A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1238 - 18. ágúst 2015

Fundur nr.  1238 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 7. júlí 2015 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Auk Jóns Gísla sátu fundinn Ásta Þórisdóttir (J), Haraldur V. A. Jónsson (F), Ingibjörg Benediktsdóttir (E).  Ingibjörg Emilsdóttir (J) boðaði forföll en Jóhann Lárus Jónsson(J) kemur í hennar stað.  Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð. 

 

Jón Gísli leitaði afbrigða við boðaða dagskrá og óskaði eftir því að tvö mál verði tekin inn á dagskrá, annarsvegar  umsókn Írisar Bjargar Guðbjartsdóttur um launað leyfi í námslotum verði tekin inn á dagskrá og hinsvegar bréf frá Eiríki Valdimarssyni umsjónarmanni dreifnámsins á Hólmavík um stöðu dreifnámsins. Var það samþykkt samhljóða.

 

 

Fundardagskrá er því svohljóðandi:

  1. Skólastefna Strandabyggðar
  2. Sveitarsjóður - staða v/s áætlun
  3. Afgreiðsla vegna deiliskipulags við Jakobínutún
  4. Fundargerð Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefndar frá 12/08/2015
  5. Umsókn um launað leyfi í námslotum frá Írisi Björgu Guðbjartsdóttur, dagsett 14/08/2015
  6. Bréf frá Eiríki Valdimarssyni vegna stöðu dreifnáms á Hólmavík, dagsett 18/08/2015


Þá var gengið til dagskrár.

  1. Skólastefna Strandabyggðar
    Skólastefna Strandabyggðar var lögð fram  og var hún samþykkt samhljóða. 

  2.  Sveitarsjóður - staða v/s áætlun
    Lagt fram til kynningar.

  3. Afgreiðsla vegna deiliskipulags við Jakobínutún
    Á sveitarstjórnarfundi 1237 í Strandabyggð þann 7/7/2015 var gerð samþykkt undir lið nr. 7 varðandi samþykki nýs deiliskipulags á íþrótta- og þjónustusvæði við Jakobínutún á Hólmavík. Textinn var ekki fullnægjandi og er úr því bætt hér með neðangreindum texta:
    „Sveitarstjórn samþykkir nýtt deiliskipulag  íþrótta- og þjónustusvæðis við Jakobínutún, dagsett í apríl 2015,  í lögbundið auglýsingar- og kynningarferli.
    Fornminjaskoðun hefur farið fram á skipulagssvæðinu og fundust þar engar fornminjar.“

  4. Fundargerð Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefndar frá 12/08/2015
    Fundargerð Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefndar  lögð fram og samþykkt samhljóða.

  5. Umsókn um launað leyfi í námslotum frá Írisi Björgu Guðbjartsdóttur, dagsett 14/08/2015
    Umsókn um launað námsleyfi í námslotum á haustönn er hafnað vegna tímamarka í reglum sveitarfélagsins um launuð námsleyfi starfsmanna  en launað námsleyfi í námslotum á vorönn eru samþykkt.

  6. Bréf frá Eiríki Valdimarssyni vegna stöðu dreifnáms á Hólmavík, dagsett 18/08/2015
    Sveitarstjórn tekur undir áhyggjur umsjónarmanns varðandi stöðu dreifnáms á Hólmavík en fáir nemendur eru skráðir þar til náms þetta haustið. Ungt fólk eindregið hvatt til að nýta þennan góða valkost sem dreifnámið er í heimabyggð og athygli er vakin á því að ekki eru efri aldursmörk í skólann og því er dreifnámið góður kostur fyrir áhugasamt fólk á öllum aldri til að hefja nám eða koma inn á ný eftir námshlé.

    Mikilvægt er að standa vörð um dreifnámið til að það haldist á og festist í sessi.

 

Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 17:18

 

Ásta Þórisdóttir

Haraldur V. A. Jónsson

Ingibjörg Benediktsdóttir

Jóhann L. Jónsson

Jón Gísli Jónsson

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón