A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Íþrótta- og tómstundanefnd - 19. ágúst 2010

Fundur var haldinn í Íþrótta- og tómstundanefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 19. ágúst 2010 kl. 20:00 á skrifstofu Strandabyggðar. Jón Gísli Jónsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum fram yfir kosningu formanns, en aðrir fundarmenn voru Vala Friðriksdóttir, Kristján Sigurðsson, Aðalbjörg Guðbrandsdóttir, Kristjana Eysteinsdóttir og Hildur Guðjónsdóttir. Kristján Sigurðsson ritaði fundargerð.

 

Eftirfarandi dagskrá lá fyrir fundinum:

 

  • 1. Kosning formanns, varaformanns og ritara
  • 2. Umræður um störf nefndarinnar
  • 3. Önnur mál.

 

1. Kosning formanns, varaformanns og ritara.

Fram kom tillaga um að Hildur Guðjónsdóttir verði formaður, Kristjana Eysteinsdóttir varaformaður og Kristján Sigurðsson ritari. Það var samþykkt. Formaður tók við stjórn fundarins.

 

2. Umræður um störf nefndarinnar.

Síðasta Íþrótta- og tómstundanefnd samdi starfslýsingu nefndarinnar og var hún borin undir sveitarstjórn og samþykkt þar. Sú starfslýsing verður send nefndarmönnum um leið og hún finnst í gögnum sveitarstjórnar og verður rædd í nefndinni á næsta fundi.

Nokkrar umræður urðu um íþrótta- og tómstundastarf í bænum, sem að mörgu leyti er gott, en ávallt er þó hægt að bæta það. Sérstaklega þarf að huga að því auka fjölbreytni í tómstundum eldri borgara óháð kyni og líkamlegri getu. Í því sambandi er nauðsynlegt að auka starfshlutfall umsjónarmanns félagsstarfs aldraðra sem einungis er 15% nú. Nefndin er sammála um að til að bæta tómstundastarfið þurfi að ráða íþrótta- og tómstundafulltrúa sem heldur utan um tómstundastarf allra aldurshópa.  Þetta væri hlutastarf sem t.d. gæti hentað með umsjón félagsmiðstöðvarinnar OZON eða sem hluti af félagsþjónustu sveitarfélaga, en eins og kunnugt er færast málefni fatlaðra heim í hérað nú um áramótin. Nefndin skorar á sveitarstjórn að ráða íþrótta- og tómstundafulltrúa sem allra fyrst því að mati nefndarinnar yrði það lyftistöng fyrir allt tómstundastarf í bænum. Íþrótta- og tómstundafulltrúi gæti einnig komið að starfi með UMF Geislanum, HSS, kirkjunni og fleira mætti nefna.

 

3. Önnur mál.

Nokkrar umræður urðu um aðstöðu fyrir ýmsa starfsemi s.s. eins og braut fyrir línuskauta og aðstöðu fyrir skólahreysti. Einnig mætti bjóða upp á markvissa danskennslu, skátastarf og íþróttaskóla fyrir börn til að nefna nokkur dæmi. Nefndin er sammála um það að það þurfi að bjóða upp á fjölbreyttari afþreyingu fyrir íbúa Strandabyggðar og nýta enn betur þá frábæru aðstöðu sem t.a.m. er til staðar í Félagsheimili Hólmavíkur og Íþróttamiðstöðinni.

 

Ekki voru tekin fyrir fleiri mál. Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 21:20.

 

Vala Friðriksdóttir (sign)

Kristján Sigurðsson (sign)

Aðalbjörg Guðbrandsdóttir (sign)

Kristjana Eysteinsdóttir (sign)

Hildur Guðjónsdóttir (sign)

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón