Innskráning

A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sjálfsmynd, samfélagsmiđlar og samskipti kynjanna - fyrirlestur í kvöld, 24.01.23

24. janúar 2023 | Ţorgeir Pálsson

Kæru íbúar Stranda og Reykhóla,

Foreldrafélögin á Hólmavík, Reykhólum og Drangsnesi bjóða upp á fræðslu um samskipti, sjálfsmynd og samfélagsmiðla í næstu viku.  Það eru þau Kári Sigurðsson og Andrea Marel fyrirlesarar frá Fokk me-Fokk you sem koma og halda fyrirlestur fyrir foreldra í Félagsheimilinu á Hólmavík í kvöld, þriðjudaginn 24. janúar kl 19.30.

Á morgun,  miðvikudaginn 25. Janúar verða þau með fræðslu fyrir 5.-7. bekk og 8.-10. bekk.  Fræðsla fyrir 5.-7. bekk kl.09:00 og fyrir 8.-10. bekk kl.10:30.  Nánar auglýst síðar.

Fræðslan fjallar um sjálfsmynd, samfélagsmiðla og samskipti kynjanna. Hún er ætluð unglingum og ungmennum, foreldrum þeirra og aðstandendum og starfsfólki sem starfar með unglingum.  Í fræðslunni er rætt um sjálfmyndina, hvað það er sem hefur áhrif á okkur frá degi til dags, áhrif fjölmiðla, virðingu, notkun samfélagsmiðla ofl.  Sérstaklega er rætt um kynferðislega áreitni og stafrænt kynferðisofbeldi. Í gegnum fræðsluna eru sýndar myndir og skjáskot sem unglingar hafa sent fyrirlesurunum, ræddar reynslusögur ungs fólk og reynslu þeirra Kára og Andreu úr starfi með unglingum.

 

Foreldrafélagið hvetur foreldra til fjölmenna á þennan fyrirlestur, sem snertir svo mjög okkar daglega líf og þroska og velferð barnanna okkar.

Kveðja

Forledrafélag Grunnskólans á Hólmavík

 

Endurskođun ađalskipulags - skilabođ til landeigenda í Strandabyggđ

17. janúar 2023 | Ţorgeir Pálsson
Kæru landeigendur í Strandabyggð,

Í landeigendakönnun sem send var til landeigenda í Strandabyggð í tengslum við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins komu fram ýmsar áætlanir landeigenda um breyta landnotkun á landareignum sínum.

Til að geta tekið afstöðu til þessara óska um breytta landnotkun, hvort hún samræmist stefnu sveitarstjórnar og eigi heima á endurskoðuðu aðalskipulagi, er nauðsynlegt að afla frekari upplýsinga um fyrirhugaða landnotkun. Því eru landeigendur sem vilja breyta landnotkun á landi sínu beðnir um að senda upplýsingar um nákvæma afmörkun og stærð fyrirhugaðra landnotkunarreita (til að sýna á skipulagsuppdráttum) og upplýsingar um hvers kyns starfsemi er fyrirhuguð (t.d. verslun- og þjónusta, gististarfsemi, skógrækt, efnistaka eða -losun, afþreying eða önnur þjónusta við ferðamenn) og umfang og útfærslu fyrirhugaðrar starfsemi, svo sem hámarks byggingarmagn, fjölda gistirúma ef gistiþjónusta er fyrirhuguð og tengsl við innviði (svo sem vegi og veitur). Þetta eru upplýsingar sem þurfa að koma fram fyrir hvern landnotkunarreit í aðalskipulagi.

Ef svæði liggja undir skemmdum eða ástæða er til að skoða nánar með tilliti til verndar náttúru- eða menningarminja eru landeigendur einnig beðnir að senda upplýsingar um þau svæði, stærð þeirra, staðsetningu og ástand/ástæðu verndar.

Við vonumst eftir skjótum viðbrögðum landeigenda.  Ef eitthvað er óljóst, vinsamlegast hafið samband við Þorgeir í síma 899-0020 eða sendið tölvupóst á netfangið thorgeir@strandabyggd.is 

Kveðja
Þorgeir Pálsson
Oddviti.

 

Sorphirđa - mat á tunnuţörf

13. janúar 2023 | Ţorgeir Pálsson
Kæru íbúar Strandabyggðar og Kaldraneshrepps,

Á mánudag, samhliða venjubundinni sorphirðu, er meiningin að telja tunnur við hús, meta aðstæður og fá þannig nauðsynlega yfirsýn yfir tunnuþörf og aðstæður á Hólmavík og Drangsnesi, vegna innleiðingar nýrra laga um sorphirðu.

Við biðjum íbúa að moka vel frá tunnum þannig að bæði sorphirða og talning geti farið fram á sem þægilegastan hátt.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
f.h. Sorpsamlags Strandasýslu

Tilnefningar til íţróttaverđlauna Strandabyggđar

13. janúar 2023 | Salbjörg Engilbertsdóttir

Auglýst er eftir tilnefningum um íþróttamanneskju ársins 2022 í Strandabyggð. Senda skal tilnefningar ásamt rökstuðningi á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is, eigi síðar en á hádegi 23. janúar 2023.

Öll mega senda inn tilnefningu og frjálst er að nefna fleiri en einn aðila, en íþróttafólkið þarf að hafa haft lögheimili í Strandabyggð á síðastliðnu ári. 

 

Samkvæmt reglugerð um útnefningu á íþróttamanni ársins hefur Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd umsjón með valinu á ári hverju. Upplýst verður um valið á síðar í mánuðinum.


Handhafi viðurkenningarinnar hlýtur til vörslu í eitt ár farandbikar sem íþróttafélag lögreglumanna á Hólmavík gefur.


Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar hvetur alla til að nýta þetta tækifæri til að minnast þeirra afreka sem íþróttafólk okkar hefur unnið á liðnu ári.

Íþróttaverðlaun ársins 2021

Íþróttamaður Strandabyggðar 2021 er Guðmundur Viktor Gústafsson en hann hlaut þessa viðurkenningu fyrir afrek sín á sviði golfíþróttarinnar en hann náði þeim árangri að komast í landsliðssæti eldri kylfinga í aldursflokknum 65+ með forgjöf. Guðmundur æfir á golfvellinum okkar á Skeljavíkurgrundum með Golfklúbbi Hólmavíkur og er einn af stofnmeðlimum klúbbsins frá 1994.

Hvatningarverðlaun Strandabyggðar, hlaut Þórey Dögg Ragnarsdóttir skíðakona. Þórey hefur æft gönguskíðaíþróttina frá barnsaldri, sótt námskeið erlendis og keppt á mótum með góðum árangri. Hún æfir með Skíðafélagi Strandamanna og hefur einnig verið liðtæk við þjálfun og kennslu síðustu ár. 

 

Fréttir af ástandi grunnskólans

11. janúar 2023 | Ţorgeir Pálsson
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Frumniðurstöður verkfræðistofunnar EFLU varðandi ástand grunnskólans m.t.t. myglu, sýna að skólinn er vel viðgerðarhæfur.  Gamli hlutinn er verr farinn en sá nýrri, en báðir viðgerðarhæfir. 

Næstu skref eru þau að sveitarstjórn mun funda með EFLU í vikunni og í kjölfarið verður lokaskýrsla þeirra lögð fram.  Við munum síðan leita til fagaðila til að meta kostnað við viðgerðir.  Íbúafundur verður boðaður fljótlega, þegar frekari gögn og upplýsingjar liggjar fyrir.

Það er margt óljóst enn, en við vildum engu að síður upplýsa um þetta, enda gott að fá jákvæðar fréttir hvað þetta varðar, svona í upphafi árs.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
Oddviti

Lausamunir á opnum rýmum

11. janúar 2023 | Ţorgeir Pálsson
Góðan dag,

Við flugbrautina standa nú tveir bílar, þar af annar númerslaus.  Báðar bifreiðar hafa verið settar þarna án samráðs við sveitarfélagið og eru eigendur þeirra eða forráðamenn því vinsamlegast beðnir að fjarlægja þá hið fyrsta, ella verða hefðbundnir verkferlar virkjaðir.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
Oddviti

Fleiri fréttir

Strandir.is - fréttir

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón