A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1281 - 9. október 2018


Fundur nr. 1281 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 9. október 2018 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn:
Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir, Eiríkur Valdimarsson, Guðfinna Lára Hávarðardóttir, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Gísli Jónsson. Fundarritari Þorgeir Pálsson.


Fundardagskrá var svo hljóðandi:
1. Kaup á eftirlitsmyndavélum í íþróttamiðstöð og á hafnarsvæði
2. Staða íþróttamiðstöðvarinnar
3. Erindi v. tónlistarnáms fjarri heimabyggð frá Hrafnhildi Skúladóttur 4.10.2018
4. Skipun nýrra fulltrúa í fræðslunefnd
5. Fundargerð Fræðslunefndar frá 4.10.2018
6. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar, 4.10.2018
7. Staðfestingu á breytingum prókúruhafa
8. Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar, 8.10.2018.


Oddviti setti fundinn kl 16:00 og óskaði eftir að tekin yrðu fyrir tvö afbrigði:

Afbrigði 1. Erindi um samþykkt ábyrgðar vegna láns Sorpsamlags Strandabyggðar til kaupa á sorpbifreið. Afbrigðið var samþykkt sem dagskrárliður nr 9.
Afbrigði 2. Auglýsing um umsókn um Byggðakvóta fiskveiðiársins 2018-2019. Afbrigðið var samþykkt sem dagskrárliður nr 10.


Þá var gengið til dagskrár.

1. Kaup á eftirlitsmyndavélum í íþróttamiðstöð og á hafnarsvæði
Rætt var um líftíma og mikilvægi þessa kerfis, auk tenginga við síma starfsmanna. Fram koma að sumar vélanna eru í senn skynjarar sem fara í gang við hreyfingu. Þær virka því sem öryggiskerfi. Sveitarstjórn samþykkti að fá nánari upplýsingar um kostnað við uppsetningu, líftíma og þjónustu.
Var sveitarstjóra, forstöðumanni íþróttamiðstöðvar og hafnarverði falið að afla þessara upplýsinga.

2. Staða íþróttamiðstöðvarinnar
Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeirri vinnu sem unnin hefur verið og þeirri umræðu sem átt hefur sér stað á síðustu mánuðum. Ljóst er að verkefnið er stórt og viðamikið og því mikilvægt að hafa skýra mynd af öllum valkostum. Rætt var um að gera ramp að kjallara og hurð þar á vegg, til að einfalda aðgengi, auðvelda losun á síum og öðrum búnaði og sem öryggisatriði.

Sveitarstjóra, í samráði við áhaldahús, falið að hefja framkvæmdir við gerð hurðar á kjallara.

Sveitarstjórn leggur áherslu á skynsamlega forgangsröðun verkþátta og leggur áherslu á að yfirsýn fáist sem fyrst yfir þær framkvæmdir, viðhald og viðgerðir sem liggja fyrir.
Þorgeir Pálsson vék af fundi og Ingibjörg Benediktsdóttir tók við að rita fundargerð.

3. Erindi v. tónlistarnáms fjarri heimabyggð frá Hrafnhildi Skúladóttur 4.10.2018
Sveitarstjórn samþykkir erindið.
Þorgeir kemur aftur til fundar og tekur við að rita fundargerð.

4. Skipun nýrra fulltrúa í fræðslunefnd
Tveir nefndarmenn; Egill Victorsson aðalmaður og Ágúst Þormar Jónsson, varamaður, hafa hafið störf við Grunnskólann og geta því ekki setið í fræðslunefnd. Lagt er til að Sigurður Marinó Þorvaldsson varamaður í fræðslunefnd taki sæti sem aðalmaður. Skipun varamanna frestað til næsta fundar. Sveitarstjórn samþykkir þessa tilhögun.


5. Fundargerð Fræðslunefndar frá 4.10.2018
Formaður rakti umræðu fundarins. Rætt var um mikilvægi upplýstrar umræðu um innra starf skólaeininga. Í umræðu um fjárhagsáætlun kom fram að byggingarfulltrúi mun hitta forstöðumann grunnskóla vegna þarfagreiningar. Þá var bent á mikilvægi öryggismála við íþróttahús og félagsheimili, sérstaklega í ljósi Samfellds dags barna.
Sveitarstjórn samþykkti fundargerðina.

6. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar, 4.10.2018
Formaður rakti umræðu fundarins. Námskeið gengu almennt vel, en þó vantaði oft starfsfólk. Rætt var endurskoðun á framkvæmd Hamingjudaga. Hugsanlega þyrfti að endurskoða val viðburða. Rætt var um að starfið mætti frekar vera í framkvæmda-nefnd, en ekki á herðum einnrar manneskju. Mikilvægt er að virkja íbúa betur. Eins var rætt um að endurvekja umræðu um samstarf við nágranna sveitarfélögin.

Varðandi lið 3.a, staðfesti sveitarstjórn með fjórum atkvæðum að halda
Hamingjudaga árlega. Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir greiðir atkvæði á móti. Sveitarstjórn samþykkir að öðru leyti fundargerðina.


7. Staðfestingu á breytingum prókúruhafa
Sveitarstjórn staðfestir, með vísan í fundargerð sveitarstjórnar 1278, frá 17. júlí 2018, að Þorgeir Pálsson hafi prókúru fyrir hönd sveitarfélagsins Strandabyggðar.


8. Umhverfis- og byggingarnefndarfundur, 8.10.2018
Farið var yfir umræðu fundarins. Varðandi lið 8 a, samþykkir sveitarstjórn að sækja um í Framkvæmdasjóð ferðamanna. Var formanni falið að vinna að því og kalla eftir þeirri aðstoð sem þyrfti. Formaður reyfaði nýja áætlun um fundartíma nefndarinnar. Sveitarstjórn samþykkti að öðru leyti fundargerðina.


9. Ábyrgð vegna láns Sorpsamlags Strandabyggðar til kaupa á sorpbifreið
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi nr 1281 þann 9.10.2018 að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Sorpsamlags Strandasýslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 25.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.
Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Er lánið tekið til fjármögnunar á kaupum á sorpbifreið sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Þorgeiri Pálssyni, kt. 100463-5989, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Strandabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Sveitarstjórn samþykkir að veita ábyrgðina.


10. Auglýsing umsóknar um Byggðakvóta fiskveiðiársins 2018-2019
Sveitarstjórn samþykkir að sækja um byggðakvóta. Sveitarstjóra er falið að klára umsókn og skila inn fyrir 1. nóvember 2018.


Fundargerð lesin yfir, og ekki fleira tekið fyrir. Fundi slitið kl. 18.12.


Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir
Eiríkur Valdimarsson
Guðfinna Lára Hávarðardóttir
Ingibjörg Benediktsdóttir
Jón Gísli Jónsson.

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón