A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1269 - 9. janúar 2018

Fundur nr.  1269 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 9. janúar 2018 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Auk Jóns Gísla sátu fundinn  Ásta Þórisdóttir (J) , Ingibjörg Emilsdóttir (J), Haraldur V. A. Jónsson (F) og Ingibjörg Benediktsdóttir (E). Andrea K. Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð.

 

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

  1. Reglur um afslátt af fasteignaskatti
  2. Uppgjör launagreiðenda til A deildar Brúar lífeyrissjóðs vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, nr. 1/1997
  3. Fundargerð 399. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 1/12/2017
  4. Skýrsla desembermánaðar frá sveitarstjóra og forstöðumönnum
  5. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 8/1/2018



Þá var gengið til dagskrár.

  1. Reglur um afslátt af fasteignaskatti

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða breytingar á lið 4 í reglum um afslátt af fasteignaskatti í Strandabyggð og hljóðar liður 4 svona:

    Við ákvörðun afsláttar skulu notaðar eftirfarandi viðmiðanir

    Tekjur einstaklinga allt að 2.655.000 – afsláttur 100%          
    Tekjur einstaklinga allt að 2.896.000 – afsláttur 75%             
    Tekjur einstaklinga allt að 3.136.000 – afsláttur 50%             
    Tekjur einstaklinga allt að 3.400.000 – afsláttur 25%             

    Tekjur hjóna/sambýlisfólks allt að 4.342.000 – afsláttur 100%
    Tekjur hjóna/sambýlisfólks allt að 4.704.000 – afsláttur 75%
    Tekjur hjóna/sambýlisfólks allt að 5.061.000 – afsláttur 50%
    Tekjur hjóna/sambýlisfólks allt að 5.500.000 – afsláttur 25%

  2. Uppgjör launagreiðenda til A deildar Brúar lífeyrissjóðs vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, nr. 1/1997

    Lagt fram til kynningar.

  3. Fundargerð 399. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 1/12/2017

    Lagt fram til kynningar.

  4. Skýrsla desembermánaðar frá sveitarstjóra og forstöðumönnum

    Lagt fram til kynningar.

  5. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 8/1/2018

    Lagt fram til samþykktar. Varðandi lið 4a þá þarf nánari útfærslu á því áður en það verður samþykkt. Fundargerð að öðru leyti samþykkt samhljóða.

 

Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 16:42

 

Ásta Þórisdóttir

Haraldur V. A. Jónsson

Ingibjörg Benediktsdóttir

Ingibjörg Emilsdóttir

Jón Gísli Jónsson

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón