A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

10. fundur Velferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps 5. mars 2012

10. fundur Velferðarnefndar Stranda og Reykhólahreppsm haldinn í Þróunarsetrinu Höfðagötu 5 á Hólmavík þann 5. mars klukkan 14:00.

 

Mættir: Andrea Björnsdóttir(Reykhólahreppi), Bryndís Sveinsdóttir (Strandabyggð), Guðbrandur Sverrisson( í forföllum Jennýjar Jensdóttur, Kaldrananeshreppi), Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir (Strandabyggð), Hrefna Þorvaldsdóttir í síma, (Árneshreppi).

Hildur Jakobína Gísladóttir félagsmálastjóri ritaði fundargerð.

Dagskrá fundar :


1. 15. Fundargerð verkefnahóps um málefni fatlaðs fólks lögð fram til kynningar.

Bókun: Fundargerð verkefnahópsins samþykkt


2. Lögð til kynningar tillaga félagsmálastjóra um að taka upp sérstakar húsaleigubætur hjá félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps.

Bókun: Nefndarmenn Velferðarnefndar munu kynna sér drög að reglum um sérstakar húsaleigubætur sem verða teknar til umfjöllunar á næsta fundi nefndarinnar í apríl nk.


3. Trúnaðarmál - áfrýjun

Bókun: Niðurstaða skv. bókun fundarins færð í trúnaðarbók.


4. Trúnaðarmál - beiðni um styrk skv. 25.gr.reglna um fjárhagsaðstoð

Bókun: Niðurstaða skv. bókun fundarins færð í trúnaðarbók


5. Tillaga um samstarf vegna sálfræðiþjónustu

Félagsmálastjóri hefur sent inn erindi þess efnis að mikilvægt sé að fá sálfræðiaðstoð fyrir fjölskyldur á svæðið til að sinna meðferðarviðtölum fyrir þá einstaklinga sem kalla á þess konar utanumhald. Félagsmálastjóri telur rétt að kanna hug stjórnanda Heilbrigðisstofnunar Vesturlands til samstarf hvað þennan þátt varðar sem kemur íbúum svæðisins til góðs. Mikilvægt er að kanna útfærslumöguleika á þessari þjónustu á svæðið með eða án þátttöku Heilbrigðisstofnunarinnar á Vesturlandi.

Bókun: Velferðarnefnd styður tillögu félagsmálastjóra um að leita álits Heilbrigðisstofnunar á samstarfi við félagsjónustuna vegna sálfræðiþjónustu á starfssvæði Velferðarnefndar.


6. Önnur mál - húsnæðismál rædd

Fundi slitið klukkan 15:40

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón