A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur 1341 10. janúar 2022 í Strandabyggð

Sveitarstjórnarfundur nr. 1341 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 10. janúar kl. 16:00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík. Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn: Þorgeir Pálsson, Jón Sigmundsson, Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir, Matthías Sævar Lýðsson og Hlíf Hrólfsdóttir. Salbjörg Engilbertsdóttir skrifstofustjóri sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.

Fundardagskrá er svohljóðandi:
1. Byggðakvóti, úthlutun v. fiskveiðiársins 2022/2023, lagt fram til afgreiðslu
2. Minnisblað sveitarstjóra v. húsnæðisframkvæmda, lagt fram til afgreiðslu
3. Minnisblað sveitarstjóra v. uppsetningar á Tesla hleðslustöð, lagt fram til kynningar
4. Ungmennaráð, niðurstaða kosninga frá 10. desember 2022, lagt fram til samþykktar
5. Umhverfis- og skipulagsnefnd fundargerð 5. Janúar 2022, lögð fram til afgreiðslu
6. Forstöðumannaskýrslur, lagðar fram til kynningar
7. Vinnuskýrsla sveitarstjóra, lögð fram til kynningar
8. Sterkar Strandir fundargerðir 11. nóvember 2021, 30. apríl 2021, 1. júní 2022 og frá 8. Desember 2022 lagðar fram til kynningar
9. Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða nr. 141 frá 15. desember 2022, lögð fram til kynningar
10. Fundargerð Náttúrustofu Vestfjarða nr. 139 frá 19. desember 2022, lögð fram til kynningar
11. Samband sveitarfélaga fundargerð nr. 916 frá 14. desember 2022, lögð fram til kynningar
12. Hafnasamband Íslands fundargerð nr. 448 frá 16. desember 2022, lögð fram til kynningar


Þorgeir Pálsson oddviti bauð fundarmenn velkomna og spurði hvort athugasemdir væru við fundarboðið og engin athugasemd var gerð við boðun fundarins.


Þá var gengið til dagskrár:


1. Byggðakvóti, úthlutun v. fiskveiðiársins 2022/2023, lagt fram til afgreiðslu


Matthías Sævar Lýðsson og Hlíf Hrólfsdóttir víkja af fundi og Guðfinna Lára Hávarðardóttir og Ragnheiður Ingimundardóttir taka sæti á fundinum.


Greinargerð, Oddviti rakti erindi matvælaráðuneytis og eftirfarandi sérreglur:

„Sveitarstjórn Strandabyggðar leggur til eftirfarandi breytingar á 4. grein reglugerðar 1370/2022:
a. 25% úthlutaðs byggðakvóta verði skipt jafnt á milli fiskiskipa
b. 75% úthlutaðs byggðakvóta verði skipt eftir lönduðum afla síðasta fiskveiðiárs, 2021/2022


Sveitarstjórn Strandabyggðar leggur einnig til eftirfarandi breytingar á 6. grein reglugerðar 1370/2022:
a. Vinnsluskylda samkvæmt 6. gr. reglugerðar nr. 1370/2022 verði felld niður“


Oddviti leggur til að sveitarstjórn samþykkti fyrrgreindar sérreglur varðandi úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2022/2023. Samþykkt samhljóða og sveitarstjóra er falið að tilkynna þessar sérreglur til ráðuneytisins.


Matthías Sævar Lýðsson og Hlíf Hrólfsdóttir taka aftur sæti á fundinum.


2. Minnisblað sveitarstjóra v. húsnæðisframkvæmda, lagt fram til afgreiðslu


Oddviti rakti tilurð málsins og þá stöðu sem nú væri í málinu, sem er að óska eftir því að Brák taki við verkefninu af HMS, sbr.minnisblað þar um. Lagði oddviti til að sveitarstjórn samþykki að óska eftir því við stjórn HMS að Brák yfirtaki verkefnið.


Matthías Sævar Lýðsson spurði út í framkvæmd við stofnun lóðar og hvort skipulagsfulltrúi þurfi ekki að koma að málinu og að deiliskipuleggja þurfi svæðið. Þorgeir Pálsson svarar að það sé næst á dagskrá við framkvæmdina, þau verk séu eftir.


Matthías Sævar Lýðsson spyr ennfremur varðandi framkvæmd verksins og hvort verkið verði ekki boðið út, sem sé yfirlýst stefna sveitarstjórnar. Þorgeir svaraði að þeim sjónarmiðum sé komið á framfæri en bendir jafnframt á að verkefnið verði alfarið í höndum Brákar.


Samþykkt samhljóða og er sveitarstjóra falið að ganga frá erindi til HMS.


3. Minnisblað sveitarstjóra v. uppsetningar á Tesla hleðslustöð, lagt fram til kynningar


Vísað er í minnisblað vegna þessa verkefnis og málið að öðru leyti lagt fram til kynningar, enda komið í þann farveg sem US nefnd og sveitarstjórn hafa áður staðfest.

Matthías Sævar Lýðsson minnir á að staðsetning stöðvarinnar þurfi að fara í umfjöllun US nefndarinnar og að verið sé að ganga frá nýrri staðsetningu án umfjöllunar hennar. Þorgeir svarar því til að byggingafulltrúa og sveitarstjóra hafi verið falið að ganga frá samningum við umsækjanda.

Matthías Sævar Lýðsson óskar eftir að bóka eftirfarandi: Það er gengið framhjá lögformlegu ferli og þetta mál þurfi að koma til umfjöllunar í Umhverfis- og skipulagsnefnd.

Þorgeir óskar eftir að bóka eftirfarandi: Þetta minnisblað byggir á fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar og staðfestingu sveitarstjórnar frá 11. október 2022 og vísar einnig í ummæli formanns að meðfylgjandi minnisblað séu rök í málinu.

4. Ungmennaráð, niðurstaða kosninga frá 10. desember 2022, lagt fram til samþykktar

Oddviti sagði frá kosningu nýs Ungmennaráðs og hvatti nefndarformenn til góðar samvinnu við þessa ungu og frambærilegu fulltrúa sveitarfélagsins.


Unnur Erna Viðarsdóttir formaður
Þorsteinn Óli Viðarsson – áheyrnarfulltrúi í Umhverfis- og skipulagsnefnd
Jóhanna Rannveig Jánsdóttir - áheyrnarfulltrúi í Tómstunda-, íþr. Og menningarnefnd
Ólöf Katrín Reynisdóttir - áheyrnarfulltrúi í Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd
Benedikt Jónsson – áheyrnarfulltrúi í Fræðslunefnd


Varamenn:
Þórey Dögg Ragnarsdóttir
Árný Helga Birkisdóttir
Harpa Dögg Halldórsdóttir


Hlíf Hrólfsdóttir spurði hvort áheyrnarfulltrúar gætu setið fjarfundi í viðeigandi nefndum. Þorgeir Pálsson leitaði upplýsinga frá Sambandi sveitarfélaga og er það leyfilegt.


Oddviti lagði til að sveitarstjórn samþykkti skipan ungmennaráðs. Samþykkt samhljóða.

5. Umhverfis- og skipulagsnefnd, fundargerð 5. janúar 2022


Oddviti gaf formanni US nefndar orðið. Formaður rakti efni fundarins.

Varðandi lið 1a. Oddviti telur að málið sé upplýst og draga megi lærdóm af því og við einsetjum okkur að skerpa á verklagi í sambærilegum málum.

Varðandi lið 1.b. Formaður aflar frekari gagna og leggur fyrir næsta US fund.

Varðandi lið 2. Oddviti leggur til að sveitarstjórn samþykki erindið. Samþykkt samhljóða

Varðandi lið 3. Oddviti fagnar hugmyndum formanns að sækja um styrk í viðeigandi sjóði. Samþykkt er sveitarstjórn skoði málið frekar og er það samþykkt samhljóða.

Varðandi lið nr. 4. Er lagt til að erindið verði samþykkt. Samþykkt samhljóða

Fundargerðin er samþykkt að öðru leyti.

6. Forstöðumannaskýrslur, lagðar fram til kynningar.


Matthías Sævar Lýðsson leggur til að starfsfólki Strandabyggðar séu þökkuð störf í þágu samfélagsins á liðnu ári. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða.


7. Vinnuskýrsla sveitarstjóra, lögð fram til kynningar


8. Sterkar Strandir fundargerðir 11. nóvember 2021, 30. apríl 2021, 1. júní 2022 og frá 8. desember 2022, lagðar fram til kynningar


Oddviti tekur fram að þarna vantar fundargerð frá 13. september og kallar eftir henni fyrir næsta fund.


9. Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða nr. 141 frá 15. desember 2022, lögð fram til kynningar


10. Fundargerð Náttúrustofu Vestfjarða nr. 139 frá 19. desember 2022, lögð fram til kynningar

Oddviti segir að nýráðinn sé líffræðingur með staðsetningu í Bolungarvík en enn er ómönnuð staða starfsmanns í Strandabyggð. Framundan er fundur með stjórnendum Náttúrustofu þar sem rætt verður um mönnun stöðugildis í Strandabyggð.


11. Samband sveitarfélaga fundargerð nr. 916 frá 14. desember 2022, lögð fram til kynningar


12. Hafnasamband Íslands fundargerð nr. 448 frá 16. desember 2022, lögð fram til kynningar


Fleira ekki fyrirtekið, fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 16.59


Þorgeir Pálsson (sign)
Jón Sigmundsson (sign)
Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir (sign)
Matthías Sævar Lýðsson (sign)
Hlíf Hrólfsdóttir (sign)
Guðfinna Lára Hávarðardóttir (sign)
Ragnheiður Ingimundardóttir (sign)

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón