A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fundargerđ verkefnastjórnar Sterkra Stranda 24.ágúst 2023

Salbjörg Engilbertsdóttir | 11. október 2023

Verkefnisstjórnar Sterkra Stranda, haldinn í fjarfundarbúnaði þann 24. ágúst 2023, kl. 15:00.
Mætt til fundar: Kristján Þ. Halldórsson (formaður), Aðalsteinn Óskarsson, Esther Ösp
Valdimarsdóttir, Helga Harðardóttir, Magnea Garðarsdóttir, Sigríður Jónsdóttir.

Fjarstödd: Guðrún Ásla Atladóttir

Fundur settur 15.04 og gengið til dagskrár.

1. Kynning nýs stjórnarmanns frá Vestfjarðastofu
Magnea Garðarsdóttir tekur nú sæti í verkefnisstjórn í stað Agnesar Arnardóttur sem
horfin er til annarra starfa. Stjórnarmenn buðu Magneu velkomna til starfa

2. Staða verkefna vegna lokunar Hólmadrangs
Sigurður fór yfir helstu verkefni sín sem sprottin eru af þessum alvarlega atburði í
atvinnusögu Hólmavíkur og nágrennis, en vinnan hefur mestmegnis verið tvíþætt:

a. Gagnvart þingmönnum
Sigurður kynnti fyrir stjórn þá vinnu sem ráðist var í með þingmönnum
kjördæmisins og lagði fram þau gögn sem þingmönnum voru afhend. Ákveðnir
þingmenn fengu sérstök verkefni til úrvinnslu og er beðið niðurstöðu þeirrar
vinnu, sem tafist hefur sökum sumarleyfa.

b. Gagnvart Samherja
Sigurður greindi frá störfum sínum í stýrihópi aðgerða ásamt sveitarstjóra,
fulltrúa Samherja og fyrsta þingmanni kjördæmisins annarsvegar, og í
verkefnahópi um gamla sláturhúsið hinsvegar.

3. Staða skólamála í Strandabyggð
Hér er umræðu til upplýsingar framhaldið frá fyrri fundum. Sigríður upplýsti
fundarmenn um stöðu mála hvað varðar byggingaframkvæmdir sem ráðist var í sökum
myglu sem greindist í grunnskólanum. Þrátt fyrir að framkvæmdir gangi vel er enn ekki2
hægt að segja með vissu hvenær skólabörn verði öll undir einu þaki á nýjan leik, þó
vonir standi til að þess sé ekki langt að bíða.

4. Dagsetning íbúafundar Sterkra Stranda
Stjórn samþykkir að íbúafundur verði haldinn 25. október næstkomandi.

5. Önnur mál
Almennar umræður um stöðu sveitarfélagsins og verkefnisins.

Fleira ekki gjört, fundi slitið 15.59

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón