A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Bygginga-, umferðar- og skipulagsnefnd - 16. ágúst 2010

Fundur var haldinn í Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd Strandabyggðar mánudaginn 16. ágúst kl. 18:00 á skrifstofu sveitarfélagsins að Hafnarbraut. Valgeir Örn Kristjánsson formaður nefndarinnar setti fundinn og stjórnaði honum. Aðrir fundarmenn voru Jóhann L. Jónsson varamaður, Ingibjörg Emilsdóttir, Þorsteinn Paul Newton og Hafdís Sturlaugsdóttir. Einar Indriðason slökkvistjóri sat einnig fundinn. Ingibjörg Emilsdóttir ritaði fundargerð. 

 

Eftirfarandi dagskrá lá fyrir fundinum:

 

1. Beiðni frá Árna M. Björnssyni um niðursetningu á sumarhúsi á lóð C í Skeljavík.

2. Umsókn frá Eysteini Gunnarssyni um að rífa sumarhús í landi Skeljavíkur og setja annað hús á sama stað.

3. Deiliskipulag fyrir urðunarstað í landi Skeljavíkur.

4. Geymslusvæði við Hnitbjörg.

5. Umferðarsamþykkt fyrir Hólmavík.

6. Önnur mál.

 

Þá var gengið til dagskrár:

 

1. Beiðni frá Árna M. Björnssyni um niðursetningu á sumarhúsi á lóð C í Skeljavík.

Nefndin vill taka fram að hún sé ósátt við að málið varðandi niðursetningu hússins hafi ekki farið hefðbundna leið. Einnig skal tekið fram að umsækjandi þarf að skila inn teikningu af stækkuninni sem fram kemur í erindinu þegar að henni kemur. Að öðru leyti samþykkir nefndin erindið.

 

2. Umsókn frá Eysteini Gunnarssyni um að rífa sumarhús í landi Skeljavíkur og setja annað hús á sama stað.

Nefndin vill að afsali af veiðihúsinu sé skilað inn áður en niðurrif eigi sér stað. Teikningar af nýja húsinu eru ekki fullnægjandi, skila þarf inn myndum af útliti allra hliða, grunnmynd, snið og afstöðumynd. Nefnin hafnar því erindinu þar til fullnægjandi gögn liggja fyrir.

 

3. Deiliskipulag fyrir urðunarstað í landi Skeljavíkur.

Deiluskipulagið sem slíkt samþykkt með nokkrum athugasemdum. Nefndin gerir þær athugasemdir að jarðvegsmön verði ekki búin til úr efni við haugana þar sem að þar eru gamlir sláturúrgangar. Athugasemdir nefndar við tillöguuppdrátt. Nafnið á ánum hefur víxlast, Húsadalsá er orðin Víðidalsá og öfugt. Vantar norðurpílur á uppdrætti. Vantar mælikvarða á uppdrætti. Í kaflanum "almennt" og "vegir" er rangt nafn og númer á þjóðvegi, á að vera þjóðvegur 61 Djúpvegur. Í textanum þar sem færðar eru inn dagsetningar samþykkta stendur skipulags- og byggingarnefnd í stað byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar.

 

Þar sem Sorpsamlagið hefur verið að vinna að þessu deiluskipulagi leggur nefndin til að Strandabyggð taki nú við deiluskipulaginu og sjái um að klára afgreiðslu þess þar sem það er eigandi landsins.

 

4. Geymslusvæði við Hnitbjörg.

Nefndin vill að rúlluplast verði tekið af rúllum sem búið er að planta við geymslusvæði við Hnitbjörg. Nefndin vill taka það fram að undirbúa þurfi svæðið vel, t.d. að setja undirlag og reita það niður áður en dót verði flutt þangað. Færa þarf inn á afstöðumyndina hvernig aðkoma að geymslusvæðinu verður háttað. Einnig þarf að búa til reglur um notkun og umgengni á svæðinu. 

 

5. Umferðarsamþykkt fyrir Hólmavík.

Nefndin ákveður að fresta þeirri umræðu fram á næsta fund.

 

6. Önnur mál.

a) Hafdís bendir á að skilti hinu megin við götuna hjá Hólmakaffi og bendir á kaffihúsið er of nálægt götu og hluti af því nær inn á götuna.

b) Umsókn frá Benedikt Péturssyni um lóð undir fiskihjall í svokallaðri Réttarvík. Nefndin samþykkir erindið. Byggingafulltrúa falið að úthluta lóðinni.

c) Stakkanes-fjárhús. Teikningar af stækkun á fjárhúsi. Nefndin samþykkir teikningarnar fyrir sitt leyti.
d) Nefndin vill að byggingafulltrúi klári mál Guðmundar Björnssonar varðandi staðsetningu sumarhúss Guðmundar í Staðardal þar sem það er í óleyfi þar.

e) Nefndin lýsir yfir áhyggjum af húsnæðisleysi í þorpinu. Hún skorar á sveitastjórn að huga að úrræðum.

  

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:09.

 

Valgeir Örn Kristjánsson (sign)

Jóhann L. Jónsson (sign)

Þorsteinn Paul Newton (sign)

Hafdís Sturlaugsdóttir (sign)

Ingibjörg Emilsdóttir (sign)

Einar Indriðason (sign)

  
ATH: Fundargerðin var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar 17. ágúst 2010.
   

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón