A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fundargerð Ungmennaráðs - 31. janúar 2017

Fundur var haldinn í Ungmennaráði Strandabyggðar mánudaginn 31. janúar kl. 17:00 í Hnyðju, skrifstofu , Höfðagötu 3. Mættir voru: Kristbergur Ómar Steinarsson, Birna Karen Bjarkadóttir og Kristín Lilja Sverrisdóttir. Guðrún Júlíana  Sigurðardóttir og Máney Dís Baldursdóttir boðuð forföll. Esther Ösp Valdimarsdóttir og Íris Ósk Ingadóttir tómstundafulltrúar sátu einnig fundinn. Fundargerð skrifaði Esther Ösp Valdimarsdóttir.

Fundur var settur kl 17:05.

Á fundardagskrá var eftirfarandi:

  1. Landsþing ungmennahúsa
    Kristín segir frá Landsþingi ungmennahúsa sem fór fram á Hólmavík í janúar. Landsþingið var mjög gott og þar var hægt að læra mikið, til dæmis var mjög góð fræðsla um sjálfsvíg og sjálfsskaða. Við teljum að til að styðja við andlega og félagslega heilsu ungs fólks þurfi að efla starf ungmennahúss á svæðinu en eftir gagnlegan samanburð og hugmyndavinnu með öðrum áttum við okkur á að til þess þarf aukið fjármagn.
     
  2. Nefndarseta ungmennaráðs
    Farið yfir reglur og spurningar.
     
  3. Hugmynd að ungmennaskiptum
    Kristbergur kynnir ungmennaskiptiverkefni og ferlið sem þarf að fara í gegn um til að taka þátt. Nefndin hvetur allt ungt fólk til að skrá sig á póstlista hjá Evrópu unga fólksins og fylgjast með verkefnum.
    Áhugi ungmennaráðs er mikill og ákveðið er að sækja um verkefni í vor. Lagt til að haldinn verði sérstakur hugmyndafundur um verkefni þar sem ungmenni í Strandabyggð sem tekið hafa þátt í námskeiðum um gerð ungmennaskiptaverkefna verði boðuð.
     
  4. Ungmennaþing
    Næsta ungmennaþing Strandabyggðar skipulagt. Ákveðið að halda þingið í halda þingið í 4. Vikunni í febrúar í samráði við skóla og vinnustaði en þingið verður haldið í hádeginu og sérstök áhersla lögð á flutning tómstundastarfs í Félagsheimilið.
     
  5. Önnur mál
    a.Forföll í ungmennaráði. Rætt var hvernig bregðast eigi við þegar upp koma forföll á ungmennaráðsfundum en erindisbréfið tekur ekki á því. Lagt til að haft verði samband við varamenn og þeir virkjaði í að mæta þegar upp koma forföll. Samþykkt er að sá sem forfallast útvegi sjálfur varamann og hafi þá fyrst samband við fyrsta varamann.

    b.Þjóðleikur. Áhugi er á að því að hafa eldri hóp í Þjóðleik í samstarfi Fjóssins og Leikfélags Hólmavíkur. Ákveðið að halda fund með áhugasömum og tómstundafulltrúa hið fyrsta.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið 18:50.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón