kl. 11:00 - 12:00 og 13:00 - 14:00. Sími: 458 2400 

Nýr tómstundafulltrúi Strandabyggđar

18. september 2020 | Ţorgeir Pálsson

Esther Ösp Valdimarsdóttir hefur verið ráðin sem tómstundafulltrúi Strandabyggðar og mun taka við því starfi á næstu vikum en þó ekki alfarið fyrr en náðst hefur að endurskipuleggja kennslu í 1.-4. bekk, en Esther Ösp var þar umsjónarkennari.

Esther Ösp er með viðbótardiplóma í kennslufræði framhaldsskóla við Háskóla Íslands, MA nám í mannfræði við Háskóla Íslands, BA í mannfræði frá Háskóla Íslands, stúdentspróf af náttúrufræðibraut, líffræðisviði frá Kvennaskólanum í Reykjavík.  Þá tók hún ársnám við fjöltyngdan og alþjóðlegan menntaskóla í Mexíkó.

Esther Ösp hefur víðtæka reynslu og má þar nefna: verkefnastjórn í kennsluþróun og ráðgjöf við Grunnaskólann á Hólmavík, rekstur Hvatastöðvarinnar, sjálfseflingarseturs, en Esther Ösp er með Jógakennaranám frá Jógastúdíó, viðurkennt af Yoga Alliance.  Hún hefur starfað sem umsjónarkennari við Grunnskólann á Hólmavík, unnið að og sett upp sýninguna „Strönduð í sveit“, auk þess að hafa komið að leiðbeinendastarfi meistaranema, leikhússtörfum, stundakennslu við Háskóla Íslands, framkvæmdastjórn Héraðssambands Strandamanna ofl.

Esther Ösp var tómstundafulltrúi Strandabyggðar árin 2013-2017 og er því vel kunn þessu starfi.


Við bjóðum Esther Ösp velkomna til starfa og væntum góðs af hennar þekkingu og reynslu á þessu sviði, enda mörg spennandi verkefni framundan.

Nýr félagsmálastjóri Félagsţjónustu Stranda og Reykhóla

18. september 2020 | Ţorgeir Pálsson

Gengið hefur verið frá ráðningu í starf félagsmálastjóra og er það Soffía Guðrún Guðmundsdóttir sem tekur við starfinu. 

Soffía Guðrún er með víðtæka menntun og reynslu sem mun án efa nýtast vel í starfið.  Hún er með  M.A. próf í félagsráðgjöf til starfsréttinda frá Háskóla Íslands, B.A. próf í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands, M.A. próf í kynjafræði frá Háskóla Íslands, B.A. próf í félags- og þjóðfræði frá Háskóla Íslands og Stúdentspróf frá Verslunarskóla Íslands vor 1986.

Hún hefur m.a. starfað við félagsráðgjöf í Rygge í Noregi, sem verkefnastjóri við félagsmiðstöðina í Bólstaðarhlíð, móttökuritari hjá landlæknisembættinu, skrifstofustjóri/læknaritari á lyflækningadeild LHS, ritari sóttvarnarlæknis við landlæknisembættið, auk starfa sem starfsmaður á sambýlum, athvarfi fyrir geðfatlaða, frístundaheimilum og hjá félagasamtökum.

Við bjóðum Soffíu Guðrúnu og fjölskyldu hennar velkomna á Strandir og væntum mikils af henni í þessu þýðingarmikla starfi í okkar samfélagi.

Fleiri fréttir

Strandir.is - fréttir

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

« September 2020 »
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nćstu atburđir

Vefumsjón