A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Ungmennaráð 11.október 2021

 

Fundur var haldinn í ungmennaráði Strandabyggðar mánudaginn 11. október kl. 16:30 í Hnyðju.
Eftirtaldir nefndarmenn voru mættir: Marinó Helgi Sigurðsson, Jóhanna Rannveig Jánsdóttir, Unnur Erna Viðarsdóttir, Valdimar Kolka Eiríksson og Þorsteinn Óli Viðarsson.
Esther Ösp Valdimarsdóttir, tómstundafulltrúi, sat fundinn og ritaði fundargerð.


Dagskrá:

Valdimar Kolka formaður bauð fundarfólk velkomið


1. Fundargerð síðasta fundar
a. Fundur með sveitarstjórn. Ungmennaráð bíður enn eftir boði.

b. Átaksverkefni. Net á fótboltavöllinn. Ákveðið að senda erindi á umf. Geislann og HSS og óska eftir að félögin taki að sér að fjármagna setja net á fótboltavöllinn. Eins þarf að senda erindi á Grunnskólann um að fá leyfi fyrir framkvæmdinni. Unnur tekur að sér að skrifa bréfin.

c. Ungmennaráð og ozonráð sendu inn umsókn um ungmennaskipti til og frá Ítalíu til Erasmus+ fyr í október. Vonast er til að verkefnið hefjist snemma árs 2022.
https://docs.google.com/document/d/1E2UjE6ipqK2h0jyZ_zaCoa0rF-8g0ecoytOZc54TlSc/edit


2. Samatekt á sumarstarfi
Lagt fram til kynningar. Almenn ánægja var með fjölbreytni sumarstarfs. Tekið vel í þá hugmynd að Vinnuskóli fara í frí hluta júlí en taki aftur til starfa í ágúst. Jafnframt lagt til að bjóða upp á námskeið í ágúst.
Ungmennin benda á mikilvægi þess að hafa sem flestar fótboltaæfingar og að þær séu ekki á sama tíma og Vinnuskólinn.
Samantekt tómstundafulltrúa: https://docs.google.com/document/d/1Pnhw2RT6oUWpaot-x1mqwXtKVbj9GKf2NRd_YdCr9s8/edit
Samantekt verkstjóra vinnuskóla: https://docs.google.com/document/d/1Jv52a0YwYtWM5H7YPVY-WyOwT6-QAl6Wn5Jm3AxnrPQ/edit
Grænfáninn: https://docs.google.com/document/d/1IXAiMl9e3iPtrD9APE-DggwvLI4Y8wW1aUPN0Vy8u2I/edit


3. Framtíðarsýn tómstundastarfs
Lagt fram til kynningar. Ungmennaráði líst vel á.
https://docs.google.com/document/d/15x19y5xl9NIcKOhFP22hQgxFo7NzvntPgvpSjOFnmks/edit


4. Tómstundaframboð í Strandabyggð
Lagt fram til kynningar og ýmsar hugmyndir um að bæta við viðburðum ræddar.
https://docs.google.com/spreadsheets/d/1s-R--sm-EN_1WkCQLQEYhwW5oX31QSsMu8hDk5EST90/edit?usp=sharing


5. Næsta ungmennaþing og kosningar
Ungmennaráð telur mikilvægt að vekja áhuga á starfi ráðsins og breikka aldursbilið í því. Í því skyni ætlar ráðið að framleiða myndband til að kynna starfið og deila því fyrir þingið, Valdimar tekur að sér það verkefni og Marinó gerir viðburð.
Ráðgert er að halda þingið þriðjudaginn 2. nóvember kl. 17 í Hnyðju og bjóða upp á snakk. Efni þingsins verður leikir, kynning á starfi ungmennaráðs og kosningar í nýtt ráð.


6. Markmið Sterkra Stranda
https://docs.google.com/spreadsheets/d/1ReBXYyJe0dnw8S37elIZRctT4Hei6kPGBRLp-cHTBes/edit?usp=sharing
https://www.vestfirdir.is/static/files/Sterkar_Strandir/sterkarstrandirlokajan21.pdf

a. Samantekt frá síðasta fundi

b. 1.8 Kanna og kortleggja þarfir á menningar- og tómstundaframboði
Ráðið telur framboð menningar- og tómstundaviðburða almennt vera gott en leggja megi aukna áherslu á að kynna framboðið. Ungmennaráðið hefur áhyggjur af því að framboð og kynningar skerðist um of ef enginn tómstundafulltrúi er starfandi og ítrekar mikilvægi þess að verkefnunum sé komið í öruggar hendur.

c. 3.2. Einn nýr ferðamannastaður/gönguleið gerð frá grunni hið minnsta
Ungmennaráðið vill vekja aukna athygli á risaskjaldbökunni sem Einar Hansen veiddi hér árið 1963. Ráðið vill fá skjaldbökuna aftur heim, gera styttu og hvetja til rannsókna og kynninga á málefninu. Eins kom fram hugmynd um safn um gamlar tölvur.

d. 3.5. Gerð og miðlun kynningarefnis um útivistarmöguleika í Strandabyggð (á sjó, á skíðum, o.fl.)
Taka þyrfti saman lista um allt sem hægt er að gera í Strandabyggð og birta hann opinberlega. Eins væri flott að gera video til að kynna náttúruna og möguleikana sem hún býður upp á.

e. 3.17. Sérstök kortlagning á þörfum og möguleikum íbúa dreifbýlis Strandabyggðar
Mikilvægt er að malbika Innstrandaveg.

 

7. Erindi frá strandir.is
Ungmennaráð tekur vel í erindið. Lagt er til að tengja Instagram Strandabyggðar við strandir.is og fá fjölbreytt fólk til að taka að sér að sjá um Instagramið. Unnur tekur að sér að leiða vinnu að skrifum á mánaðarlegum pistli sem byggir á röddum ungs fólks.
file:///C:/Users/nemendur%205/Downloads/Erindi-til-ungmennar%C3%A1%C3%B0s%20(1).pdf


8. Ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna
Lagt fram til kynningar. Ungmennaráði styður þessa lagabreytingu og hvetur til þess að sveitarfélagið innleiði nýja starfshætti í samræmi við lögin hið fyrsta.
https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Felagsmalaraduneytid/Breytingar%20%C3%AD%20%C3%BE%C3%A1gu%20barna%20-%20sam%C3%BE%C3%A6tting%20%C3%BEj%C3%B3nustu.pdf
https://www.althingi.is/altext/151/s/1723.html


9. Önnur mál
a. Ungmennaráð minnir á mikilvægi þess að boða áheyrnarfulltrúa ráðsins á nefndarfundi.
b. Öðruvísi klefar. Ráðið bendir á mikilvægi þess að útbúa kynlausa klefa fyrir einstaklinga og aðstoðarmenn í Íþróttamiðstöðinni.
c. Ungmennaráði minnir á þörf þess að bæta sturtuaðstöðuna í Íþróttamiðstöðinni, einkum hitastillingu á sturtunum.
d. Jólaundirbúningur. Ungmennaráð vill gjarnan sjá að jólabingó verði haldið á nýjan leik, til dæmis á vegum Félags eldri borgara eða Ozon. Enn fremur saknar ráðið jólaföndursstunda í félagsheimilinu. Síðast en ekki síst óskar ungmennaráð eftir því að kveikt verði á bæjarjólatré á sérstökum viðburði og leggja til að tréð við hlið sveitarstjórnarskrifstofunnar verði fyrir valinu.
e. Aukaæfingar. Ungmennin vilja gjarnan fá fleiri fótboltaæfingar, einkum eftir klukkan 16 á miðvikudögum. Jafnframt mætti endurskoða hvort betra væri að bjóða upp á aðra íþrótta en frjálsar íþróttir. Valdimar tekur aðsér að ræða þessi mál við stjórn Geislans.
f. Nokkrir aðilar ungmennaráðs óska eftir að Ozonráð endurskoði breytingar á opnunartíma félagsmiðstöðvarinnar og hafi opið til klukkan 22 á fimmtudagskvöldum.


Fundi slitið kl. 18:47

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón