Innskráning

A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Úthlutun smástyrkja í Strandabyggđ

12. október 2020 | Ţorgeir Pálsson

Kæru íbúar Strandabyggðar,

Í September sl. var úthlutað svokölluðum smástyrkjum.  Eftirtaldir umsækjendur fengu styrki:

 • Galdrasýningin ses – Galdrahátíð í tilefni af 20 ára afmælis safnsins
 • Arnkatla – lista- og menningarfélag, til að ljúka 1. áfanga Skúlptúraslóðar á Hólmavík
 • Sauðfjársetur á Ströndum. Til útgáfuverkefna setursins, en fyrirhugað er að gefa út bækur sem tengjast safninu og þeim rannsóknum sem unnar hafa verið í tengslum við tímabundnar sérsýningar og viðburði á safninu.
 • Arnkatla – lista og menningarfélag. Skipulag vetrarhátíðar í janúar 2021, sem ætlað er að hafa jákvæð áhrif á menningarlíf og ferðaþjónustu á Ströndum.

Um leið og við óskum styrkþegum til hamingju með styrkina, þökkum við þeim fyrir áhugann á að bæta og efla menningar- og mannlíf á Ströndum og óskum þeim alls góðs í þeirra verkefnum í framtíðinni.

Þorgeir Pálsson

Sveitarstjóri Strandabyggðar

Sveitarstjórnarfundur 1310 í Strandabyggđ, 13.10.20

09. október 2020 | Ţorgeir Pálsson

Sveitarstjórnarfundur 1310 í Strandabyggð

Fundur nr. 1310, í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 13. október 2020 kl 16.00 í Hnyðju.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 1. Lánsumsókn vegna kaupa á Hafnarbraut 25
 2. Viðauki vegna kaupa á Hafnarbraut 25
 3. Fjárhagsáætlun 2021
 4. Fundargerðir nefnda
  1. Fræðslunefnd, frá 8.10.20
  2. Umhverfis- og skipulagsnefnd, frá 12.10.20
 5. Forstöðumannaskýrslur
 6. Skipan í nefndir
 7. Starfsmannastefna Strandabyggðar – drög
 8. Fjarvistarstefna Strandabyggðar – drög
 9. Snjómokstursreglur – drög
 10. Úthlutun byggðakvóta 2020/2021
 11. Eignarhlutur í Byggðasafni Húnvetningar og Strandamanna – til kynningar
 12. Umsókn um skólavist í öðru sveitarfélagi
 13. Umsókn um breytt heiti lóðar
 14. Ljósmyndir JK – til kynningar
 15. Erindi vegna Jakobínutúns
 16. Brunavarnir Dala, Reykhóla og Stranda, frá 22.09.20
 17. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykhólahrepps – til kynningar
 18. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, fundir 887 og 888 – til kynningar
 19. Hafnarsamband Íslands, fundir nr. 425 og 426 – til kynningar
 20. Stjórn Vestfjarðastofu, fundir 28 og 29 – til kynningar
 21. Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, fundur nr 59, 09.10.20

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

Jón Gísli Jónsson

Ásta Þórisdóttir

Eiríkur Valdimarsson

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Pétur Matthíasson

Ólympíuhlaup ÍSÍ

09. október 2020 | Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir

Frábær þátttaka nemenda í Ólympíuhlaupi ÍSÍ

Því sem næst allir nemendur Grunn- og tónskólans á Hólmavík tóku þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ sem fram fór í gær á Hólmavík, fimmtudaginn 8. október, í stilltu haustveðri. Þetta hlaup er arftaki Norræna skólahlaupsins.

Nemendur hlupu 2,5 km, 5 km eða 10 km. Allir nemendur sem kláruðu 2,5 km eða meira fá viðkenningarskjal frá ÍSÍ

Farinn var sami hringur og undanfarin ár: byrjað hjá íþróttahúsinu, síðan eftir Vitabraut, framhjá skólanum, yfir að kirkju, að heilsugæslunni, niður Bröttugötu og eftir Kópnesbraut, framhjá Riis og eftir Hafnarbraut upp sýslumannshalla að félagsheimilinu en þessi hringur er einmitt 2,5 km.

Að hlaupi loknu fengu nemendur appelsínur, gulrætur og vatn. Mikil ánægja var með gulræturnar enda höfðu nemendur óskað sérstaklega eftir þeim.

Síðan var haldið fjörugt sundlaugarpartí með tónlist og tilheyrandi!

 5 nemendur hlupu 10 km

11 nemendur hlupu 5 km
Aðrir hlupu 2,5 km

 

 

 

Mismunandi einkenni, COVID-19, kvefs og flensu

06. október 2020 | Brynja Rós Guđlaugsdóttir


Heilsugæslan hefur tekið saman töflu sem tekur mismunandi einkenni COVID-19, kvefs og flensu.

Hana er að sjá hér:

https://www.ahs.is/wp-content/uploads/2020/10/Mismunandi-einkenni-Covid-19-Kvefs-og-Flensu.png

Réttindanám vegna rekstrarleyfis til farţega og farmflutninga

06. október 2020 | Brynja Rós Guđlaugsdóttir

Samgöngustofa mun standa fyrir námskeiði fyrir þá sem ekki hafa fullnægjandi starfshæfni samkv. skilyrðum rekstrarleyfis til farþega- og farmflutninga á landi samkvæmt reglugerð nr. 474/2017.  Námskeiðið verður haldið dagana 19. – 24 okt. nk. og kennt með fjarfundabúnaði....
Meira

Covid - 19 - starfsemi skólanna - árétting.

06. október 2020 | Ţorgeir Pálsson

Kæru íbúar Strandabyggðar,

Í nýlegum pistli mínum um Covid - 19 og viðbrögð við aukinni útbreiðslu, nefndi ég að starfsemi skólanna væri með óbreyttu sniði.  Það er ekki alls kostar rétt og er mér því ljúft og skylt að leiðrétta það.  Í gildi eru nefnilega eftirfarandi takmarkanir: 

"Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til. Aðrir en starfsmenn og foreldrar sem koma inn í grunnskóla, svo sem vegna vöruflutninga, skulu gæta að 1 metra nálægðartakmörkun.​"

Foreldrar hafa fengið sendar upplýsingar um stöðu mála og síðan hvet ég alla til að fylgjast með á heimasíðum skólanna og sveitarfélagsins.

Kveðja

Þorgeir Pálsson
Sveitarstjóri Strandabyggðar

Fleiri fréttir

Strandir.is - fréttir

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

« Október 2020 »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nćstu atburđir

Vefumsjón