A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggđar 1194 - 13. mars 2012

Fundur nr. 1194 var haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 13. mars 2012 á skrifstofu sveitarfélagsins. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson oddviti sveitarstjórnar, bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Einnig sátu fundinn Jón Jónsson varaoddviti, Ingibjörg Benediktsdóttir, Katla Kjartansdóttir og Rúna Stína Ásgrímsdóttir varamaður. Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð. 

 

Oddviti hóf fundinn með því að leita afbrigða og óskaði eftir að taka eftirfarandi erindi inn á dagskrá:

 

11. Börn og unglingar í Strandabyggð

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða.

 

Dagskrá fundarins var eftirfarandi:


1. 18 mánaða skýrsla sveitarstjóra

2. Hönnun gatna á Hólmavík, erindi frá Jóni Gísla Jónssyni, dags. 8. mars 2012

3. Athugun vegna hitaveitu, erindi frá Jóni Jónssyni, dags. 8. mars 2012

4. Bygging íbúðarhúsnæðis á Hólmavík, erindi frá Hornsteinum dags. 9. mars 2012

5. Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags, erindi móttekið 1. mars 2012

6. Ályktun stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga, varðandi þingsályktun um samgönguáætlun 2011 - 2012, samþykkt á fundi stjórnar 20. febrúar 2012

7. Reglur um skólaakstur á skólaakstursleið suður Strandir

8. Krakkaskák, styrkbeiðni frá krakkaskak.is, dags. 1. mars 2012

9. Fundargerð Velferðarnefndar, dags. 5. mars 2012

10. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar, 8. mars 2012

 

Og þá var gengið til dagskrár:

 

1. 18 mánaða skýrsla sveitarstjóra

Lagt fram til kynningar.

 

2. Hönnun gatna á Hólmavík, erindi frá Jóni Gísla Jónssyni, dags. 8. mars 2012

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu um að ráðast í hönnun gatna á Hólmavík.

 

3. Athugun vegna hitaveitu, erindi frá Jóni Jónssyni, dags. 8. mars 2012

Sveitarstjórn samþykkir að fela Athafnasviði að hefja formlega vinnu við athugun á því hvort og með hvaða hætti er unnt að leggja hitaveitu á Hólmavík.

 

4. Bygging íbúðarhúsnæðis á Hólmavík, erindi frá Hornsteinum dags. 12. mars 2012

 
Jón Gísli Jónsson víkur af fundi.

 
Sveitarstjórn Strandabyggðar fagnar fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum Hornsteina fasteignafélags á þriggja íbúða raðhúsi á Hólmavík. Jafnframt lýsir sveitarstjórn yfir ánægju með að í raðhúsinu verði boðið upp á þrjá mismunandi valkosti í íbúðarstærð sem mætt geti mismunandi þörfum væntanlegra íbúa. Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að ganga til viðræðna við Hornsteina fasteignafélag um kaup á tveimur minni íbúðunum samkvæmt fyrirliggjandi teikningu seljist þær ekki öðrum áhugasömum kaupendum fyrir 15. apríl 2012, eins og óskað er eftir í erindi frá Hornsteinum. Hugmynd um leigu sveitarfélagsins á þriðju íbúðinni er hafnað.

 
Jón Gísli Jónsson kemur á fundinn.

 
5. Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags, erindi móttekið 1. mars 2012

 

Ingibjörg Benediktsdóttir víkur af fundi.

 

Umsókn er samþykkt samhljóða.

 

Ingibjörg Benediktsdóttir kemur aftur inn á fund.

 

6. Ályktun stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga, varðandi þingsályktun um samgönguáætlun 2011 - 2012, samþykkt á fundi stjórnar 20. febrúar 2012 Sveitarstjórn Strandabyggðar fagnar ályktun stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga og leggur ríka áherslu á að framkvæmdir og vegaumbætur norður í Árneshrepp verði að veruleika sem fyrst.

 

7. Reglur um skólaakstur á skólaakstursleið suður Strandir. Fram komu breytingartillögur í umræðu sveitarstjórnar við drög að reglum um skólaakstur.  Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir reglur um skólaakstur með áorðnum breytingum.   

 

8. Krakkaskák, styrkbeiðni frá krakkaskak.is, dags. 1. mars 2012

Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið en hafnar styrkbeiðni að þessu sinni.

 

9. Fundargerð Velferðarnefndar, dags. 5. mars 2012

Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

 

10. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 8. mars 2012

Liðir 1, 2, 3, 4, 5, og 6 a, b, c og d í fundargerð samþykktir samhljóða.  

 

11. Börn og unglingar í Strandabyggð

Á síðustu misserum hafa börn og unglingar í Strandabyggð hvað eftir annað staðið sig afburða vel á opinberum vettvangi og verið sveitarfélaginu til sóma. Er skemmst að minnast þátttöku Félagsmiðstöðvarinnar Ozon í Söngkeppni Samfés þar sem unglingar í Strandabyggð urðu í 3. sæti með stórglæsilegu söngatriði. Eins má nefna sérstaklega sigur kvikmyndavalsins í Grunnskólanum á Hólmavík í myndbandakeppni 66° Norður í haust og glæsilega framkomu þeirra í sjónvarpsþáttunum Stundinni okkar og Landanum í vetur. Börn og unglingar í Grunn- og Tónskólanum á Hólmavík taka einnig virkan þátt í leiksýningum, tónleikum og öðrum viðburðum og með sama hætti eru þau sjálfum sér og Ströndum til sóma hvar sem þau koma á ferðalögum á vegum sveitarfélagsins. Við fögnum því innilega að börn og unglingar í Strandabyggð setji mark sitt á mannlífið á Ströndum með jafn jákvæðum hætti og raun ber vitni.

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða.


Fundi slitið kl. 18:24

 

Jón Gísli Jónsson
Jón Jónsson
Ingibjörg Benediktsdóttir
Rúna Stína Ásgrímsdóttir
Katla Kjartansdóttir

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón