Sumar í Strandabyggð
Það er komið sumar og margt ber þess merki á Hólmavík þessa dagana.
Í gær lauk rúmlega 600 km Vestfjarðagöngu Kristjáns Atla Sævarssonar, við félagsheimilið hér á Hólmavík. Nokkur fjöldi fólks fagnaði þessu frábæra afreki með honum og eftir léttar veitingar, ræður og gott spjall, fór Kristján Atli og fjölskylda í súpu á Galdrasafninu, í boði Strandabyggðar. Hér er hægt að lesa nánar um þetta frækilega afrek Kristjáns Atla í frétt RÚV. Annar göngugarpur, Reynir Pétur, sem þekktur er m.a. fyrir sína göngu um Ísland fyrir um 40 árum, var einnig með til að fagna þessum áfanga.
Það er vert að þakka kvennfélagskonum kærlega fyrir að taka að sér að setja niður blóm í blómakörin. Þau lífga sannarlega uppá bæinn.
Þá er komið frábært listaverk á vegg gengt Galdrasafninu eftir krakka sem voru á myndlistarnámskeiði nýlega hjá þeim Andra Frey og Einari! Frábært og vert að skoða.
Og að lokum má nefna og gleðjast yfir því að framkvæmdir við leikskólalóðina ganga vel!
Hér fylgja nokkrar myndir síðustu daga.
Áfram Strandabyggð!