A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur 1351 í Strandabyggđ 10.október 2023

Sveitarstjórnarfundur nr. 1351 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 10. október kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík. Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn: Þorgeir Pálsson, Jón Sigmundsson, Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir, Matthías Sævar Lýðsson og Hlíf Hrólfsdóttir. Salbjörg Engilbertsdóttir skrifstofustjóri sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.

Fundardagskrá er svohljóðandi:

1. Velferðarþjónusta Vestfjarða, samningur til fyrri umræðu – Til afgreiðslu
2. Erindi frá Isavia vegna Egonos jarðstöðvar – Til afgreiðslu
3. Erindi frá slökkviliðsstjóra, ósk um aukið fjárframlag til slökkviliðs, frh. frá fundi 1350– Til afgreiðslu
4. Velferðarnefnd Stranda- og Reykhólahrepps nr. 52 frá 27. september 2023 – Til kynningar/afgreiðslu
5. Sterkar Strandir, fundargerð frá 24.ágúst 2023 – Til afgreiðslu
6. Sorpsamlag Strandasýslu fundargerð frá 4. október 2023 – Til kynningar
7. Forstöðumannaskýrslur – Til kynningar
8. Vinnuskýrsla sveitarstjóra í ágúst– Til kynningar og umræðu
9. Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfjarða v. sóknaráætlunar – Til kynningar
10. Fjórðungssamband Vestfjarða og Vestfjarðarstofa fundargerðir 52 frá 29. mars, 53 frá 17. maí og 54 frá 28. júní ásamt ársfundi fulltrúaráðs Vestfjarðarstofu – Til kynningar
11. Samband sveitarfélaga fundargerðir nr. 932 frá 8. september og 933 frá 18. sepember –Til kynningar
12. Skógræktarfélag Íslands, áskorun varðandi skógarreiti og græn svæði innan byggðar – Til kynningar
13. Hafnarsamband Íslands fundargerð nr. 456 frá 19. september 2023 – Til kynningar


Þorgeir Pálsson oddviti bauð fundarmenn velkomna og byrjar fundinn á að þakka sveitarstjórnarmönnum fyrir samveru og samstarf á Fjórðungsþingi og tók einnig fram, að á næstunni séu mikilvæg mál sem vinna þarf að. Þorgeir spurði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Engin athugasemd var gerð við fundarboðið.


Þá var gengið til dagskrár:


1. Velferðarþjónusta Vestfjarða, samningur til fyrri umræðu – Til afgreiðslu

Oddviti rakti forsögu málsins og gaf orðið laust. Hlíf telur fátt til fyrirstöðu undirritunar. Jón hefur áhyggjur að því fjármunir séu ekki tryggðir til málaflokksins og allir taka undir það. Matthías tekur fram að samningur snúi eingöngu að þjónustu við fatlað fólk og barnaverndarlögum og framkvæmd þeirra. Sveitarstjórn fagnar þessum samningi og vísar honum til síðari umræðu til endanlegrar afgreiðslu. Fyrir þá afgreiðslu þarf að endurskoða samþykktir um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins hvað valdframsal varðar. Sveitarstjóra er falið að klára það mál. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða.


2. Erindi frá Isavia vegna Egonos jarðstöðvar – Til afgreiðslu

Oddviti rakti forsögu málsins. Það er skoðun meirihlutans að Flugstöðin sé ekki til sölu, enda hefur hún nýst samfélaginu vel í hin ýmsu tilefni. Ljóst væri líka að ISAVIA væri með varaáætlun, sem væri að staðsetja jarðstöðina annars staðar og þá í landi Kálfanes 1, að því er virtist. Þar hefði sveitarfélagið ekki umráðarétt. Erindinu er vísað til Umhverfis- og skipulagsnefndar til umsagnar og afgreiðslu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða.


3. Erindi frá slökkviliðsstjóra, ósk um aukið fjárframlag til slökkviliðs, frh. frá fundi 1350– Til afgreiðslu

Oddviti lagði til að fyrri ósk um viðbótarframlag yrði samþykkt og vísað til viðaukagerðar á fundi í nóvember. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða.


4. Velferðarnefnd Stranda- og Reykhólahrepps nr. 52 frá 27. september 2023 – Til kynningar/afgreiðslu

Oddviti gaf formanni velferðarnefndar, Matthíasi Sævari Lýðssyni, orðið. Varðandi lið 4 í fundargerð óskar formaður eftir samþykki sveitarstjórnar fyrir hækkun upphæðar sérstaks húsnæðisstuðnings vegna nemenda 15-17 ára. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og vísar til fjárhagsáætlunargerðar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða. Varðandi erindisbréf nefndarinnar þá hefur innganga Dalabyggðar í Félagsþjónustuna áhrif á erindisbréf og skipan nefndarinnar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar að öðru leiti.


5. Sterkar Strandir, fundargerð frá 24.ágúst 2023 – Til afgreiðslu


Oddviti bað varaoddvita, Sigríði Guðbjörgu Jónsdóttur, sem sæti á í verkefnastjórn Sterkra Stranda, að gera grein fyrir fundinum. Varðandi umsókn um áframhaldandi aðild að Brothættum byggðum á oddviti fund með forstjóra Byggðastofnunar í vikunni.

Lagt fram til kynningar, ekki afgreiðslu


6. Sorpsamlag Strandasýslu fundargerð frá 4. október 2023 – Til kynningar


Oddviti rakti tilurð og efni þessa fundar og gaf síðan orðið laust. Sorpsamlagið er í húsnæðisvanda vegna breytinga á sorpflokkun og aukins umfangs. Skoðað hefur verið að leigja hluta af sláturhúsinu um tíma til að hýsa þessa vinnu. Niðurstaða fundarins var þó sú að greina frekari húsnæðisþörf Sorpsamlagsins og vinna útfærslu til framtíðar. Jón tekur fram að þörf sé á að Sorpsamlagið að eignist pressu þar sem það skipti miklu að pressa pappa og plast til flutnings frá svæðinu.

Fundargerð lögð fram til kynningar


7. Forstöðumannaskýrslur – Til kynningar


Lagðar fram til kynningar.


8. Vinnuskýrsla sveitarstjóra í september – Til kynningar og umræðu

Oddviti gaf orðið laust. Matthías fór yfir nokkur atriði í vinnuskýrslu sveitarstjóra, m.a umræður verkefnastjórnar vegna lokunar Hólmadrangs. Þorgeir segir að boltinn sé hjá þingmönnum vegna fjármögunar m.a. en ýmis verkefni eru í umræðunni og mislangt komin af stað. Hlíf spyr um hleðslustöð Orkubús Vestfjarða við Miðtún, Þorgeir segir að það bíði afgreiðslu byggingafulltrúa. Þorgeir tekur einnig fram að bygging í Víkurtúni hafi tafist vegna samninga Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar við verktaka.


9. Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfjarða v. sóknaráætlunar – Til kynningar


Oddviti lýsir áhyggjum yfir að dregið sé úr framlögum til sóknaráætlunar og vill skoða hvernig sveitarfélagið getur stutt sameiginlega umsögn til fjárlaganefndar, sem er í vinnslu. Samþykkt samhljóða.

Að öðru leiti er erindið lagt fram til kynningar.


10. Fjórðungssamband Vestfjarða og Vestfjarðarstofa fundargerðir 52 frá 29. mars, 53 frá 17. maí og 54 frá 28. júní ásamt ársfundi fulltrúaráðs Vestfjarðarstofu – Til kynningar

Fram kom að stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga leggur til að Miðstöð barnamenningar verði staðsett í Strandabyggð.

Fundargerðir lagðar fram til kynningar


11. Samband sveitarfélaga fundargerðir nr. 932 frá 8. september og 933 frá 18. september –Til kynningar


Lagðar fram til kynningar


12. Skógræktarfélag Íslands, áskorun varðandi skógarreiti og græn svæði innan byggðar – Til kynningar


Lagðar fram til kynningar


13. Hafnarsamband Íslands fundargerð nr. 456 frá 19. september 2023 – Til kynningar


Lagðar fram til kynningar


Fundargerð lesin yfir

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 17.02


Þorgeir Pálsson
Jón Sigmundsson
Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir
Matthías Sævar Lýðsson
Hlíf Hrólfsdóttir

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón