A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis- og skipulagsnefnd fundur 5. janúar 2023

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 5. janúar 2023, kl. 17:10 í Hnyðju, Höfðagötu 3, á Hólmavík.

Fundinn sátu: Matthías Sævar Lýðsson formaður, Ragnheiður Hanna Gunnarsdóttir, Þröstur Áskelsson, Atli Már Atlason, Guðrún Elínborg Þorvaldsdóttir, Arwa Alfadhli skipulagsfulltrúi í fjarfundarbúnaði og Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi og ritaði hann fundargerð.


Dagskrá fundarins er eftirfarandi:


1.a Nauteyri – Lögð er fram umsókn Háafells ehf. dags. 09. júní 2022 um framkvæmdaleyfi vegna borunar á vinnsluholum eftir heitu vatni við Nauteyri.

Til stendur að bora tvær nýjar vinnsluholur og tvær rannsóknarholur við Nauteyri vegna
stækkunar á fiskeldi Háafells ehf. Íslenskar Orkurannsóknir (ISOR) hefur framkvæmt
rannsóknir á svæðinu byggðar á holum sem boraðar hafa verið á svæðinu.

Í athugasemd Umhverfisstofnunnar dags. 10 nóvember 2022 er bent á að upplýsingar um tiltekt á sviðinu ef borholur reynast ónothæfar vantar.

Í athugasemd Náttúrufræðistofnunar Íslands dags. 15. nóvember 2022 er minnt á eftirfarandi:
- tillögur stofnunarinnar um verndarsvæði fyrir landsel í Ísafjarðardjúpi
- vegur að rannsóknarholu 2 liggur um skráð vatnsverndarsvæði
- Plantan Naðurtunga er á válista og finnst á fyrirhuguðu borsvæði rannsóknarholu 1 og mikilvægt að framkvæmdir verði ekki á svæðum þar sem naðurtungu er að finna.
- Æskilegt að borplön og vegur að vinnsluholu B raski gróðri sem minnst.
- Bæði kjarrskógavist og starungsmýravist eru vistgerðir með hátt verndargildi.
- Jarðhiti er á yfirborði, bæði niður við Hafdalsá og í mýri þar fyrir sunnan. Æskilegt að henni verði ekki raskað
- Fálkaóðal er þekkt við Hafnardalsá og skal hafa samráð við Náttúrufræðistofnun og Umhverfisstofnun sé það í ábúð.
- Engin gögn um jarðhitakerfið fylgdu umsókn og ekki hægt að meta hvort fyrirhuguð nýting hafi áhrif á það kerfi.
- Áhrif fyrirhugaðra framkvæmda munu hafa töluverð neikvæð áhrif á nánasta umhverfi.
- Áhrif af borun vinnsluholu og rannsóknarholu 1 mun hafa óveruleg áhrif á nánasta umhverfi.

 

Í athugasemdum frá Orkubúi Vestfjarða dags. 11. nóvember 2022 ítrekar eftirfarandi:
- Ov telur nauðsynlegt að framkvæmdaraðili gangi í samning við OV um nýtingu jarðhita í samræmi við viljayfirlýsingu í bréfi frá 21. júlí 2022
- OV gerir ráð fyrir að rukka auðlindagjald sem byggir á föstu gjaldi og afgjaldi af rúmmetragjaldi sem miðast við hæsta topp á ákveðnum tíma.
- Framkvæmdaaðili geri afkastamælingu á svæðinu.
- Það er jafnframt ósk Orkubúsins að sveitafélagið Strandabyggð árétti við framkvæmdaaðila að sveitafélagið hafi ekki verið eigandi jarðhitaréttindanna á þeim tíma er það seldi jörðina Nauteyri, eins og skýrt kemur fram í bréfi sveitafélagsins til Orkubús Vestfjarða dags. 22. febrúar 2008.


Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsnefndar fái frekari upplýsingar og nákvæmari gögn frá framkvæmdaraðila og frestar því afgreiðslu málsins.

1.b Við fimm ehf – umsókn um lóð á enda Kópnesbrautar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur vel í erindið og felur formanni umhverfis- og skipulagsnefndar ásamt skipulagsfulltrúa að skoða málið nánar og fá frekari upplýsingar hjá umsækjanda.

2. Þorsteinn Sigfússon – Umsókn um breytt heiti af eign sinni á Víðidalsá útihús yfir í nýtt heiti: Sólvellir.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindi Þorsteins Sigfússonar.

3. Erindi frá Óskari Halldórssyni varðandi göngustíg frá Borgabraut yfir á Vitabraut.
Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar fyrir erindið og beinir því til sveitarstjórnar að skoða málið, hvort og hvernig hægt sé að fjármagna verkefnið.

4. Umsókn frá Orkubúi Vestfjarða fyrir olíutanki á Skeiði Hólmavík.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið gegn tilskyldum leyfum frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, brunavörnum Dala Reykhóla og Stranda, umhverfisstofnum og öðrum sem eiga í hlutt.

 

 

 

Fundi slitið kl 18:51

Matthías Sævar Lýðsson (sign)
Ragnheiður Hanna Gunnarsdóttir (sign)
Þröstur Áskelsson (sign)
Atli Már Atlason (sign)
Guðrún Elínborg Þorvaldsdóttir (sign)
Grettir Örn Ásmundsson (sign)
Arwa Alfadhli

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón