Sveitarstjórnarfundur Strandabyggðar nr. 1376, aukafundur, 2.05.2025
Sveitarstjórnarfundur nr. 1376 sem er aukafundur er haldinn í ráðhúsi að Hafnarbraut 25, 02.05.2025
Fundur nr. 1376, aukafundur í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn föstudaginn 2. maí 2025 kl. 14:30 í ráðhúsi, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar sátu fundinn: Þorgeir Pálsson, Júlíana Ágústsdóttir, Þórdís Karlsdóttir varamaður, Matthías Sævar Lýðsson og Hlíf Hrólfsdóttir. Salbjörg Engilbertsdóttir ritaði fundargerð. Fundurinn var jafnframt tekinn upp í hljóðskrá.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
1. Ársreikningur Strandabyggðar 2024, fyrri umræða
2. Aðalskipulag Strandabyggðar 2024-2036, fyrri umræða
Oddviti bauð alla velkomna og spurði hvort einhverjar athugasemdir væru við fundarboðun.
Engin athugasemd er gerð við fundarboðið.
Þá var gengið til dagskrár:
1. Ársreikningur Strandabyggðar 2024, fyrri umræða
Oddviti kynnti Kristján Jónasson og Helga Níelsson endurskoðendur hjá KMPG sem gesti fundarins og bað þá að fara yfir helstu atriði ársreikningsins. Kristján Jónasson tók til máls og fór yfir helstu kennitölur í ársreikningi Strandabyggðar.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls og kom inn á að hækkun hafi verið á útsvari sem er líklega vegna aukinna umsvifa í atvinnulífinu. Einnig nefnir hann aukinn launakostnað umfram áætlun og samdrátt í framlögum Jöfnunarsjóðs. Jafnframt fór hann yfir nokkrar vangaveltur og bar fram spurningar um ársreikning og áætlun.
Oddviti tók til máls.
Oddviti þakkar Kristjáni Jónassyni og Helga Níelssyni fyrir komuna og útskýringu ársreikningsins.
Oddviti vísaði ársreikningi 2024, með ákveðnum breytingum sem ræddar hafa verið á fundinum, til annarrar umræðu sem verður 13. maí n.k. á hefðbundnum tíma, kl 16.00. Oddviti bað fundarmenn að staðfesta þá tillögu með handauppréttingu. Samþykkt samhljóða.
2. Aðalskipulag Strandabyggðar 2024-2036, fyrri umræða
Oddviti útskýrði vinnuna við aðalskipulagið og gaf orðið laust.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls. Matthías leggur til að öll gögn sem hafa verið notuð við gerð aðalskipulagsins verði komið í skjalavistun hjá Strandabyggð.
Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls.
Oddviti leggur til að Aðalskipulagi Strandabyggðar 2024-2036 verði vísað til seinni umræðu sveitarstjórnar. Samþykkt samhljóða og sveitarstjóri mun upplýsa Landmótun um breytingar sem gera þarf.
Fleira ekki fyrirtekið, fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 16:16
Slóð á hljóðskrá fundarins: strandabyggd.is/stjornsysla/tilkynningar/skra/4620/