A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur 1316 í Strandabyggð, 13.04.21

Sveitarstjórnarfundur 1316 í Strandabyggð

Fundur nr.  1316 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 13. apríl 2021 í Hnyðju, Höfðagötu 3. kl. 16:00. Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn:  Jón Gísli Jónsson, Ásta Þórisdóttir, Eiríkur Valdimarsson, Guðfinna Lára Hávarðardóttir og Jón Jónsson.  Pétur Matthíasson boðar forföll. Þorgeir Pálsson ritaði fundargerð.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

  1. Ákvörðun sveitarstjórnar um að nýta heimildi til fjarfunda.
  2. Forstöðumannaskýrslur og verkefni sveitarstjóra
  3. Nefndarfundir
    1. Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd, 21.03.21
    2. Fræðslunefnd, 08.04.21
  4. Reglur um birtingu fundargagna í Strandabyggð
  5. Endurskoðun samnings um embætti byggingar- og skipulagsfulltrúa
  6. Erindi frá Kaldrananeshreppi, afmörkun sveitarfélaga
  7. Brunavarnir Dala, Reykhóla og Stranda – fundur 05.02.21 – til kynningar
  8. Svæðisskipulagsnefnd – fundur 23.03.21 – til kynningar
  9. Ársreikningur Félagsþjónustu Stranda og Reykhóla – til kynningar
  10. Vestfjarðastofa, stjórnarfundur nr. 34, frá 24.2.21 – til kynningar
  11. Ályktun stjórnar Vestfjarðastofu um samgöngumál – 15.03.21 – til kynningar
  12. Samgöngunefnd Fjórðungssambandsins – 01.03.21 – til kynningar
  13. Strandsvæðaskipulag á Vestfjörðum – 5. fundur svæðisráðs, 03.03.21 – til kynningar
  14. Samband íslenskra sveitarfélaga – fundargerð 896, frá 26.03.21 – til kynningar
  15. Hafnarsamband Íslands – Ársreikningur  2020 – til kynningar
  16. Hafnarsamband Íslands – fundur nr. 433 frá 19.03.21– til kynningar.

 

Þá var gengið til dagskrár.  Oddviti setti fundinn kl. 16.04 og bauð fundarmenn velkomna.

 

  1. Ákvörðun sveitarstjórnar um að nýta heimildi til fjarfunda.

Með vísan í heimild ráðherra, samþykkir sveitarstjórn að nýta heimildina.

 

  1. Forstöðumannaskýrslur og verkefni sveitarstjóra

Rætt um stöðu í húsnæðisverkefni Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.  Sveitarstjórn er jákvæð fyrir verkefninu og felur sveitarstjóra að ræða stöðu verkefnisins við stofnunina. 

 

  1. Nefndarfundir
    1. Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd, 21.03.21

Formaður rakti efni fundarins.  Undir lið 3.d spannst umræða um staðsetningu fyrir dreifnám, sem er í húsnæðinu að Hafnarbraut 19.  Sveitarstjórn samþykkir að framlengja leigusamning við Sparisjóðinn og fela sveitarstjóra að ganga frá samningi og tilkynna hlutaðeigandi.  Varðandi lið 3.e, var spurt um dagsetningu fyrir Hamingjudaga.  Sveitarstjórn

ákvað að halda Hamingjudaga 25-27. júní 2021.  Sveitarstjórn samþykkir að öðru leyti fundargerðina.

 

    1. Fræðslunefnd, 08.04.21

Formaður rakti efni fundarins og vakti sérstaklega athygli á framförum í lesferil nemenda.  Sveitstjórn samþykkir að öðru leyti fundargerðina.

 

  1. Reglur um birtingu fundargagna í Strandabyggð

Engar athugasemdir.  Sveitarstjórn samþykkir reglurnar og felur sveitarstjóra að ganga frá málinu og kynna fyrir íbúum og hlutaðeigandi aðilum.

 

  1. Endurskoðun samnings um embætti byggingar- og skipulagsfulltrúa

Sveitarstjórn ræddi samningsdrögin og þá sérstaklega tímaskráningu, verkbókhald og innheimtu þjónustugjalda.  Sveitarstjórn samþykkir með fjórum atkvæðum að halda áfram vinnu byggðri á þessum samningsdrögum. Jón Jónsson situr hjá vegna vanþekkingar á téðum samningi.

 

  1. Erindi frá Kaldrananeshreppi, afmörkun sveitarfélaga

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu til næsta fundar og felur sveitarstjóra að afla frekari gagna.

 

  1. Brunavarnir Dala, Reykhóla og Stranda – fundur 05.02.21 – til kynningar

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Svæðisskipulagsnefnd – fundur 23.03.21 – til kynningar

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Ársreikningur Félagsþjónustu Stranda og Reykhóla – til kynningar

Ársreikningur Félagsþjónustu Stranda og Reykhóla 2020, lagður fram til kynningar.

 

  1. Vestfjarðastofa, stjórnarfundur nr. 34, frá 24.2.21 – til kynningar

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Ályktun stjórnar Vestfjarðastofu um samgöngumál – 15.03.21 – til kynningar

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Samgöngunefnd Fjórðungssambandsins – 01.03.21 – til kynningar

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Strandsvæðaskipulag á Vestfjörðum – 5. fundur svæðisráðs, 03.03.21 – til kynningar

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Samband íslenskra sveitarfélaga – fundargerð 896, frá 26.03.21 – til kynningar

Lagt fram til kynningar.

 

 

 

  1. Hafnarsamband Íslands – Ársreikningur  2020 – til kynningar

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Hafnarsamband Íslands – fundur nr. 433 frá 19.03.21– til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

 

 

Fundargerð lesin yfir og ekki fleira tekið fyrir.  Fundi slitið kl. 18.22.

 

Ásta Þórisdóttir

Eiríkur Valdimarsson

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Jón Gísli Jónsson

Jón Jónsson

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón