A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Ungmennaráð og sveitarstjórn - fundargerð 5. maí 2014

Fundur sveitarstjórnar og ungmennaráðs, mánudaginn 5. maí 2014 kl. 16:00 í Hnyðju.

 

Fundinn sátu: Jón Gísli Jónsson, Jón Jónsson, Ásta Þórisdóttir, Bryndís Sveinsdóttir, Jóhanna Rósmundsdóttir, Laufey Heiða Reynisdóttir, Theodór Þórólfsson, Andrea Messíana Heimisdóttir og Guðjón Alex Flosason. Andrea K. Jónsdóttir sveitastýra og Esther Ösp Valdimarsdóttir tómstundafulltrúi sátu fundinn og rituðu fundargerð.

 

Jón Gísli setti fund og opnaði umræðu.

 

Engin sérstök dagskrá er lögð fyrir fundinn en lagt til að ungmennaráð annars vegar og sveitarstjórn hins vegar kynntu sig og sín störf og síðan verði þau mál rædd er brenni á hverjum og einum.

 

Jóhanna Rósmundsdóttir kynnir starf ungmennaráðs og kynnir skýrslu þess veturinn 2013 – 2014 en samhliða þeirri yfirferð skapaðist umræða og samtal um málefnin. Meðal þess sem rætt var helsta starfsemi og áherslur ungmennaráðs:

  • Ungmennaráð hefur haldið 3 formlega fundi
  • Tvö kaffihúsakvöld hafa verið haldin
  • Ungmennahús undirbúið, stefnt á að opna í sumar/haust. Kannski opið 1 – 2 kvöld í mánuði í sumar
  • Áhugi er fyrir ungmennadeild í björgunarsveitinni
  • Rætt um að nýta krafta ungra til að létta lund eldri íbúa
  • Krafa um bættar nettengingar
  • Óskir um aukið námskeiðahald og fræðslu, rætt um möguleika í námskeiðahaldi

Theodór fór yfir kaflann „fleiri mikilvæg atriði“ og út frá því spratt mikil umræða m.a. um formlegheit í fundargerðum og fundarsköpum. Töluvert var rætt um tjáningarleiðir en ungmennaráð upplifir sig ekki geta tjáð sig eins og þeim er tamt heldur þurfa að temja sér formlegri hætti til að hlusta sé. Einnig spannst umræða um mikilvægi þess að koma hugmyndum og skoðunum á framfæri á frambærilegan hátt.

 

Jón Jónsson kynnir áform um bætta nettenginu á Hólmavík og daglegan mokstur, hvort tveggja nokkuð sem samræmist markmiðum Ungmennaráðs.

 

Velt er upp þeim möguleika að sveitarstjórn og ungmennaráð fundi töluvert oftar en einu sinni á ári. Eins er rætt um að vinnudagar, hugmyndavinna, aukið samtal og vinna með skapandi fundarhöld í sameiningu. Eins er rætt um möguleika þess að halda einhvers konar félagsmálanámskeið þar sem tekið væri á fundarsköpum, ræðuhöldum og fleiru.

Tillaga fundarins er að sveitastjórn og ungmennaráð haldi sameiginlega vinnu- og hugmyndafundi og fundi oftar en einu sinni að ári.

Metnaður ungmennaráðs liggur í fleiru en því sem tengist ungmennu með beinum hætti. Ungmennaráðið vill fá frjálsar hendur til að vinna með málefni sem tengjast samfélaginu í heild

 

Ákvæði sveitastjórnarlaga kynnt um nefndarsetu yngra fólks. Rætt var um mikilvægi þess að ungt fólk tæki þátt í nefndarstörfum. Upp vaknaði  umræða um aldur fólks í nefndum og hvaða aldur ætti að miða við.

 

Ásta Þóris spurði um hver staðan væri á kaffihúsarekstri ungmennahúss . Ungmennaráð skýrir frá því að ákveðið hafi verið að gera Ungmennahúsið virkt fyrst og ráðast síðar á kaffihúsahugmyndina að nýju.

 

Ásta innti eftir þeirri hugmynd að ungt fólk létti lund eldri borgara. Rætt sérstaklega um vilja ungmennaráðs til að virkja krafta unga fólksins og mögulegar leiðir til að hrinda þessu í framkvæmd. Til dæmis mætti fara í samstarf við félag eldri borgara og sjúkrahúsið. Lýst yfir ánægju með hugmyndina. Umræða fór af stað þar sem fullt af hugmyndum kom fram.

 

Jón fór að tala um hvað það er mikilvægt fyrir hvorn hóp að hittast eftir svona fundi til að vinna úr og fylgja eftir því sem rætt var á fundinum.

 

Rætt um hvað dofnar í hugmyndavinnu og krafti þegar líður að vori. Rætt um að gott væri að hefja vetrarstarfið með sameiginlegum hugmyndafundi að hausti og síðan uppskerufund að vori.  Stefnt að því næsta haust.

 

Rætt um ungmennahúsið, tækjakost og þarfir. Spurt var um möguleika á skjávarpa í Félagsheimilið og er verið að ganga frá kaupum á slíkum grip sem ungmennahúsið getur haft afnot af. Aðara þarfir hafa ekki komið upp.

 

Jón vildi benda ungmennaráði á það að viðburðum og starfsemi ungmennahúss væri ekki endilega bundin við núverandi húsnæði (eitt húsnæði) heldur væri möguleiki á að fá að nota fleiri staði við aðra og stærri viðburði.

 

Jóhanna spurði um stöðu á aparólu. Staðan er óljós og þarf að kanna nánar um framkvæmdina.

 

Jón talaði um framhaldsdeildina/dreifnámið sem nú er uppi í Þróunarsetrinu. Nú er hugmynd um að Dreifnámið verði statt að Hafnarbraut 19, Jón spurði hvernig þeim litist á það. Þeim líst vel á þá hugmynd, opnar möguleika á meira félagsstarfi í kringum skólastarfið.

 

Esther opnaði umræðuna um það hverjir reki ungmennahús að það sé ekki endilega ungmennaráð. Tekið var undir það og lagt í hendur ungmennaráðs og Estherar að móta það. Talað um að móta ráð eða hóp sem sér um þetta og í samráði við TÍM, húsvörð félagsheimilis og tómstundafulltrúa, einhverskonar praktíska húsgrúppu.

Jóhanna talaði um það hversu gaman það væri að sjá hugmyndirnar gerast. Eins og t.d. hugmyndin um ungmennahús, þegar hún kom fram komst hún í framkvæmd nánast um leið. Gott að sjá þetta gerast og opnar vonir um að hlutir fari að gerast í meira mæli.

 

Rætt um endurnýjun ungmennaráðs og hvernig það þróast. Mikilvægt að einhverjir með reynslu haldist á milli ára en jafnframt að huga að endurnýjun.

 

Báðir aðilar lýsa yfir gagnkvæmu þakklæti fyrir góð störf. Bein áhrif eru möguleg og ungmennaráðið virkar sem aðhald fyrir sveitarstjórn.

 

Jón Gísli þakkaði góðan fund og sleit fundi kl. 17:30

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón