A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1213 - 08. október 2013

Fundur nr.  1213 var haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 08. október  2013 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson oddviti sveitarstjórnar, bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Einnig sátu fundinn Jón Jónsson, Ásta Þórisdóttir, Viðar Guðmundsson og Bryndís Sveinsdóttir.   Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð. 

 

Oddviti leitar afbrigða við dagskrá fundar. Áður auglýstur liður númer 6 fellur niður en þess í stað gerir oddviti að tillögu sinni að liður 6 verði erindi frá Húnaþingi vestra, ósk um innlausn á hlutafé í Sorpsamlagi Strandasýslu.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

  1. Erindi frá Ingimundi Magnússyni vegna ljósastaura, dagsett 02/10/2013
  2. Erindi frá Leikskólastjóra vegna 25 ára afmæli Leikskólans Lækjarbrekku, dags 02/10/2013
  3. Fundargerð NAVE frá 05/09/2013 lögð fram til kynningar
  4. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar
  5. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar
  6. Fundargerð Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefndar

 

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

  1. Erindi frá Ingimundi Magnússyni vegna ljósastaura, dagsett 02/10/2013

    Sveitarstjórn þakkar Ingimundi Magnússyni erindið. Sveitarfélagið Strandabyggð tekur ekki þátt í flutningi þegar niðursettra staura á lögbýlum i sveitarfélaginu.
  2. Erindi frá Leikskólastjóra vegna 25 ára afmæli Leikskólans Lækjarbrekku, dags 02/10/2013

    Sveitarstjórn þakkar erindið og afmælisboðið. Sveitarstjórn hyggst koma með pakka með sér og þyggja afmælismorgunverð.
  3. Fundargerð NAVE frá 05/09/2013 lögð fram til kynningar

    Fundargerð lögð fram til kynningar.
  4. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar

    Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar samþykkt í heild sinni.
  5. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar

    Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar samþykkt í heild sinni.

  6. Erindi frá Húnaþingi vestra, ósk um innlausn á hlutafé Húnaþings vestra í Sorpsamlagi Strandasýslu,  dags 13/09/2013

    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að leysa til sín hlutafé Húnaþings vestra í Sorpsamlagi Strandasýslu í samræmi við eignarhlut Strandabyggðar í samlaginu að því gefnu að Kaldrananeshreppur og Árneshreppur  geri slíkt hið sama.

 

 

Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 17:38

 

Jón Gísli Jónsson                                                                      Jón Jónsson

Ásta Þórisdóttir                                                                        Bryndís Sveinsdóttir

Viðar Guðmundsson

 

 

 

08. október 2013
Andrea Kristín Jónsdóttir
sveitarstjóri Strandabyggðar

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón