A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fundargerð ungmennaráðs 24. febrúar 2021

Fundargerð

 

Fundur var haldinn í ungmennaráði Strandabyggðar miðvikudaginn 24. febrúar kl. 16:00 í Hnyðju.

Eftirtaldir nefndarmenn voru mættir: Marinó Helgi Sigurðsson, Jóhanna Rannveig Jánsdóttir, Unnur Erna Viðarsdóttir og Þorsteinn Óli Viðarsson.

Esther Ösp Valdimarsdóttir, tómstundafulltrúi sat fundinn og ritaði fundargerð.

 

Dagskrá

1.
Hlutverk ungmennaráðs

a) Erindisbréf

http://www.strandabyggd.is/stjornsysla/tilkynningar/skra/769/

Lagt fram til kynningar. Ráðið gerir athugasemd við að í erindisbréfinu stendur að funda eigi a.m.k. sex sinnum á ári en aðeins er gert ráð fyrir fjórum fundum á fjárhagsáætlun. Eins mætti endurskoða fjölda ungmennaþinga.

b) Trúnaðaryfirlýsing

Undirrituð af nýju nefndarfólki.

2. Skipan ráðs

a)
Samskiptaleiðir

Ákveðið að notast fyrst og fremst við Messenger.

b) Varamenn

Þórey Dögg Ragnarsdóttir, Michael Miro Guðríðarson og Árný Helga Birkisdóttir eru varamenn en tvö sæti eru laus. Tómstundafulltrúa er falið að ræða við aðila sem ráðið leggur til. Varamönnum er velkomið að mæta á alla fundi.

c) Verkaskipting

Formaður ungmennaráðs er Valdimar Kolka Eiríksson

Varaformaður er Unnur Erna Viðarsdóttir

Ungmennaráð leggur til eftirfarandi skipan áheyrnarfulltrúa

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd – Þorsteinn Óli Viðarsson

Fræðslunefnd – Jóhanna Rannveig Jánsdóttir

Atvinnu-, dreifbýlis og hafnarnefnd – Marinó Helgi Sigurðsson

Umhverfis- og skipulagsnefnd – Unnur Erna Viðarsdóttir

Nefndin leggur til að Velferðarnefnd kalli til áheyrnarfulltrúa þegar kostur er.


3. Erindi frá Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis.

Óskað eftir umsögn um frumvarp til laga um lækkun kosningaaldurs. https://www.althingi.is/altext/151/s/0189.html

Ungmennaráð styður hugmyndir um lækkun kosningaraldurs en leggur til að miðað verði við fæðingarár í stað fæðingardags. Tómstundafulltrúa er falið að senda umsögn í nafni Ungmennaráðs.


4. Erindi frá Fræðslunefnd Strandabyggðar varðandi framtíð Dreifnáms FNV á Hólmavík. https://docs.google.com/document/d/1vHcSOcotOitz-c5oJxwRUqmjqwDeXk9VuTPaDdmSrD0/edit?usp=sharing

Ungmennaráðinu líst vel á nýja staðsetningu Dreifnáms í Þróunarsetrinu, svo lengi sem námsfólk sé ekki hreyfihamlað og internetið er gott.

Ráðið leggur til að sköpuð verðu aðstaða og afþreying til að nýta á milli tíma, til dæmis með kósýhorni með tölvuleikjum, hleðslutækjum fyrir síma og útisvæði, til dæmis með fótboltavelli.

Mikilvægt er að auglýsa Dreifnámið betur og hvetja fleiri til að taka þátt á Hólmavík, til dæmis með því að búa til videó.

Fjósið og Dreifnámið þyrftu að vera í góðu samstarfi til að efla félagslífið.

5. Aðstaða til félagsstarfs í Félagsheimili

Ráðið telur mikilvægt að tryggja betra internet til að hægt sé að sinna starfsemi Félagsmiðstöðvarinnar Ozon, svo sem að uppfæra leiki og keppa í rafíþróttum.


6.
Málefni tónskólans

http://www.strandabyggd.is/tonskolinn/skolanamskra/

a)
Ungmennaráð leggur til að tónfræðinám og stigspróf verði val.
b) Óskað er eftir því að tónlistarstofan verði opin og aðgengileg fyrir nemendur á skólatíma þegar ekki er verið að kenna í henni, bæði til æfinga og til að nota green screen og rýmið almennt.
c) Ráðið kallar eftir frekari rökstuðningi á kennslu í tónfræði og tónheyrn á píanó fyrir trommuleikara.

Tómstundafulltrúa er falið að koma þessum tillögum áfram til fræðslunefndar og fulltrúa ungmennaráðs í fræðslunefnd er falið að fylgja málefninu eftir.


7. Sterkar Strandir, markmið sem tengjast Ungmennaráði https://www.byggdastofnun.is/static/files/Brothaettar_byggdir/Strandabyggd/markmid-og-framtidarsyn.pdf

Ungmennaráð listar upp þau markmið sem það hefur hug á að koma að. Vinnu að þeim verður forgangsraðað á næsta fundi.

  1. Starfsmarkmið 1.2 Tryggja skipulagða móttöku nýbúa
  2. Starfsmarkmið 1.3 Verkefni sem búa í haginn fyrir ungt fólk kortlögð og stofnuð
  3. Starfsmarkmið 1.5 Háhraðanet á Hólmavík
  4. Starfsmarkmið 1.8 Kanna og kortleggja þarfir á menningar- og tómstundaframboði
  5. Starfsmarkmið 1.9 Kortleggja nýsköpunarmöguleika í menntun
  6. Starfsmarkmið 1.11 Koma á fót tveimur nýjum tómstundamöguleikum
  7. Starfsmarkmið 2.5 Hefja félags- og atvinnustarfsemi tengda sjósporti
  8. Starfsmarkmið 3.1. Þrjú útivistarfélög séu virk og sjálfbær hið minnsta
  9. Starfsmarkmið 3.2. Einn nýr ferðamannastaður/gönguleið gerð frá grunni hið minnsta
  10. Starfsmarkmið 3.3. Gönguleiðir í Strandabyggð kortlagðar, merktar og hannaðar
  11. Starfsmarkmið 3.4. Áhugaverðir staðir í Strandabyggð merktir
  12. Starfsmarkmið 3.5 . Gerð og miðlun kynningarefnis um útivistarmöguleika í Strandabyggð (á sjó, á skíðum, o.fl.)
  13. Starfsmarkmið 3.7. Sýnileiki svæðisins aukinn og ímynd þess styrkt
  14. Starfsmarkmið 3.8. Átak í að fegra og hreinsa umhverfið
  15. Starfsmarkmið 3.11. Stutt við að minnsta kosti tvö verkefni á ári sem stuðla að jákvæðri kynningu og aukinni fréttamiðlun
  16. Starfsmarkmið 3.13. Gangstéttar á Hólmavík bættar
  17. Starfsmarkmið Sérstök kortlagning á þörfum og möguleikum íbúa dreifbýlis Strandabyggðar
  18. Starfsmarkmið 3.18 Kynna öflugt menntastarf í Strandabyggð Sumarstörf og -félagslíf í Strandabyggð

8. Ungmennaráð leggur til að Vinnuskólinn verði lýðræðislegur vinnustaður þar sem ungmennin koma að því að ákveða hvaða verkefni skuli vinna á degi hverjum. Verkefnin ættu að vera fjölbreytt t.d. að planta trjám, sveitastörf, starfa á leikjanámskeiðum, með eldri borgurum og á leikskólanum. Félagslífið í vinnunni þyrfti að vera meira, það ætti að vera gaman í vinnunni.

Ungmennaráð styður að skapandi sumarstörf (Strandir í verki) verði virkjuð.


9. Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar http://www.strandabyggd.is/thjonusta/ithrottamidstod/

Valdimar flytur tillögu þess efnis að þar sem frítt er fyrir börn í Strandabyggð í sund ætti sömuleiðis að vera frítt í íþróttsalinn fyrir 17 ára og yngri. Ungmennráð styður þessa tillögu og hvetur sveitarstjórn til að endurskoða gjaldskránna og hvetja þannig börn til meiri hreyfingar.

 

10. Nýtt útileiksvæði

Jóhanna og Unnur kynna hugmynd um rennibraut niður brekkuna frá kirkjunni og niður í Brunngötu, meðfram tröppunum, enda eru tröppurnar illa farnar og það að fólk detti niður er mjög algengt. Ungmennaráð styður tillöguna og er fulltrúa í umhverfis- og skipulagsnefnd falið að flytja málið áfram.

 

11. Undirbúningur fundar með sveitarstjórn

Tómstundafulltrúa er falið að boða til sameiginlegs árlegs fundar. Meðal þess sem ráðið hefur áhuga á að ræða eru fjárhagur sveitarfélagsins, sameiningaráform, opnunartímar þjónustu í sveitarfélaginu, hitaveita, fótboltavöllur og útivistarsvæði.

 

12. Næsta ungmennaþing

Ráðið vill bjóða Sigurði Líndal að kynna Sterkar Strandir og möguleika ungs fólks til áhrifa. Þingið ætti að vera seinnipart dags í apríl, bjóða ætti upp á veitingar og hópefli.

 

13. Önnur mál

a)
Ungmennaráðið óskar eftir að hægt sé að fá sér kakó rétt eins og kaffi á fundum í Hnyðju.
b) Opnunartímar í sveitarfélaginu. Ungmennaráði þykir miður hversu skammir opnunartímar Íþróttamiðstöðvar eru, einkum á kvöldin. Ungmennaráð leggur til að frekar verði opnað seinna á daginn á virkum dögum en opið verða til kl. 21. Jafnframt væri óskandi að verslanir og veitingahús væru oftar og lengur opin, til dæmis er erfitt fyrir ferðamenn að fá að borða og það er mjög fráhrindandi.

 

Fundi slitið kl. 18.

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón