A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda-, íţrótta- og menningarnefnd - 30. september 2013

Fundargerð TÍM-nefndar

  

Fundur var haldinn í Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar mánudaginn 30. september kl. 20:00 í Hnyðju að Höfðagötu 3 á Hólmavík. Mætt voru Ásta Þórisdóttir, Salbjörg Engilbertsdóttir, Jóhann Lárus Jónsson, Kristjana Eysteinsdóttir og Júlíus Freyr Jónsson. Esther Ösp Valdimarsdóttir tómstundafulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.

 

Ásta Þórisdóttir formaður setti fundinn.

 

Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 

 1. Niðurstöður könnunar um Hamingjudaga
  Svör rædd og fjallað um hverja spurningu fyrir sig. Nefndin leggur til að halda Hamingjudaga á ný að ári með svörin til hliðsjónar og Hamingjusamþykktina að leiðarljósi. Tómstundafulltrúi tekur að sér að hvetja fólk til að efla hverfisandann, dregið verður úr vægi keppna en lögð áhersla á samstöðu og samkennd. Tómstundafulltrúi skrifar frétt um niðurstöðuna.

  Lagt er til að Hamingjudagar 2014 verði haldnir 27.-29. júní.
   
 2. Ungmennaráð – Nýtt ungmennaráð samþykkt og umræða um störf ráðsins.

  Ungmennaráð 2013-2014

  Aðalmenn:
  Jóhanna Rósmundsdóttir
  Laufey Heiða Reynisdóttir
  Theodór Þórólfsson
  Guðjón Alex Richter Flosason
  Steinn Ingi Árnason

  Varamenn:
  Björk Ingvarsdóttir
  Andrea Messíana Heimisdóttir
  Íris Jóhannsdóttir
  Jón Arnar Ólafsson
  Sigfús Snævar Jónsson

  Íbúafundur ungs fólks áætlaður þann 10. október.
   
 3. Staða umræðu um ungmennahús eða frístundamiðstöð
  Unnið er að því að finna framtíðarhúsnæði. Áhugi er fyrir að hefja starf án þess að framtíðarhúsnæði hafi fengist og umræður um það.
   
 4. Útvíkkun á starfi Ozon
  TÍM nefndin telur fulla ástæðu til að ganga frá málinu hið fyrsta. Lagt er til að gengið verði til samninga við Kaldrananeshrepp.

  Nenfdin vísar til samþykktar um hlutastarf í Ozon og hvetur til þess að gengið verði frá ráðningu.
   
 5. Samstarf tómstundafulltrúa og TÍM nefndar
  Eðli þess og markmið rædd.
   
 6. Afmæli Skjaldbökunar
  12. október kl. 17:00. Rætt um dómnefndarskipun fyrir minjagripakeppni og viðburðinn í heild.
   
 7. Menningarviðburðir að vetri
  Lagt er til að haldin verði menningarhátíð í febrúar. Nefndin sýnir því áhuga að standa að baki slíkri hátíð og að tómstundafulltrúi sjái um framkvæmd hennar. Ekki er gert ráð fyrir að fjármunum, utan vinnulauna og utanaðkomandi styrkja, sé varið í hátíðarhöldin.
   
 8. Önnur mál
  a. Málefni íþróttamiðstöðvarinnar rædd, lagt til að gengið verði til verka þess efnis að öryggi gesta miðstöðvarinnar sé tryggt.

  b. Nenfdin hvetur til þess að endurskoðun á kortamálum verði kláruð.

  c. Rætt hvort þurfi að athuga sérstaklega þátttöku ungmenna í íþróttastarfi.

  d. Málefni leiksvæða rædd, mikilvægt er að framkvæmdum á þeim ljúki hið fyrsta.

  

 

Fundi slitið kl. 23:15.
 
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
 
Ásta Þórisdóttir
Salbjörg Engilbertsdóttir
Jóhann Lárus Jónsson
Júlíus Freyr Jónsson
Kristjana Eysteinsdóttir
 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón